Rök fyrir alþjóðlegri menntun Robert Barber skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Nú nær 10 mánuðum eftir að ég hóf störf sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hef ég síendurtekið upplifað hversu stóran sess alþjóðleg tengsl hafa á Íslandi. Það hefur komið mér á óvart að hitta svo marga Íslendinga sem lagt hafa stund á nám í Bandaríkjunum, Bretlandi og öðrum löndum Evrópu og heimsins. Hver einstaklingur hefur búið yfir einstökum hæfileikum og hefur viðkomandi upplifað eitthvað stærra í sniðum, eitthvað sérstakt. Allir höfðu hlotið alþjóðlega menntun. Í þessari viku er haldið upp á alþjóðlega menntun, en slíkt veitir tækifæri til að viðurkenna ávinning menntunar og nemendaskipta á heimsvísu. Alþjóðleg menntun byggir upp og viðheldur lýðræðislegri, öruggari og farsælli heimi sem Bandaríkjamenn, Íslendingar og alþjóðasamfélagið hafa hag af. Sambönd sem verða til og þróast með alþjóðlegri menntun eru varanleg og endast alla ævina. Alþjóðlegir nemendur auðga kennslustofur, háskólasvæði og samfélög hýsilanda sinna á máta sem heldur áfram löngu eftir að nemendurnir hafa snúið aftur til heimalanda sinna. Þeir þróa með sér skilning á gildum og sjónarmiðum fólksins í hýsilöndum sínum, sem þeir hafa í huga það sem eftir lifir lífs þeirra.Alþjóðleg menntun og efnahagslífið Þegar snúið er heim eftir dvöl erlendis nýtur heimaland alþjóðlega nemandans góðs af reynslu hans, þekkingu og fenginni færni; sömu færni og nauðsynleg er til að stunda samkeppni í hinu hnattvædda hagkerfi nútímans. Tenging landa með alþjóðlegri menntun stuðlar að opnun markaða og auknum viðskiptum. Sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hef ég gert það að persónulegu markmiði mínu að auka viðskiptatengsl á milli landa okkar tveggja. Ég tel að sú reynsla sem fengin er með menntun í Bandaríkjunum veiti sterkari grunn sem bæði lönd geta notið góðs af. Reynsla sem fengin er með menntun í Bandaríkjunum gagnast bæði Íslandi og Bandaríkjunum. Hún býr nemendur undir atvinnu á 21. öldinni og styður við sterk hagkerfi Bandaríkjanna og Íslands. Alþjóðlegir nemendur sem mennta sig í Bandaríkjunum verða leiðtogar á öllum sviðum og atvinnugreinum. Hugmyndir þeirra og ákvarðanir, sem leiðtoga, endurspegla oft þá alþjóðlegu skarpskyggni sem stuðlar að uppbyggingu betur megandi samfélaga. Nokkrar nýlegar rannsóknir, hjá háskólum í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum, hafa sýnt að nemendur sem stunda nám erlendis hafa hærri tekjur á lífsleiðinni, eru lausnamiðaðri og meira skapandi. Ég leyfi mér að spyrja: Hverjir eru annmarkar þess?Óttinn við mikinn kostnað Þegar leitað er upplýsinga þess efnis hvort Íslendingar hafi velt fyrir sér námi í Bandaríkjunum er algengasti ótti þeirra kostnaður samfara því. Þó það sé satt að ferðalög erlendis geti reynst kostnaðarsöm er boðið upp á nokkur úrræði sem dregið geta úr kostnaði. Fulbright-stofnunin á Íslandi (www.Fulbright.is) veitir námsstyrki til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Að auki rekur stofnunin EducationUSA ráðgjafarmiðstöðina sem veitir upplýsingar um menntunartækifæri í Bandaríkjunum og valkosti fyrir fjárstyrki sem koma til móts við menntunarkostnað í Bandaríkjunum. Ég hvet þig til að heimsækja stofnunina, eða vefsíðu hennar, til að sjá hvað gæti hentað þér. Í mars á hverju ári tekur sendiráðið höndum saman með Fulbright-stofnuninni og fær nokkra bandaríska háskóla í heimsókn til Íslands til að taka þátt í Nordic College Fair. Ég hvet þig til að fylgjast með Facebook-síðu okkar til að fá frekari upplýsingar um þann viðburð, þar sem hann gæti veitt þér frábært tækifæri til að ræða við fulltrúa frá mörgum frábærum bandarískum stofnunum um nám sem gæti hentað þér.Gagnkvæm skipti Viðleitni mín á Íslandi er ekki takmörkuð við að senda fleiri Íslendinga til náms í Bandaríkjunum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hvetur fleiri bandaríska nemendur til að íhuga nám erlendis. Ég trúi því að þessi viðleitni sé að virka. Fleiri nemendur, en nokkru sinni fyrr, horfa nú til Íslands sem lands menntunar – hvort sem um er að ræða grunnnám, framhaldsnám eða jafnvel sumarnám. Það hvetur mig til dáða að sjá hvernig þau koma fram fyrir land sitt og segi ég þeim öllum að hann eða hún, eins og ég, eru sendiherrar Bandaríkjanna á meðan þau stunda nám hér. Það eina sem upp á vantar er að fá einhvern til að hjálpa mér að breiða út ágæti hafnabolta hér á Íslandi!Tækifæri lífsins Þó ég hafi ekki verið svo heppinn að stunda nám erlendis fékk ég tækifæri, sem ungur maður nýútskrifaður úr háskóla, að ferðast til níu landa á tveggja mánaða tímabili. Þó að þetta tækifæri hafi víkkað sjóndeildarhring minn efast ég ekki um að reynsla mín hefði aukist með tækifæri til að læra meira, bæði námslega séð og í gegnum menningartengsl við fólk sem var ólíkt mér. Ég er þó ekki í neinum vafa um að tími minn erlendis, bæði sem ungur maður og síðar, hefur hjálpað mér að skilja Bandaríkin betur. Ég hvet Íslendinga til að íhuga þetta tækifæri, tækifæri lífsins, að velja nýja leið til móts við bjarta og alþjóðlega framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Nú nær 10 mánuðum eftir að ég hóf störf sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hef ég síendurtekið upplifað hversu stóran sess alþjóðleg tengsl hafa á Íslandi. Það hefur komið mér á óvart að hitta svo marga Íslendinga sem lagt hafa stund á nám í Bandaríkjunum, Bretlandi og öðrum löndum Evrópu og heimsins. Hver einstaklingur hefur búið yfir einstökum hæfileikum og hefur viðkomandi upplifað eitthvað stærra í sniðum, eitthvað sérstakt. Allir höfðu hlotið alþjóðlega menntun. Í þessari viku er haldið upp á alþjóðlega menntun, en slíkt veitir tækifæri til að viðurkenna ávinning menntunar og nemendaskipta á heimsvísu. Alþjóðleg menntun byggir upp og viðheldur lýðræðislegri, öruggari og farsælli heimi sem Bandaríkjamenn, Íslendingar og alþjóðasamfélagið hafa hag af. Sambönd sem verða til og þróast með alþjóðlegri menntun eru varanleg og endast alla ævina. Alþjóðlegir nemendur auðga kennslustofur, háskólasvæði og samfélög hýsilanda sinna á máta sem heldur áfram löngu eftir að nemendurnir hafa snúið aftur til heimalanda sinna. Þeir þróa með sér skilning á gildum og sjónarmiðum fólksins í hýsilöndum sínum, sem þeir hafa í huga það sem eftir lifir lífs þeirra.Alþjóðleg menntun og efnahagslífið Þegar snúið er heim eftir dvöl erlendis nýtur heimaland alþjóðlega nemandans góðs af reynslu hans, þekkingu og fenginni færni; sömu færni og nauðsynleg er til að stunda samkeppni í hinu hnattvædda hagkerfi nútímans. Tenging landa með alþjóðlegri menntun stuðlar að opnun markaða og auknum viðskiptum. Sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hef ég gert það að persónulegu markmiði mínu að auka viðskiptatengsl á milli landa okkar tveggja. Ég tel að sú reynsla sem fengin er með menntun í Bandaríkjunum veiti sterkari grunn sem bæði lönd geta notið góðs af. Reynsla sem fengin er með menntun í Bandaríkjunum gagnast bæði Íslandi og Bandaríkjunum. Hún býr nemendur undir atvinnu á 21. öldinni og styður við sterk hagkerfi Bandaríkjanna og Íslands. Alþjóðlegir nemendur sem mennta sig í Bandaríkjunum verða leiðtogar á öllum sviðum og atvinnugreinum. Hugmyndir þeirra og ákvarðanir, sem leiðtoga, endurspegla oft þá alþjóðlegu skarpskyggni sem stuðlar að uppbyggingu betur megandi samfélaga. Nokkrar nýlegar rannsóknir, hjá háskólum í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum, hafa sýnt að nemendur sem stunda nám erlendis hafa hærri tekjur á lífsleiðinni, eru lausnamiðaðri og meira skapandi. Ég leyfi mér að spyrja: Hverjir eru annmarkar þess?Óttinn við mikinn kostnað Þegar leitað er upplýsinga þess efnis hvort Íslendingar hafi velt fyrir sér námi í Bandaríkjunum er algengasti ótti þeirra kostnaður samfara því. Þó það sé satt að ferðalög erlendis geti reynst kostnaðarsöm er boðið upp á nokkur úrræði sem dregið geta úr kostnaði. Fulbright-stofnunin á Íslandi (www.Fulbright.is) veitir námsstyrki til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Að auki rekur stofnunin EducationUSA ráðgjafarmiðstöðina sem veitir upplýsingar um menntunartækifæri í Bandaríkjunum og valkosti fyrir fjárstyrki sem koma til móts við menntunarkostnað í Bandaríkjunum. Ég hvet þig til að heimsækja stofnunina, eða vefsíðu hennar, til að sjá hvað gæti hentað þér. Í mars á hverju ári tekur sendiráðið höndum saman með Fulbright-stofnuninni og fær nokkra bandaríska háskóla í heimsókn til Íslands til að taka þátt í Nordic College Fair. Ég hvet þig til að fylgjast með Facebook-síðu okkar til að fá frekari upplýsingar um þann viðburð, þar sem hann gæti veitt þér frábært tækifæri til að ræða við fulltrúa frá mörgum frábærum bandarískum stofnunum um nám sem gæti hentað þér.Gagnkvæm skipti Viðleitni mín á Íslandi er ekki takmörkuð við að senda fleiri Íslendinga til náms í Bandaríkjunum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hvetur fleiri bandaríska nemendur til að íhuga nám erlendis. Ég trúi því að þessi viðleitni sé að virka. Fleiri nemendur, en nokkru sinni fyrr, horfa nú til Íslands sem lands menntunar – hvort sem um er að ræða grunnnám, framhaldsnám eða jafnvel sumarnám. Það hvetur mig til dáða að sjá hvernig þau koma fram fyrir land sitt og segi ég þeim öllum að hann eða hún, eins og ég, eru sendiherrar Bandaríkjanna á meðan þau stunda nám hér. Það eina sem upp á vantar er að fá einhvern til að hjálpa mér að breiða út ágæti hafnabolta hér á Íslandi!Tækifæri lífsins Þó ég hafi ekki verið svo heppinn að stunda nám erlendis fékk ég tækifæri, sem ungur maður nýútskrifaður úr háskóla, að ferðast til níu landa á tveggja mánaða tímabili. Þó að þetta tækifæri hafi víkkað sjóndeildarhring minn efast ég ekki um að reynsla mín hefði aukist með tækifæri til að læra meira, bæði námslega séð og í gegnum menningartengsl við fólk sem var ólíkt mér. Ég er þó ekki í neinum vafa um að tími minn erlendis, bæði sem ungur maður og síðar, hefur hjálpað mér að skilja Bandaríkin betur. Ég hvet Íslendinga til að íhuga þetta tækifæri, tækifæri lífsins, að velja nýja leið til móts við bjarta og alþjóðlega framtíð.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun