Birgitta vill þak á hækkanir verðtryggðra og óverðtryggðra lána Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. ágúst 2015 12:00 Birgittu finnst nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun. vísir/Valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram frumvarp um að þak verði sett á hversu mikið bæði verðtryggð og óverðtryggð lán geta hækkað mikið. Birgitta segir að hugmyndin hafi kviknað á síðasta kjörtímabili eftir að hafa orðið þess áskynja að ekki væri neitt þak á hækkun óverðtryggðra lána. „Ég var að skoða sjálf lán og sá að það er í raun og veru ekki til nein löggjöf sem að hindrar það að það sé hægt að hækka þetta út í hið óendanlega. Þá fór ég að hugsa jafnframt af hverju það hafði ekki verið sett neitt þak á verðtryggðu lánin,“ segir hún. „Mér finnst bara nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun og það verður annað hrun eins og titringur síðustu daga gefur tilefni til að hafa áhyggjur af.“Óljóst hvar línan verður dregin Birgitta segist telja að þetta sé besta leiðin til að koma í veg fyrir að fólk lendi í þeirri stöðu sem margir lentu í árið 2008, að lánin þeirra margfölduðust. Hún segist ekki búin að finna út hvar hún vilji draga mörkin; það sé vinna sem sé framundan. „Ég er ekki búin að skoða það til þaula. Það er vinna sem ég er að fara í núna á næstu dögum, þá væntanlega með sérfræðingum á þessu sviði þannig að maður sé ekki að leggja fram eitthvað sem sé óraunhæft og nær ekki í gegnum þingið,“ segir hún. „Ég held að þetta gæti verið fyrsta skrefið í að ná umræðu aftur um verðtryggðu lánin af því að allir þeir sem voru með verðtryggð lán í hruninu muna hvað gerðist með þau og það hefur í raun og veru ekki verið gert neitt til þess að tryggja það að fólk lendi ekki aftur í sömu stöðu.“Fyrsta skrefið af mörgum Birgitta talar um að þetta sé fyrsta skrefið í að breyta fjármálakerfinu til að reyna að koma í veg fyrir annað hrun. Hún nefnir meðal annars aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi sem næstu skref. „Vonandi verður þessi titringur á mörkuðum núna til þess að það verður gert eitthvað af alvörunni til að fyrirbyggja að almenningur enn og aftur þurfi að axla ábyrgðina á ónýtu markaðskerfi,“ segir Birgitta. Alþingi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram frumvarp um að þak verði sett á hversu mikið bæði verðtryggð og óverðtryggð lán geta hækkað mikið. Birgitta segir að hugmyndin hafi kviknað á síðasta kjörtímabili eftir að hafa orðið þess áskynja að ekki væri neitt þak á hækkun óverðtryggðra lána. „Ég var að skoða sjálf lán og sá að það er í raun og veru ekki til nein löggjöf sem að hindrar það að það sé hægt að hækka þetta út í hið óendanlega. Þá fór ég að hugsa jafnframt af hverju það hafði ekki verið sett neitt þak á verðtryggðu lánin,“ segir hún. „Mér finnst bara nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun og það verður annað hrun eins og titringur síðustu daga gefur tilefni til að hafa áhyggjur af.“Óljóst hvar línan verður dregin Birgitta segist telja að þetta sé besta leiðin til að koma í veg fyrir að fólk lendi í þeirri stöðu sem margir lentu í árið 2008, að lánin þeirra margfölduðust. Hún segist ekki búin að finna út hvar hún vilji draga mörkin; það sé vinna sem sé framundan. „Ég er ekki búin að skoða það til þaula. Það er vinna sem ég er að fara í núna á næstu dögum, þá væntanlega með sérfræðingum á þessu sviði þannig að maður sé ekki að leggja fram eitthvað sem sé óraunhæft og nær ekki í gegnum þingið,“ segir hún. „Ég held að þetta gæti verið fyrsta skrefið í að ná umræðu aftur um verðtryggðu lánin af því að allir þeir sem voru með verðtryggð lán í hruninu muna hvað gerðist með þau og það hefur í raun og veru ekki verið gert neitt til þess að tryggja það að fólk lendi ekki aftur í sömu stöðu.“Fyrsta skrefið af mörgum Birgitta talar um að þetta sé fyrsta skrefið í að breyta fjármálakerfinu til að reyna að koma í veg fyrir annað hrun. Hún nefnir meðal annars aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi sem næstu skref. „Vonandi verður þessi titringur á mörkuðum núna til þess að það verður gert eitthvað af alvörunni til að fyrirbyggja að almenningur enn og aftur þurfi að axla ábyrgðina á ónýtu markaðskerfi,“ segir Birgitta.
Alþingi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira