Djassinn vakir í kvöld Magnús Guðmundsson skrifar 5. júní 2015 11:30 Guðmundur Steingrímsson spilaði með Guðmundi Ingólfssyni um árabil og nutu tónleikar þeirra mikilla vinsælda. Visir/Vilhelm Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti lést árið 1992 eftir einstaklega glæstan og farsælan feril en hann var ótvírætt á meðal helstu djasstónlistarmanna þjóðarinnar. Á síðasta ári efndu félagar Guðmundar í djassinum til minningartónleika undir yfirskriftinni Guðmundarvaka á Café Rosenberg sem þóttu takast ljómandi vel. Í framhaldinu var ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði á afmælisdegi Guðmundar þann 5. júní. Það eru gamlir félagar Guðmundar Ingólfssonar sem munu leika á Guðmundarvöku 2015 í kvöld kl. 22 á Café Rosenberg en bandið skipa þeir Reynir Sigurðsson, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson og Guðmundur „Papa-jazz“ Steingrímsson. Einnig syngur Janis Carol nokkur lög en hún söng með Guðmundi Ingólfssyni í upphafi ferils síns. Guðmundur Steingrímsson spilaði lengi með nafna sínum Ingólfssyni og hann minnist þess þegar djassvakningin var að komast á flug á Íslandi. „Við spiluðum mikið saman um þrettán ára skeið. Ég var líka að spila með Hauki Morthens og Ragga Bjarna en við nafni vorum saman í djassinum. Þegar Guðmundur Ingólfsson kom frá Noregi 1977 þá vildi þannig til að það var verið að rífa upp starfssemina í Stúdentakjallaranum og við spiluðum þar reglulega ásamt Pálma Gunnars, Þórði Högna og fleiri góðum. Við Guðmundur vorum bæði þarna og í Djúpinu en sá staður átti líka mikinn þátt í þessari vakningu. Við stofnuðum svo Jazzvakningu 1975 og þá var Venni Linnet kominn inn í starfið. Þetta var heilmikið djasslíf.“ Það má búast við þessari gömlu góðu djassstemningu og miklu stuði á Café Rosenberg í kvöld. Efnisskráin er sú sama og Tríó Guðmundar Ingólfssonar var með á sínum tíma í bland við standarda. Þar á meðal ætlar Janis Carol að syngja Vorblómin anga eftir Guðmund Ingólfsson og móður hans, Oddfríði Sæmundsdóttur. Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti lést árið 1992 eftir einstaklega glæstan og farsælan feril en hann var ótvírætt á meðal helstu djasstónlistarmanna þjóðarinnar. Á síðasta ári efndu félagar Guðmundar í djassinum til minningartónleika undir yfirskriftinni Guðmundarvaka á Café Rosenberg sem þóttu takast ljómandi vel. Í framhaldinu var ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði á afmælisdegi Guðmundar þann 5. júní. Það eru gamlir félagar Guðmundar Ingólfssonar sem munu leika á Guðmundarvöku 2015 í kvöld kl. 22 á Café Rosenberg en bandið skipa þeir Reynir Sigurðsson, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson og Guðmundur „Papa-jazz“ Steingrímsson. Einnig syngur Janis Carol nokkur lög en hún söng með Guðmundi Ingólfssyni í upphafi ferils síns. Guðmundur Steingrímsson spilaði lengi með nafna sínum Ingólfssyni og hann minnist þess þegar djassvakningin var að komast á flug á Íslandi. „Við spiluðum mikið saman um þrettán ára skeið. Ég var líka að spila með Hauki Morthens og Ragga Bjarna en við nafni vorum saman í djassinum. Þegar Guðmundur Ingólfsson kom frá Noregi 1977 þá vildi þannig til að það var verið að rífa upp starfssemina í Stúdentakjallaranum og við spiluðum þar reglulega ásamt Pálma Gunnars, Þórði Högna og fleiri góðum. Við Guðmundur vorum bæði þarna og í Djúpinu en sá staður átti líka mikinn þátt í þessari vakningu. Við stofnuðum svo Jazzvakningu 1975 og þá var Venni Linnet kominn inn í starfið. Þetta var heilmikið djasslíf.“ Það má búast við þessari gömlu góðu djassstemningu og miklu stuði á Café Rosenberg í kvöld. Efnisskráin er sú sama og Tríó Guðmundar Ingólfssonar var með á sínum tíma í bland við standarda. Þar á meðal ætlar Janis Carol að syngja Vorblómin anga eftir Guðmund Ingólfsson og móður hans, Oddfríði Sæmundsdóttur.
Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira