Skömmu fyrir keppnina kom í ljós að Valtteri Bottas hefði ekki jafnað sig af bakmeiðslum sem hann varð fyrir í tímatökunni.
Bæði Kevin Magnussen á McLaren og Daniil Kvyat á Red Bull misstu af keppninni. Bílar þeirra biluðu á leiðinni á ráslínuna. Einungis 15 ökumenn ræstu af stað.
Pastor Maldonado datt út skömmu eftir fyrstu beygju keppninnar, hann lenti í samstuði við Felipe Nasr á Sauber. Öryggisbíllinn var ræstur út. Hinn Lotus ökumaðurinn Romain Grosjean hætti keppni á meðan öryggisbíllinn var úti á brautinni, hann skorti vélarafl.

Kimi Raikkonen á Ferrari tók tvö stopp og strax eftir seinna stoppið stöðvaði hann bílinn á brautinni. Keppnin var búin hjá honum á 41. hring. Vinstra afturdekkið var ekki orðið fast. Það er óöruggt þjónustuhlé. Sem gæti þýtt 10 sekúndna refsingu í Malasíu.
Á heildina litið voru liðin ryðguð að sjá, slök þjónustuhlé og klaufalegur akstur á köflum. Fyrir utan Mercedes sem virtist ekki geta gert neitt rangt.
Þegar tíu hringir voru eftir hóf Rosberg loka atlöguna að Hamilton. Bilið á milli þeirra var um tvær sekúndur þegar þar var komið við sögu. En allt kom fyrir ekki og Hamilton kom fyrstur í mark.
Sauber mennirnir Marcus Ericsson og Felipe Nasr gerðu gríðar vel í dag og náðu í mikilvæg stig fyrir liðið sem náði ekki í nein stig í fyrra.
Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar í gagnvirka stafræna kortinu.