IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2015 19:00 IKEA og sænska sendiráðið ætla að kynna íslenskum hagsmunaaðilum leið til að lækka húsbyggingarkostnað um allt að helming. En undanfarin tuttugu ár hafa IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska byggt ódýr hús og íbúðir á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Stærsta fjárfesting hverrar kynslóðar er að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. En eins og ástandið hefur verið á Íslandi mörg undanfarin ár og misseri hefur það nánast verið óvinnandi vegur fyrir ungu kynslóðina og fleiri. IKEA hefur dottið niður á lausn, einingahús, ekki ósvipað því og sem fólk kannast við þegar það setur saman húsgögn frá fyrirtækinu sjálft. „Svona í grunninn er þetta ekki mjög ósvipað. Reyndar setur fólk ekki saman sjálft en þetta eru semsagt fjöldaframleiddar einingar. Og með svipuðum hætti og hjá IKEA ná menn fram hagstæðara verði með því að fjöldaframleiða vöruna,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Í Svíþjóð hafa þessi hús reynst vera helmingi ódýrari en hefðbundin hús og þar getur fólk fengið nýja 55 fermetra tveggja herbergja blokkaríbúð sem þessa á 13,4 milljónir og fjögurra herbergja 85 fermetra íbúð á 23 milljónir króna.Hugmyndin heitir Bo Klok, eða Byggja klókt og er samvinnuverkefni IKEA og Skanska sem er stærsta verktakafyrirtæki í Svíþjóð. Þúsundir íbúða sem þessar hafa verið byggðar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi.Sama húsið byggt aftur og aftur „Þannig að sama húsið er byggt aftur og aftur. Heilu hverfin. Þannig næst gríðarlegur sparnaður. Ekki bara í arkitektakostnaði, heldur líka í framleiðslukostnaði. Það er hugað sérstaklega að nýtingu á plássinu þannig að menn eru að ná feikilega miklu út úr fáum fermetrum. Þannig að þú ert að ná öllu sem þú þarft út úr miklu færri fermetrum en menn eiga oft að venjast,“ segir Þórarinn.Sjá einnig: Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni Sænska sendiráðið og IKEA boða til ráðstefnu um máið hinn 4. nóvember þar sem fulltrúum ríkisvaldsins, sveitarstjórna, verkalýðshreyfingar, vertaka, arkitekta og allra sem eiga hagsmuna að gæta er boðið að koma og hitta sænska sérfræðinga á ýmsum sviðum sem tengjast þessum byggingarmöguleika. Sendiráðið sér um að taka á móti skráningum. Einingahúsin eru timburhús á steyptum grunni en ekki hefur verið byggt mikið af slíkum húsum í þéttbýli á Íslandi síðustu áratugi. Þórarinn minnir hins vegar á að töluvert sé byggt af timburhúsum í sumarhúsabyggðum og þau kölluð heilsárshús.Þetta eru ekkert verri hús en önnur hús? „Nei. Það er mikið kaldara í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en nokkru sinni á Íslandi. Og ef maður horfir á Grænland þá eru meira og minna öll hús þar úr tré. Þannig að ég held að þetta standist allt,“ segir Þórarinn.Og þið eruð kannski að hugsa sérstaklega til unga fólksins sem í dag á mjög erfitt með að koma sér upp húsnæði? „Það passar. Við erum að hugsa um unga fólkið. Því þetta er lang stærsta málið sem hvílir á þjóðinni í dag; hvernig getur ungt fólk komið sér þaki yfir höfuðið án þess að koma sér í margra áratuga skuldklafa,“ segir Þórarinn Ævarsson. Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
IKEA og sænska sendiráðið ætla að kynna íslenskum hagsmunaaðilum leið til að lækka húsbyggingarkostnað um allt að helming. En undanfarin tuttugu ár hafa IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska byggt ódýr hús og íbúðir á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Stærsta fjárfesting hverrar kynslóðar er að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. En eins og ástandið hefur verið á Íslandi mörg undanfarin ár og misseri hefur það nánast verið óvinnandi vegur fyrir ungu kynslóðina og fleiri. IKEA hefur dottið niður á lausn, einingahús, ekki ósvipað því og sem fólk kannast við þegar það setur saman húsgögn frá fyrirtækinu sjálft. „Svona í grunninn er þetta ekki mjög ósvipað. Reyndar setur fólk ekki saman sjálft en þetta eru semsagt fjöldaframleiddar einingar. Og með svipuðum hætti og hjá IKEA ná menn fram hagstæðara verði með því að fjöldaframleiða vöruna,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Í Svíþjóð hafa þessi hús reynst vera helmingi ódýrari en hefðbundin hús og þar getur fólk fengið nýja 55 fermetra tveggja herbergja blokkaríbúð sem þessa á 13,4 milljónir og fjögurra herbergja 85 fermetra íbúð á 23 milljónir króna.Hugmyndin heitir Bo Klok, eða Byggja klókt og er samvinnuverkefni IKEA og Skanska sem er stærsta verktakafyrirtæki í Svíþjóð. Þúsundir íbúða sem þessar hafa verið byggðar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi.Sama húsið byggt aftur og aftur „Þannig að sama húsið er byggt aftur og aftur. Heilu hverfin. Þannig næst gríðarlegur sparnaður. Ekki bara í arkitektakostnaði, heldur líka í framleiðslukostnaði. Það er hugað sérstaklega að nýtingu á plássinu þannig að menn eru að ná feikilega miklu út úr fáum fermetrum. Þannig að þú ert að ná öllu sem þú þarft út úr miklu færri fermetrum en menn eiga oft að venjast,“ segir Þórarinn.Sjá einnig: Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni Sænska sendiráðið og IKEA boða til ráðstefnu um máið hinn 4. nóvember þar sem fulltrúum ríkisvaldsins, sveitarstjórna, verkalýðshreyfingar, vertaka, arkitekta og allra sem eiga hagsmuna að gæta er boðið að koma og hitta sænska sérfræðinga á ýmsum sviðum sem tengjast þessum byggingarmöguleika. Sendiráðið sér um að taka á móti skráningum. Einingahúsin eru timburhús á steyptum grunni en ekki hefur verið byggt mikið af slíkum húsum í þéttbýli á Íslandi síðustu áratugi. Þórarinn minnir hins vegar á að töluvert sé byggt af timburhúsum í sumarhúsabyggðum og þau kölluð heilsárshús.Þetta eru ekkert verri hús en önnur hús? „Nei. Það er mikið kaldara í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en nokkru sinni á Íslandi. Og ef maður horfir á Grænland þá eru meira og minna öll hús þar úr tré. Þannig að ég held að þetta standist allt,“ segir Þórarinn.Og þið eruð kannski að hugsa sérstaklega til unga fólksins sem í dag á mjög erfitt með að koma sér upp húsnæði? „Það passar. Við erum að hugsa um unga fólkið. Því þetta er lang stærsta málið sem hvílir á þjóðinni í dag; hvernig getur ungt fólk komið sér þaki yfir höfuðið án þess að koma sér í margra áratuga skuldklafa,“ segir Þórarinn Ævarsson.
Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira