Lífið

Ungur drengur safnaði hári fyrir krabbameinssjúk börn

Atli Ísleifsson skrifar
Christian McPhilamy, átta ára.
Christian McPhilamy, átta ára. Mynd/Deanna Thomas
Bandaríski drengurinn Christian McPhilamy, átta ára, fór í klippingu í síðasta mánuði eftir að hafa safnaði hári í tvö ár fyrir krabbameinssjúk börn.

Í frétt Today segir að Christian hafi þurft að ganga í gegnum það að vera strítt vegna hársins og þolað vandlætingarsvipi frá fullorðnum – einungis til að hann gæti aðstoðað veik börn sem höfðu misst hár sitt eftir að hafa greinst með krabbamein.

Christian byrjaði að safna hári fyrir rúmum tveimur árum í kjölfar þess að hafa séð fréttainnslag þar sem sagt var að krabbameinssjúk börn gætu notið góðs af hári úr öðrum.

Um miðjan síðasta mánuð var svo komið að stóra deginum þar sem hann fór loks í klippingu. Kom hann lokkunum í hendur hjálparsamtaka fyrir krabbameinssjúk börn sem komu þeim svo áfram í góðar hendur.

Móðir hans, Deeanna Thomas, segist gáttuð á staðfestu drengsins. „Christian er með svo stórt hjarta. Ég er ekki viss um hvort til séu nægilega sterk orð til að lýsa hvað ég er stolt af honum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×