Erlent

Norðmenn þurfa að undirbúa móttöku 100 þúsund hælisleitenda

Atli ísleifsson skrifar
Flóttamenn halda yfir landamæri Rússlands og Noregs við Kirkenes.
Flóttamenn halda yfir landamæri Rússlands og Noregs við Kirkenes. Vísir/EPA
Yfirmaður Útlendingastofnunar Noregs, UDI, segir að Norðmenn verði á næsta ári að undirbúa móttöku um 100 þúsund hælisleitenda.

„Ástandið er alvarlegt þegar kemur að því að mæta þörfinni,“ segir Frode Forfang og bætir við að nauðsynlegt sé að ráðast miklar framkvæmdir við gerð nýbygginga til að mögulegt sé að mæta þörfinni.

Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að þrátt fyrir að fjöldi hælisleitenda í Noregi myndi minnska um helming miðað við spár sé þörf á milli 40 þúsund til 50 þúsund nýjum plássum fyrir hælisleitendur.

Um 2.500 hælisleitendur koma til Noregs í hverri viku og hafa alls 28 þúsund komið til landsins það sem af er ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×