Andstaða við bann við fíkniefnaneyslu fer vaxandi Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2015 19:45 Fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar vill að kannabis verði lögleitt að fullu á Íslandi og refsingum fyrir neyslu annarra ólöglegra fíkniefna verði hætt. Núverandi refsistefna skilaði ekki árangri og eyðileggði jafnvel líf fólks. Það er óhætt að segja að alger straumhvörf hafi orðið í hinni pólitísku umræðu um fíkniefni og refsingar undanfarin misseri. Nefnd á vegum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra er með málin til skoðunar og í drögum að landsfundarályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem hefst á morgun er talað um að afnema refsingar við fíkniefnaneyslu. En þar segir: „Stefna skal að því að fíkniefnaneysla verði ekki refsiverð og starfshættir lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks taki mið af því.“ Þessi mál voru rædd á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sagði sterkar vísbendingar um að núverandi stefna með tilheyrandi refsingum væri ekki að virka og eyðileggði jafnvel líf fólks. „Og þegar pólitísk stefnumörkun er að eyðileggja líf fólks þarf að hugsa málið. Þá þarf að breyta um kúrs. Maður þarf að leggja við hlustir þegar þjóðir eins og Kanada t.d. ákveða að lögleiða kannabis. Það sé betri leið til að glíma við neyslu kannabis að hafa hana upp á yfirborðinu og innan lagaramma. Ég er kominn á þá skoðun að það væri skynsamlegt að lögleiða kannabis,“ sagði Guðmundur. Þá ætti að stíga skref í þá átt að afglæpavæða neyslu annarra ólöglegra vímuefna þannig að sú neysla yrði fyrst og fremst heilbrigðismál. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði erfitt að svara vítækum spurningum Guðmundar en hún hefði fylgst með umræðunni um þessi mál. „Ég held að það séu mörg og ýmis rök fyrir því ef við tökum bara kannabisneyslu; sé það ekki síður heilbrigðis- og félagslegt vandamál. En við þurfum líka að átta okkur á því þegar við erum að skera úr um það hvort tilteknir hlutir eigi að vera refsiverðir, hvaða hópar eru þarna undir,“ sagði Ólöf. Vísaði ráðherra þar til þeirra sem neyta efnanna annars vegar og þeirra sem selja þau. Það er ekki hvað síst vegna starfa Snarrótarinnar, samtaka um borgarleg réttindi, sem umræðan hefur breyst. Undanfarin ár hefur hún flutt inn fjölda erlendra sérfræðinga um þessi mál. Nú síðast á tveggja daga ráðstefnu í byrjun þessa mánaðar þar einn fyrirlesaranna var Neill Franklin framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna Löggæslumanna gegn vímuefnabanni, Law Enforcement Against Prohibition og fyrrverandi liðsforingi í bandarísku fíkniefnalögreglunni til rúmlega þrjátíu ára. „Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin í ítarlegu sjónvarpsviðtali sem finna má á Vísi. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar vill að kannabis verði lögleitt að fullu á Íslandi og refsingum fyrir neyslu annarra ólöglegra fíkniefna verði hætt. Núverandi refsistefna skilaði ekki árangri og eyðileggði jafnvel líf fólks. Það er óhætt að segja að alger straumhvörf hafi orðið í hinni pólitísku umræðu um fíkniefni og refsingar undanfarin misseri. Nefnd á vegum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra er með málin til skoðunar og í drögum að landsfundarályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem hefst á morgun er talað um að afnema refsingar við fíkniefnaneyslu. En þar segir: „Stefna skal að því að fíkniefnaneysla verði ekki refsiverð og starfshættir lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks taki mið af því.“ Þessi mál voru rædd á Alþingi í dag. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sagði sterkar vísbendingar um að núverandi stefna með tilheyrandi refsingum væri ekki að virka og eyðileggði jafnvel líf fólks. „Og þegar pólitísk stefnumörkun er að eyðileggja líf fólks þarf að hugsa málið. Þá þarf að breyta um kúrs. Maður þarf að leggja við hlustir þegar þjóðir eins og Kanada t.d. ákveða að lögleiða kannabis. Það sé betri leið til að glíma við neyslu kannabis að hafa hana upp á yfirborðinu og innan lagaramma. Ég er kominn á þá skoðun að það væri skynsamlegt að lögleiða kannabis,“ sagði Guðmundur. Þá ætti að stíga skref í þá átt að afglæpavæða neyslu annarra ólöglegra vímuefna þannig að sú neysla yrði fyrst og fremst heilbrigðismál. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði erfitt að svara vítækum spurningum Guðmundar en hún hefði fylgst með umræðunni um þessi mál. „Ég held að það séu mörg og ýmis rök fyrir því ef við tökum bara kannabisneyslu; sé það ekki síður heilbrigðis- og félagslegt vandamál. En við þurfum líka að átta okkur á því þegar við erum að skera úr um það hvort tilteknir hlutir eigi að vera refsiverðir, hvaða hópar eru þarna undir,“ sagði Ólöf. Vísaði ráðherra þar til þeirra sem neyta efnanna annars vegar og þeirra sem selja þau. Það er ekki hvað síst vegna starfa Snarrótarinnar, samtaka um borgarleg réttindi, sem umræðan hefur breyst. Undanfarin ár hefur hún flutt inn fjölda erlendra sérfræðinga um þessi mál. Nú síðast á tveggja daga ráðstefnu í byrjun þessa mánaðar þar einn fyrirlesaranna var Neill Franklin framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna Löggæslumanna gegn vímuefnabanni, Law Enforcement Against Prohibition og fyrrverandi liðsforingi í bandarísku fíkniefnalögreglunni til rúmlega þrjátíu ára. „Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin í ítarlegu sjónvarpsviðtali sem finna má á Vísi.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira