Enski boltinn

Mourinho: Mig langaði að drepa manninn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho var reiður.
José Mourinho var reiður. vísir/getty
Chelsea varð deildabikarmeistari á Englandi í gær í fimmta sinn þegar liðið vann Tottenham í Lundúnaslag, 2-0.

Dagurinn byrjaði jafnvel og hann endaði fyrir Chelsea því í hádeginu í gær tapaði Manchester City fyrir Liverpool. Það er var heldur betur vatn á myllu Chelsea í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Sjá einnig:Bikarinn á Brúnna | Sjáðu mörkin

Leikmenn og þjálfaralið Chelsea voru í rútu á leiðinni á Wembley þegar leikur Liverpool og Manchester City var að klárast. Mourinho lét slökkva á sjónvarpinu og vildi helst ekki að nokkur maður vissi úrslitin úr leiknum.

„Ég vissi að það var ómögulegt að halda úrslitunum leyndum, en ég vildi hafa slökkt á sjónvarpinu á hótelinu og í rútunni,“ segir Mourinho.

„Ég sagði öllum að ég vildi ekki að neinn myndi svekkja sig ef City myndi skora á síðustu mínútunum eða Liverpool myndi vinna. Ég vildi algjöra þögn.“

Sjá einnig:Mourinho: Fagna eins og lítið barn

Þetta tókst ágætlega hjá Mourinho, en þegar leikur Liverpool og Man. City var flautaður af fagnaði Silvino Louro, aðstoðarþjálfari Chelsea, í stúkunni.

„Þetta gekk vel en síðan hoppaði einn starfsmaður minn í rútunni, Silvinho. Mig langaði að drepa manninn. Hann braut regluna,“ segir José Mourinho.

Sem betur fyrir fyrir Louro vann Chelsea leikinn og er liðið því búið að hirða einn bikar. Það getur enn unnið þrjá til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×