Erlent

Forsætisráðherra Rúmeníu sakaður um peningaþvætti og skattaundanskot

Atli Ísleifsson skrifar
Victor Ponta tók við embætti forsætisráðherra Rúmerníu árið 2012.
Victor Ponta tók við embætti forsætisráðherra Rúmerníu árið 2012. Vísir/AFP
Saksóknarar í Rúmeníu hafa Victor Ponta, forsætisráðherra landsins, til rannsóknar vegna gruns um að hann tengist efnahagsbrotarannsókn sem nú stendur yfir.

Reuters hefur þetta eftir heimildarmönnum, sem segja ráðherrann grunaðan um brot.

Að sögn Reuters er Ponta meðal annars grunaður um peningaþvætti og skattaundanskot.

Ponta tók við embætti forsætisráðherra Rúmerníu árið 2012.

Uppfært klukkan 10:15:

Klaus Iohannis Rúmeníuforseti hefur beðið Ponta um að segja af sér embætti vegna ásakananna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×