Andstaða við bann við fíkniefnaneyslu fer vaxandi Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2015 19:45 Fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar vill að kannabis verði lögleitt að fullu á Íslandi og refsingum fyrir neyslu annarra ólöglegra fíkniefna verði hætt. Núverandi refsistefna skilaði ekki árangri og eyðileggði jafnvel líf fólks. Það er óhætt að segja að alger straumhvörf hafi orðið í hinni pólitísku umræðu um fíkniefni og refsingar undanfarin misseri. Nefnd á vegum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra er með málin til skoðunar og í drögum að landsfundarályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem hefst á morgun er talað um að afnema refsingar við fíkniefnaneyslu. En þar segir: „Stefna skal að því að fíkniefnaneysla verði ekki refsiverð og starfshættir lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks taki mið af því.“ Þessi mál voru rædd á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sagði sterkar vísbendingar um að núverandi stefna með tilheyrandi refsingum væri ekki að virka og eyðileggði jafnvel líf fólks. „Og þegar pólitísk stefnumörkun er að eyðileggja líf fólks þarf að hugsa málið. Þá þarf að breyta um kúrs. Maður þarf að leggja við hlustir þegar þjóðir eins og Kanada t.d. ákveða að lögleiða kannabis. Það sé betri leið til að glíma við neyslu kannabis að hafa hana upp á yfirborðinu og innan lagaramma. Ég er kominn á þá skoðun að það væri skynsamlegt að lögleiða kannabis,“ sagði Guðmundur. Þá ætti að stíga skref í þá átt að afglæpavæða neyslu annarra ólöglegra vímuefna þannig að sú neysla yrði fyrst og fremst heilbrigðismál. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði erfitt að svara vítækum spurningum Guðmundar en hún hefði fylgst með umræðunni um þessi mál. „Ég held að það séu mörg og ýmis rök fyrir því ef við tökum bara kannabisneyslu; sé það ekki síður heilbrigðis- og félagslegt vandamál. En við þurfum líka að átta okkur á því þegar við erum að skera úr um það hvort tilteknir hlutir eigi að vera refsiverðir, hvaða hópar eru þarna undir,“ sagði Ólöf. Vísaði ráðherra þar til þeirra sem neyta efnanna annars vegar og þeirra sem selja þau. Það er ekki hvað síst vegna starfa Snarrótarinnar, samtaka um borgarleg réttindi, sem umræðan hefur breyst. Undanfarin ár hefur hún flutt inn fjölda erlendra sérfræðinga um þessi mál. Nú síðast á tveggja daga ráðstefnu í byrjun þessa mánaðar þar einn fyrirlesaranna var Neill Franklin framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna Löggæslumanna gegn vímuefnabanni, Law Enforcement Against Prohibition og fyrrverandi liðsforingi í bandarísku fíkniefnalögreglunni til rúmlega þrjátíu ára. „Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin í ítarlegu sjónvarpsviðtali sem finna má á Vísi. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar vill að kannabis verði lögleitt að fullu á Íslandi og refsingum fyrir neyslu annarra ólöglegra fíkniefna verði hætt. Núverandi refsistefna skilaði ekki árangri og eyðileggði jafnvel líf fólks. Það er óhætt að segja að alger straumhvörf hafi orðið í hinni pólitísku umræðu um fíkniefni og refsingar undanfarin misseri. Nefnd á vegum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra er með málin til skoðunar og í drögum að landsfundarályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem hefst á morgun er talað um að afnema refsingar við fíkniefnaneyslu. En þar segir: „Stefna skal að því að fíkniefnaneysla verði ekki refsiverð og starfshættir lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks taki mið af því.“ Þessi mál voru rædd á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sagði sterkar vísbendingar um að núverandi stefna með tilheyrandi refsingum væri ekki að virka og eyðileggði jafnvel líf fólks. „Og þegar pólitísk stefnumörkun er að eyðileggja líf fólks þarf að hugsa málið. Þá þarf að breyta um kúrs. Maður þarf að leggja við hlustir þegar þjóðir eins og Kanada t.d. ákveða að lögleiða kannabis. Það sé betri leið til að glíma við neyslu kannabis að hafa hana upp á yfirborðinu og innan lagaramma. Ég er kominn á þá skoðun að það væri skynsamlegt að lögleiða kannabis,“ sagði Guðmundur. Þá ætti að stíga skref í þá átt að afglæpavæða neyslu annarra ólöglegra vímuefna þannig að sú neysla yrði fyrst og fremst heilbrigðismál. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði erfitt að svara vítækum spurningum Guðmundar en hún hefði fylgst með umræðunni um þessi mál. „Ég held að það séu mörg og ýmis rök fyrir því ef við tökum bara kannabisneyslu; sé það ekki síður heilbrigðis- og félagslegt vandamál. En við þurfum líka að átta okkur á því þegar við erum að skera úr um það hvort tilteknir hlutir eigi að vera refsiverðir, hvaða hópar eru þarna undir,“ sagði Ólöf. Vísaði ráðherra þar til þeirra sem neyta efnanna annars vegar og þeirra sem selja þau. Það er ekki hvað síst vegna starfa Snarrótarinnar, samtaka um borgarleg réttindi, sem umræðan hefur breyst. Undanfarin ár hefur hún flutt inn fjölda erlendra sérfræðinga um þessi mál. Nú síðast á tveggja daga ráðstefnu í byrjun þessa mánaðar þar einn fyrirlesaranna var Neill Franklin framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna Löggæslumanna gegn vímuefnabanni, Law Enforcement Against Prohibition og fyrrverandi liðsforingi í bandarísku fíkniefnalögreglunni til rúmlega þrjátíu ára. „Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin í ítarlegu sjónvarpsviðtali sem finna má á Vísi.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira