Fatlaðri konu meinaður aðgangur að American bar: „Svona framkoma er engan veginn í lagi“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. mars 2015 21:33 Ágústa vill sjá breytingar í samfélaginu. „Auðvitað hvarflaði það að mér að mér hefði ekki verið hleypt inn vegna fötlunar minnar. Eða af því að ég er kannski of þung. Sama hver skýringin er þá réttlætir hún ekki að einhver ákveðinn samfélagshópur sé útilokaður frá ákveðnum skemmtistað,“ segir Ágústa Arna Sigurdórsdóttir. Ágústa lenti í þeirri leiðinlegu reynslu á laugardagskvöld að vera meinaður aðgangur að skemmtistað án útskýringa. Hún skrifaði færslu á Facebook um atvikið og segir í samtali við Vísi að hún hafi sagt sögu sína í von um að breytingar verði í samfélaginu. Atvikinu lýsir Ágústa þannig að hún hafi verið að skemmta sér í bænum á laugardaginn og um hálf fjögur leytið ákveðið að kíkja á American bar þar sem vinkonur hennar voru fyrir. Þar sem hún stóð í röðinni fyrir utan koma strákar sem hún kannast við en þegar kemur að því að hleypa inn á staðinn er strákunum hleypt inn en ekki Ágústu. „Sem er sérstakt,“ segir Ágústa í Facebook færslunni. „Fyrir aftan mig eru tveir strákar sem segja við mig að ég geti bara komið inn með þeim. Dyraverðirnir koma aftur og strákarnir benda á mig og segja að ég sé með þeim,“ útskýrir hún. „En nei, strákunum er hleypt inn en ekki mér!“Aðeins „útvöldum“ hleypt inn Ágústa segist hafa leitað eftir skýringum á því hvers vegna dyraverðirnir hleypi henni ekki inn en að þá hafi þeir gengið í burtu hljóðalaust. Þegar vinkona hennar spurðist svo fyrir um ástæður þessa framferðis þeirra fengust þau svör að það séu aðeins útvaldir sem fái að koma inn. „Já takk fyrir það!“ Hún vill benda á að það sé ekki í lagi að mismuna fólki eftir útliti, kyni eða líkamlegum skerðingum. „Mín fötlun sést á mér og því getur verið að það hafi haft áhrif á ákvörðun dyravarðanna,“ segir hún. „En það breytir því ekki að það hafi verið réttlætanleg ástæða til að hleypa mér ekki inn á staðinn þó ég sé á einhvern hátt öðruvísi en hinir gestirnir. Ég ákvað að benda á þetta því mér finnst þetta ekki í lagi og vona að þetta leiði til einhverja breytinga."Eigendur skemmtistaðarins, American Bar, höfðu samband við Ágústu í dag til þess að biðja innilegrar afsökunar. „Það sýnir að þeir taka málið alvarlega og vonandi koma svona atvik ekki upp aftur,“ segir Ágústa en margir hafa haft samband við hana í dag og segjast ætla að sniðganga American Bar. „Mitt markmið var ekki að fá fólk til þess að sniðganga American Bar, langt í frá. Ég er eingöngu að benda á það að svona framkoma er engan veginn í lagi og að allir eiga að sitja við sama borð. Hvort það sé þegar kemur að aðgengi að skemmtistöðu eða einhverju öðru. Stundum þarf maður bara að segja frá því þegar hlutirnir eru ekki í lagi.“ Ágústa segist vona allir geti lært af þessu atviki. „Við erum öll mismunandi og það hversu margbreytileg mannlífsflóran er gerir lífið einfaldlega skemmtilegra.“ Tengdar fréttir Handtekinn fyrir dónalega tilburði á skemmtistað Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tæplega fertugan karlmann, sem hafði viðhaft dónalega tilburði við konur sem staddar voru á skemmtistað í umdæminu. 6. október 2014 14:33 Ráðist á Ásdísi Rán á Loftinu Árásin átti sér stað á nýársnótt og var konan sem réðst á Ásdísi Rán rekin útaf staðnum. 9. janúar 2015 19:10 „Það leiðinlega við þetta er í raun að vera niðurlægður svona og það út af kynþætti“ „Ég lendi í „handahófskenndri leit“ í fjórum af hverjum fimm skiptum sem ég ferðast, bæði á flugvellinum hér heima og erlendis,“ segir Alexander Jarl Abu-Samrah. 11. september 2014 14:42 Réðst á dyravörð á English pub Rúmlega fertugur karlmaður var í Hæstarétti Íslands í dag dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á English Pub við Austurstræti 12 í Reykjavík í ágúst 2012. 2. október 2014 19:36 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
„Auðvitað hvarflaði það að mér að mér hefði ekki verið hleypt inn vegna fötlunar minnar. Eða af því að ég er kannski of þung. Sama hver skýringin er þá réttlætir hún ekki að einhver ákveðinn samfélagshópur sé útilokaður frá ákveðnum skemmtistað,“ segir Ágústa Arna Sigurdórsdóttir. Ágústa lenti í þeirri leiðinlegu reynslu á laugardagskvöld að vera meinaður aðgangur að skemmtistað án útskýringa. Hún skrifaði færslu á Facebook um atvikið og segir í samtali við Vísi að hún hafi sagt sögu sína í von um að breytingar verði í samfélaginu. Atvikinu lýsir Ágústa þannig að hún hafi verið að skemmta sér í bænum á laugardaginn og um hálf fjögur leytið ákveðið að kíkja á American bar þar sem vinkonur hennar voru fyrir. Þar sem hún stóð í röðinni fyrir utan koma strákar sem hún kannast við en þegar kemur að því að hleypa inn á staðinn er strákunum hleypt inn en ekki Ágústu. „Sem er sérstakt,“ segir Ágústa í Facebook færslunni. „Fyrir aftan mig eru tveir strákar sem segja við mig að ég geti bara komið inn með þeim. Dyraverðirnir koma aftur og strákarnir benda á mig og segja að ég sé með þeim,“ útskýrir hún. „En nei, strákunum er hleypt inn en ekki mér!“Aðeins „útvöldum“ hleypt inn Ágústa segist hafa leitað eftir skýringum á því hvers vegna dyraverðirnir hleypi henni ekki inn en að þá hafi þeir gengið í burtu hljóðalaust. Þegar vinkona hennar spurðist svo fyrir um ástæður þessa framferðis þeirra fengust þau svör að það séu aðeins útvaldir sem fái að koma inn. „Já takk fyrir það!“ Hún vill benda á að það sé ekki í lagi að mismuna fólki eftir útliti, kyni eða líkamlegum skerðingum. „Mín fötlun sést á mér og því getur verið að það hafi haft áhrif á ákvörðun dyravarðanna,“ segir hún. „En það breytir því ekki að það hafi verið réttlætanleg ástæða til að hleypa mér ekki inn á staðinn þó ég sé á einhvern hátt öðruvísi en hinir gestirnir. Ég ákvað að benda á þetta því mér finnst þetta ekki í lagi og vona að þetta leiði til einhverja breytinga."Eigendur skemmtistaðarins, American Bar, höfðu samband við Ágústu í dag til þess að biðja innilegrar afsökunar. „Það sýnir að þeir taka málið alvarlega og vonandi koma svona atvik ekki upp aftur,“ segir Ágústa en margir hafa haft samband við hana í dag og segjast ætla að sniðganga American Bar. „Mitt markmið var ekki að fá fólk til þess að sniðganga American Bar, langt í frá. Ég er eingöngu að benda á það að svona framkoma er engan veginn í lagi og að allir eiga að sitja við sama borð. Hvort það sé þegar kemur að aðgengi að skemmtistöðu eða einhverju öðru. Stundum þarf maður bara að segja frá því þegar hlutirnir eru ekki í lagi.“ Ágústa segist vona allir geti lært af þessu atviki. „Við erum öll mismunandi og það hversu margbreytileg mannlífsflóran er gerir lífið einfaldlega skemmtilegra.“
Tengdar fréttir Handtekinn fyrir dónalega tilburði á skemmtistað Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tæplega fertugan karlmann, sem hafði viðhaft dónalega tilburði við konur sem staddar voru á skemmtistað í umdæminu. 6. október 2014 14:33 Ráðist á Ásdísi Rán á Loftinu Árásin átti sér stað á nýársnótt og var konan sem réðst á Ásdísi Rán rekin útaf staðnum. 9. janúar 2015 19:10 „Það leiðinlega við þetta er í raun að vera niðurlægður svona og það út af kynþætti“ „Ég lendi í „handahófskenndri leit“ í fjórum af hverjum fimm skiptum sem ég ferðast, bæði á flugvellinum hér heima og erlendis,“ segir Alexander Jarl Abu-Samrah. 11. september 2014 14:42 Réðst á dyravörð á English pub Rúmlega fertugur karlmaður var í Hæstarétti Íslands í dag dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á English Pub við Austurstræti 12 í Reykjavík í ágúst 2012. 2. október 2014 19:36 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Handtekinn fyrir dónalega tilburði á skemmtistað Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tæplega fertugan karlmann, sem hafði viðhaft dónalega tilburði við konur sem staddar voru á skemmtistað í umdæminu. 6. október 2014 14:33
Ráðist á Ásdísi Rán á Loftinu Árásin átti sér stað á nýársnótt og var konan sem réðst á Ásdísi Rán rekin útaf staðnum. 9. janúar 2015 19:10
„Það leiðinlega við þetta er í raun að vera niðurlægður svona og það út af kynþætti“ „Ég lendi í „handahófskenndri leit“ í fjórum af hverjum fimm skiptum sem ég ferðast, bæði á flugvellinum hér heima og erlendis,“ segir Alexander Jarl Abu-Samrah. 11. september 2014 14:42
Réðst á dyravörð á English pub Rúmlega fertugur karlmaður var í Hæstarétti Íslands í dag dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á English Pub við Austurstræti 12 í Reykjavík í ágúst 2012. 2. október 2014 19:36