Lífið

Tónleikaveisla Stuðmanna í Hörpu í kvöld

Gleðigjafarnir í Stuðmönnum héldu tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í kvöld í tilefni fjörutíu ára afmælis fyrstu plötu sveitarinnar, Sumar á Sýrlandi. Sveitin kemur svo fram á þriðju tónleikunum á morgun.

Margt var um manninn bæði í salnum og á sviðinu, en alls voru sextán manns þar samankomnir í einu þegar mest lét. Meðal þeirra sem komu fram með Stuðmönnum á tónleikunum voru þau Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona og Eggert Þorleifsson, sem fór á kostum í hlutverki Dúdda rótara.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis, mætti á staðinn og glæsilegum myndum af tónleikaveislunni sem sjá má í myndasafninu hér fyrir neðan.

Stuðmenn hafa engu gleymt.Vísir/Ernir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×