Áætlunin úr skorðum Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 29 af 127 þingmálum ríkisstjórnarinnar eru komin til þings. Þrátt fyrir málaþurrð helst starfsáætlun þingsins ekki sem samþykkt var af öllum flokkum. vísir/ernir Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fer ekki fram í þingsal næstkomandi fimmtudag eins og áætlun þingsins gerði ráð fyrir. Fjárlagafrumvarpið berst ekki fjárlaganefnd í tæka tíð svo hægt sé að vinna það fyrir þann tíma. Þetta er mat Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru ellefu þingdagar eftir þar til þingið fer í jólafrí. Fréttablaðið hefur greint frá því að aðeins 29 þingmál ríkisstjórnarinnar séu komin til þings en ríkisstjórnin áætlaði að koma 129 málum til þings fyrir jólafrí. Oddný Harðardóttir segir lítið að gerast í þinginu og því sé það skandall að þurfa að fresta umræðu um fjárlög vegna seinagangs.Oddný Harðardóttir„Við erum enn að bíða eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það hefur ekkert komið frá henni. Ekkert hefur komið heldur frá menntamálaráðherra né iðnaðar- og viðskiptaráðherra,“ segir Oddný. „Síðan bíðum við nú eftir tillögum frá ríkisstjórn um breytingar á fjárlögum. Við vitum ekki hvar áherslur hennar eru. Það er því ljóst að ef önnur umræða dregst þá lendum við í tímahraki við að afgreiða þessi frumvörp fyrir jól. Við viljum ekki lenda í því sem nú er að raungerast því það kemur niður á vinnu þingsins. Í rauninni er þetta bullandi skandall og heimatilbúinn vandi verklausrar ríkisstjórnar.“Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndarVigdís Hauksdóttir segir ekki við fjárlaganefnd að sakast í þessum efnum. Starfsáætlun þingsins sé alltaf sett upp en aldrei náist að standa við hana. „Það er alveg ljóst að þegar um svo mikilvægt frumvarp er að ræða, eins og fjárlög hvers árs eru, munum við í fjárlaganefnd taka okkar tíma við að vinna í frumvarpinu, bæði við álit nefndarinnar sem og breytingartillögur,“ segir Vigdís. „Það er því alveg ljóst í mínum huga að umræður munu ekki fara fram í næstu viku um fjárlög og því gengur dagskráin ekki upp. Ég ítreka að það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd taki sér tíma til að vinna sína vinnu vel og af festu.“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fer ekki fram í þingsal næstkomandi fimmtudag eins og áætlun þingsins gerði ráð fyrir. Fjárlagafrumvarpið berst ekki fjárlaganefnd í tæka tíð svo hægt sé að vinna það fyrir þann tíma. Þetta er mat Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru ellefu þingdagar eftir þar til þingið fer í jólafrí. Fréttablaðið hefur greint frá því að aðeins 29 þingmál ríkisstjórnarinnar séu komin til þings en ríkisstjórnin áætlaði að koma 129 málum til þings fyrir jólafrí. Oddný Harðardóttir segir lítið að gerast í þinginu og því sé það skandall að þurfa að fresta umræðu um fjárlög vegna seinagangs.Oddný Harðardóttir„Við erum enn að bíða eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það hefur ekkert komið frá henni. Ekkert hefur komið heldur frá menntamálaráðherra né iðnaðar- og viðskiptaráðherra,“ segir Oddný. „Síðan bíðum við nú eftir tillögum frá ríkisstjórn um breytingar á fjárlögum. Við vitum ekki hvar áherslur hennar eru. Það er því ljóst að ef önnur umræða dregst þá lendum við í tímahraki við að afgreiða þessi frumvörp fyrir jól. Við viljum ekki lenda í því sem nú er að raungerast því það kemur niður á vinnu þingsins. Í rauninni er þetta bullandi skandall og heimatilbúinn vandi verklausrar ríkisstjórnar.“Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndarVigdís Hauksdóttir segir ekki við fjárlaganefnd að sakast í þessum efnum. Starfsáætlun þingsins sé alltaf sett upp en aldrei náist að standa við hana. „Það er alveg ljóst að þegar um svo mikilvægt frumvarp er að ræða, eins og fjárlög hvers árs eru, munum við í fjárlaganefnd taka okkar tíma við að vinna í frumvarpinu, bæði við álit nefndarinnar sem og breytingartillögur,“ segir Vigdís. „Það er því alveg ljóst í mínum huga að umræður munu ekki fara fram í næstu viku um fjárlög og því gengur dagskráin ekki upp. Ég ítreka að það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd taki sér tíma til að vinna sína vinnu vel og af festu.“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira