Vilja tvær milljónir vegna handtakna í Gálgahrauni Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2015 15:23 Ómar Ragnarsson er einn þeirra tíu sem höfðað hafa skaðabótamál gegn ríkinu. Vísir/GVA Tíu mótmælendur sem handteknir voru í Gálgahrauni 21. október 2013 hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætra handtakna, frelsissviptinga og vistuna í fangaklefum. Hvert þeirra fara fram á tvær milljónir króna í skaðabætur. Níumenningarnir svokölluðu úr Gálgahrauni, koma ekki að málinu. Sjá einnig: „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Í stefnu Ómars Ragnarssonar kemur fram að hann hafi komið gangandi með öðrum manni að hrauninu mánudaginn 21. október 2013. Framkvæmdir höfðu hafist þá um morguninn við afar umdeilda lagningu Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun, en á þeim tíma var ekki fengin niðurstaða í ágreiningsmál sem voru til meðferðar fyrir dómstólum um lögmæti vegagerðarinnar.“ Þar var hópur fólks að mótmæla vegagerðinni og settist Ómar niður með þeim. Þá mun lögreglan hafa komið skömmu seinna og skipað þeim að færa sig út fyrir svæði sem þá var sagt vera vinnusvæði. Því næst hófu lögregluþjónar að bera mótmælendur út fyrir svæðið. Í stefnunni segir að Ómar hafi ekki veitt mótspyrnu.Margir mótmælendur voru handteknir í Gálgahrauni.Vísir/GVAHandtökur skipulagðar fyrirfram Hann var handtekinn og færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu ásamt fleira fólki. Þá var hann vistaður í fangaklefa ásamt fleirum og látin laus skömmu síðar. Ómari varð boðin sektargerð að upphæð tíu þúsund krónur. Honum var gefið að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og ástæða handtöku samkvæmt lögregluskýrslu hafi einnig verið að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Í stefnunni segir þó að dagsetningar í skýrslu lögreglu sýni ásetning. Þar megi sjá að aðgerðirnar hafi verið skipulagðar á föstudeginum 18. október. Handtökuskýrslur og sektargerðir hafi verið undirbúnar fyrirfram. Þá segir að aðgerðir og valdbeiting lögreglu hafi verið úr hófi og ekki í samræmi við tilefnið. Um fimmtíu til sextíu lögreglumenn hafi verið í Gálgahrauni og hafi þeior verið mun fleiri en mótmælendurnir. Þar að auki voru lögregluþjónarnir vopnaðir gasbrúsum, kylfum og handjárnum. Samkvæmt stefnunni var brotavettvangurinn útbúinn af lögreglu samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun til þess að reyna að búa til eitthvert handtökutilefni þegar það hafi ekki verið fyrir hendi. „Þetta var gert með því að afmarka nýtt svæði með borðum um leið og búið var að færa stefnand og aðra út fyrir hið fyrra svæði án þess að nokkrum reglum um afmörkun vinnusvæðis væri fylgt. Stefnandi og aðrir þeir sem höfðu sest niður utan borða voru því skyndilega fyrir innan þá án nokkurrar skýringar.“ Aðalmeðferð málsins verður haldin í september. Tengdar fréttir „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04 „Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00 Handtaka í Gálgahrauni 27. desember 2013 07:00 Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Tíu mótmælendur sem handteknir voru í Gálgahrauni 21. október 2013 hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætra handtakna, frelsissviptinga og vistuna í fangaklefum. Hvert þeirra fara fram á tvær milljónir króna í skaðabætur. Níumenningarnir svokölluðu úr Gálgahrauni, koma ekki að málinu. Sjá einnig: „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Í stefnu Ómars Ragnarssonar kemur fram að hann hafi komið gangandi með öðrum manni að hrauninu mánudaginn 21. október 2013. Framkvæmdir höfðu hafist þá um morguninn við afar umdeilda lagningu Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun, en á þeim tíma var ekki fengin niðurstaða í ágreiningsmál sem voru til meðferðar fyrir dómstólum um lögmæti vegagerðarinnar.“ Þar var hópur fólks að mótmæla vegagerðinni og settist Ómar niður með þeim. Þá mun lögreglan hafa komið skömmu seinna og skipað þeim að færa sig út fyrir svæði sem þá var sagt vera vinnusvæði. Því næst hófu lögregluþjónar að bera mótmælendur út fyrir svæðið. Í stefnunni segir að Ómar hafi ekki veitt mótspyrnu.Margir mótmælendur voru handteknir í Gálgahrauni.Vísir/GVAHandtökur skipulagðar fyrirfram Hann var handtekinn og færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu ásamt fleira fólki. Þá var hann vistaður í fangaklefa ásamt fleirum og látin laus skömmu síðar. Ómari varð boðin sektargerð að upphæð tíu þúsund krónur. Honum var gefið að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og ástæða handtöku samkvæmt lögregluskýrslu hafi einnig verið að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Í stefnunni segir þó að dagsetningar í skýrslu lögreglu sýni ásetning. Þar megi sjá að aðgerðirnar hafi verið skipulagðar á föstudeginum 18. október. Handtökuskýrslur og sektargerðir hafi verið undirbúnar fyrirfram. Þá segir að aðgerðir og valdbeiting lögreglu hafi verið úr hófi og ekki í samræmi við tilefnið. Um fimmtíu til sextíu lögreglumenn hafi verið í Gálgahrauni og hafi þeior verið mun fleiri en mótmælendurnir. Þar að auki voru lögregluþjónarnir vopnaðir gasbrúsum, kylfum og handjárnum. Samkvæmt stefnunni var brotavettvangurinn útbúinn af lögreglu samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun til þess að reyna að búa til eitthvert handtökutilefni þegar það hafi ekki verið fyrir hendi. „Þetta var gert með því að afmarka nýtt svæði með borðum um leið og búið var að færa stefnand og aðra út fyrir hið fyrra svæði án þess að nokkrum reglum um afmörkun vinnusvæðis væri fylgt. Stefnandi og aðrir þeir sem höfðu sest niður utan borða voru því skyndilega fyrir innan þá án nokkurrar skýringar.“ Aðalmeðferð málsins verður haldin í september.
Tengdar fréttir „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04 „Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00 Handtaka í Gálgahrauni 27. desember 2013 07:00 Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
„Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04
„Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00
Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15