Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júní 2015 13:17 Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kvartaði undan dónaskap einstakra þingmanna í umræðum á Alþingi í dag og sagðist eiga erfitt með að tileinka sér góða siði sem henni hefðu verið kenndir í uppeldinu um samskipti við fólk við þessar aðstæður. „Eins og umhverfið hefur verið er valda boðlegt að vinna hér. Gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát þeim gildum sem foreldrar mínir sendu mig út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert og að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki,“ sagði Jóhanna í upphafi ræðu sinnar en bætti svo við að hegðan margra þingmanna gerði henni það erfitt um vik. Það væri ólíðandi að þurfa að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. Sé slíkt tal ómissandi væri réttast að færa það úr þingsal og inn á þingflokksfundi eða bakherbergi þingsins. „Ef þetta væri annar vinnustaður og mér dytti í hug að kalla samstarfsfólk mitt hryggleysingja, lindýr, talíbana, dólga og einræðisherra eða ef ég myndi líkja þeim við menn sem framið hafa hræðilega glæpi, fjöldamorð eða annað sem hefur sett svartan blett á heimssöguna, þá væri ekki lengið að kalla mig inn á teppið.“ Jóhanna lagði því til að þingmenn myndu líta í eigin barm og skoða gildi sín og mannleg samskipti. Einnig fór hún fram á að þjóðkjörnir fulltrúarnir myndu láta af frammíköllum úr salnum enda væri slíkt lágmarkskurteisi. Alþingi Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kvartaði undan dónaskap einstakra þingmanna í umræðum á Alþingi í dag og sagðist eiga erfitt með að tileinka sér góða siði sem henni hefðu verið kenndir í uppeldinu um samskipti við fólk við þessar aðstæður. „Eins og umhverfið hefur verið er valda boðlegt að vinna hér. Gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát þeim gildum sem foreldrar mínir sendu mig út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert og að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki,“ sagði Jóhanna í upphafi ræðu sinnar en bætti svo við að hegðan margra þingmanna gerði henni það erfitt um vik. Það væri ólíðandi að þurfa að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. Sé slíkt tal ómissandi væri réttast að færa það úr þingsal og inn á þingflokksfundi eða bakherbergi þingsins. „Ef þetta væri annar vinnustaður og mér dytti í hug að kalla samstarfsfólk mitt hryggleysingja, lindýr, talíbana, dólga og einræðisherra eða ef ég myndi líkja þeim við menn sem framið hafa hræðilega glæpi, fjöldamorð eða annað sem hefur sett svartan blett á heimssöguna, þá væri ekki lengið að kalla mig inn á teppið.“ Jóhanna lagði því til að þingmenn myndu líta í eigin barm og skoða gildi sín og mannleg samskipti. Einnig fór hún fram á að þjóðkjörnir fulltrúarnir myndu láta af frammíköllum úr salnum enda væri slíkt lágmarkskurteisi.
Alþingi Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira