WOW air hefur í dag sölu á flugi til eyjunnar Gran Canaria en flug þangað hefst í febrúar. Gran Canaria tilheyrir eyjaklasanum Kanaríeyjum sem er rétt úti fyrir vesturströnd Norður-Afríku en er spænskt sjálfstjórnarsvæði. Í tilkynningu frá WOW segir að veðráttan á Kanaríeyjum sé afar mild en meðalhiti þar er 24 gráður.
Flogið verður á flugvöllinn Las Palmas einu sinni í viku á laugardögum frá 20. febrúar og flogið verður á nýjum Airbus A321 sem eru 200 sæta vélar í flota WOW air.
WOW air flýgur nú þegar til Tenerife allan ársins hring en félagið hóf flug þangað í mars nú í ár. Félagið jók nýlega tíðni fluga til Tenerife og mun frá janúar til lok mars á næsta ári fljúga þangað á bæði laugardögum og þriðjudögum.
Gaman Ferðir munu bjóða upp á pakkaferðir til bæði Tenerife og Gran Canaria.
WOW air mun hefja flug til Gran Canaria í febrúar

Tengdar fréttir

Þessi verður stærsta áætlunarþota Íslands
Stærstu þotur sem sést hafa í áætlunarflugi til og frá Íslandi verða á leiðum til Kaliforníu en WOW air hefur ákveðið að hefja flug þangað næsta sumar.

WOW óstundvísasta flugfélagið þriðja mánuðinn í röð
Easy Jet stundvísasta flugfélagið.