Enski boltinn

Umboðsmaður Birkis: Ég get ekki tjáð mig um þetta

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birkir Bjarnason gæti verið á leið til Englands.
Birkir Bjarnason gæti verið á leið til Englands. vísir/getty
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur undanfarna daga verið sterklega orðaður við enska B-deildar liðið Leeds United.

Birkir á tvo leiki eftir með Pescara í ítölsku B-deildinni, en það eru umpilsleikir gegn Bologna um laust sæti í Seríu A. Birkir gæti þó sleppt seinni leiknum vegna landsleiks Íslands og Tékklands.

Uwe Rösler, nýráðinn knattspyrnustjóri Leeds, þekkir vel til Birkis, en hann þjálfaði íslenska landsliðsmanninn í þrjú ár hjá Viking í Stavanger frá 2006-2009.

Samningur Birkis rennur út eftir leiktíðina og getur Leeds því fengið hann frítt í sumar.

Staðarblaðið Yorkshire Evening Post hafði samband við Jim Solbakken, umboðsmann Birkis, og spurði hvort eitthvað væri til í þessum orðrómum.

„Ég get ekki tjá mig um þetta,“ sagði Solbakken við blaðið, en eðlilega halda menn spilunum þétt að sér þar til eftir umspilsleikina.

Rösler sagði þegar hann tók við Leeds að hann væri opinn fyrir því að ná í nýja leikmenn utan Englands og gæti hann leitað til hins 27 ára gamla Birkis sem skoraði tíu mörk af miðjunni í 37 leikjum á tíambilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×