Erlent

Sex látnir eftir að öflugur fellibylur gekk yfir Taívan

Atli Ísleifsson skrifar
Vindur hefur mælst 55 metrar á sekúndu.
Vindur hefur mælst 55 metrar á sekúndu. Vísir/AFP
Að minnsta kosti sex eru látnir og á annað hundrað slasaðir eftir að fellibylurinn Soudelor gekk yfir Taívan í morgun.

Gríðarlegt úrhelli og sterkir vindar hafa valdið rafmagnsleysi á heimilum 3,6 milljóna manna.

Að sögn talsmanns yfirvalda er fjögurra manna enn saknað. Fleiri hundruð flugferðum hefur verið frestað eða aflýst og hafa rúmlega 9.900 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín.

Vísir/AFP
Taívanskir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af trjám sem hafa rifnað upp með rótum og rafmagnsstaurum sem hafa brotnað.

„Það mun draga úr storminum en við eigum von á frekari rigningum, sér í lagi í suðurhluta Taívan,“ segir fulltrúi Veðurstofu eyjunnar.

Í frétt Reuters segir að vindur hafi mælst 55 metrar á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×