Gæti reist 1000 "snjallíbúðir" á 12 mánuðum Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2015 19:30 Ríkisstjórnin hefur markað sér þá stefnu í húsnæðismálum að lækka byggingakostnað og í gær var sett af stað átaksverkefni um að skoða leiðir til þess vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði. Ein aðferð til að lækka byggingarkostnað er að útbúa fjöldaframleidd einingahús og slíkar lausnir eru til. Fréttastofa skoðaði í dag svo kallaða snjallíbúð, 30 fermetra stálgrindareiningu með svefnherbergi og baðherbergi auk opnu rými með eldhúsi og stofu. Einingarnar eru íslensk hönnun byggð á sænskri yfirmynd og það er fyrirtækið ecoAtlas sem framleiðir. „Þetta eru einingar sem taka um það bil tvo mánuði í framleiðslu. Síðan þarf að senda þær til Íslands og setja þær upp og það tekur mjög, mjög skamman tíma," segir Óskar Jónsson hjá ecoAtlas. Einingarnar eru framleiddar í Kína og koma til landsins fullbúnar svo aðeins á eftir að klæða þær að utan. Óskar segir raunhæft að byggja þúsund slíkar íbúðir á innan við 12 mánuðum. „Í raun og veru getum við komið með svona einingar, bæði svona smáar en líka á 3-4 hæðum, fyrir stúdenta og unga kaupendur, eftir bara 6-8 mánuði. Þetta gæti verið hér næsta sumar." Þessi lausn er ekkert einsdæmi því IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska fjöldaframleiða timbureiningahús sem sett hafa verið upp víða á Norðurlöndunum og í Þýskalandi, eins og Stöð2 sagði frá í vikunni. IKEA hyggst í samvinnu við sænska sendiráðið bjóða fulltrúum íslenska ríkisvaldsins, sveitastjórna o.fl. hagsmunaðila til fundar með sænskum sérfræðingum í nóvember, til að velta upp byggingalausnum af þessu tagi. Þórarinn sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vita betur en að IKEA húsin stæðust íslenskar kröfur, þótt þau hafi ekki verið formlega samþykkt enda ekki ljóst hvort til þess komi að þau verði reist hér. Breytingar á byggingarreglugerð eru þó meðal þess sem stjórnvöld hafa nú til skoðunar til að lækka byggingarkostnað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagðist í samtali við fréttastofu telja að rétt að skoða byggingarreglugerðina með skynsemina að vopni. „Við eigum að tryggja öryggi fólks, passa að það séu brunaútgangar, en við eigum ekki að fara að skipta okkur af því hvernig fólk raðar til í eldhúsinu eða skipar sínum herbergjum umfram það sem öryggiskröfur gera ráð fyrir." Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur markað sér þá stefnu í húsnæðismálum að lækka byggingakostnað og í gær var sett af stað átaksverkefni um að skoða leiðir til þess vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði. Ein aðferð til að lækka byggingarkostnað er að útbúa fjöldaframleidd einingahús og slíkar lausnir eru til. Fréttastofa skoðaði í dag svo kallaða snjallíbúð, 30 fermetra stálgrindareiningu með svefnherbergi og baðherbergi auk opnu rými með eldhúsi og stofu. Einingarnar eru íslensk hönnun byggð á sænskri yfirmynd og það er fyrirtækið ecoAtlas sem framleiðir. „Þetta eru einingar sem taka um það bil tvo mánuði í framleiðslu. Síðan þarf að senda þær til Íslands og setja þær upp og það tekur mjög, mjög skamman tíma," segir Óskar Jónsson hjá ecoAtlas. Einingarnar eru framleiddar í Kína og koma til landsins fullbúnar svo aðeins á eftir að klæða þær að utan. Óskar segir raunhæft að byggja þúsund slíkar íbúðir á innan við 12 mánuðum. „Í raun og veru getum við komið með svona einingar, bæði svona smáar en líka á 3-4 hæðum, fyrir stúdenta og unga kaupendur, eftir bara 6-8 mánuði. Þetta gæti verið hér næsta sumar." Þessi lausn er ekkert einsdæmi því IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska fjöldaframleiða timbureiningahús sem sett hafa verið upp víða á Norðurlöndunum og í Þýskalandi, eins og Stöð2 sagði frá í vikunni. IKEA hyggst í samvinnu við sænska sendiráðið bjóða fulltrúum íslenska ríkisvaldsins, sveitastjórna o.fl. hagsmunaðila til fundar með sænskum sérfræðingum í nóvember, til að velta upp byggingalausnum af þessu tagi. Þórarinn sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vita betur en að IKEA húsin stæðust íslenskar kröfur, þótt þau hafi ekki verið formlega samþykkt enda ekki ljóst hvort til þess komi að þau verði reist hér. Breytingar á byggingarreglugerð eru þó meðal þess sem stjórnvöld hafa nú til skoðunar til að lækka byggingarkostnað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagðist í samtali við fréttastofu telja að rétt að skoða byggingarreglugerðina með skynsemina að vopni. „Við eigum að tryggja öryggi fólks, passa að það séu brunaútgangar, en við eigum ekki að fara að skipta okkur af því hvernig fólk raðar til í eldhúsinu eða skipar sínum herbergjum umfram það sem öryggiskröfur gera ráð fyrir."
Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira
IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00