Vísar ásökunum í garð kaupmanna aftur til fjárhúsanna ingvar haraldsson skrifar 2. mars 2015 13:55 Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni er ósáttur við ásakanir Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna, í garð kaupmanna. vísir/gva „Ég vísa þessum fullyrðingum aftur til fjárhúsanna,“ segir Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni um ásakanir Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna, í garð kaupmanna. Sindri sagði á Búnaðarþingi í gær að kaupmenn væru ekki með hag neytenda í huga þegar þeir töluðu fyrir auknum innflutningi landbúnaðarafurða.Sjá einnig: Segir flest benda til þess að stórkaupmenn hugsi aðeins um eigin hag„Þetta hafa þeir oft gert undir þeim formerkjum að þeir beri hag neytenda fyrir brjósti þrátt fyrir að flest bendi til þess að þeir séu að aðeins að hugsa um eigin hag,“ sagði Sindri og bætti við að þrátt fyrir aukinn innflutning á búvörum hefði vöruverð til neytenda ekki lækkað heldur hefði arður verslunarkeðja aukist. Pétur telur að íslenskur landbúnaður ætti frekar að líta sér nær og takast á við aukna samkeppni. „Það hlýtur að vera eitthvað að ef við getum ekki verið samkeppnishæf þó þetta sé lítill markaður.“Vill að neytendur fái val Hann segir af og frá að kaupmenn hagnist verulega á innfluttum matvælum enda sé samkeppnin hörð. „Kaupmaðurinn er ekki að fá mikið. Af hverju eru ekki fleiri kjötbúðir eða kjötborð? Það er samkeppni í öllu og það skilar sér til neytenda.“ Pétur segir kröfur frá viðskiptavinum um aukið vöruúrval. „Það er hægt að kaupa kjöt erlendis og koma með heim. Það er í lagi en ekki að kaupa það hér á landi. Gefum fólki val,“ segir Pétur.Sjá einnig: Embættismenn draga lappirnar í sveppunum Pétur telur tolllagningu á landbúnaðarafurðum allt of mikla sem skili sér í hærra afurðaverði. Kjöt og ostar beri til að mynda allt of háa verndartolla að mati Péturs. „Það eru jafnvel verndartollar á vörum sem eru ekki til hérna,“ segir hann.Pétur segir af og frá að kaupmenn hagnist verulega á innfluttum matvælum enda séu þeir hátt tolllagðir.vísir/stefánPétur bendir einnig á að kjötvinnslur taki talsverðan hluta af verði á innfluttu kjöti fyrir utan þá tolla sem lagðir eru á matvæli. „En þetta er fámennt land og vinnslurnar eru litlar. Svo eru kröfur rosalega miklar um t.d. heilbrigði svo það er mikill kostnaður hjá vinnslunum,“ segir Pétur. Innflutningur á búvörum hefur aukist á síðustu árum því að skortur hafi verið á afurðum að sögn Péturs. „Vegna allra þessara ferðamanna hefur innflutningur aukist af því það vantar vörur. En ég hef ekki séð það hækka verð. Þetta hefur frekar valdið því að verð lækki, líka á innlendum landbúnaðarafurðum,“ segir kaupmaðurinn.Spyr hver greiði fyrir sölu lambakjöts erlendis Pétur bætir við að bændur þurfi líka á kaupmönnum að halda til að selja vöruna sína og nefnir sem dæmi sölu á íslensku lambakjöti erlendis. „Það er búið að reyna að flytja út lambakjöt með ærnum tilkostnaði en gengur samt ekki að selja það nógu vel. Hvaðan koma peningarnir sem fara í kynningar erlendis og niðurgreiðslur á kjöt til útlanda? Það væri gaman að fá að vita það. Er það í verðinu sem við erum að borga í dag?“, segir Pétur en leggur áherslu á að bændur og kaupmenn þurfi að vinna saman. „Við þurfum öll að vinna saman. Við ætlum ekki fara í stríð við bændur en fólk vill val,“ segir hann. Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Ég vísa þessum fullyrðingum aftur til fjárhúsanna,“ segir Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni um ásakanir Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna, í garð kaupmanna. Sindri sagði á Búnaðarþingi í gær að kaupmenn væru ekki með hag neytenda í huga þegar þeir töluðu fyrir auknum innflutningi landbúnaðarafurða.Sjá einnig: Segir flest benda til þess að stórkaupmenn hugsi aðeins um eigin hag„Þetta hafa þeir oft gert undir þeim formerkjum að þeir beri hag neytenda fyrir brjósti þrátt fyrir að flest bendi til þess að þeir séu að aðeins að hugsa um eigin hag,“ sagði Sindri og bætti við að þrátt fyrir aukinn innflutning á búvörum hefði vöruverð til neytenda ekki lækkað heldur hefði arður verslunarkeðja aukist. Pétur telur að íslenskur landbúnaður ætti frekar að líta sér nær og takast á við aukna samkeppni. „Það hlýtur að vera eitthvað að ef við getum ekki verið samkeppnishæf þó þetta sé lítill markaður.“Vill að neytendur fái val Hann segir af og frá að kaupmenn hagnist verulega á innfluttum matvælum enda sé samkeppnin hörð. „Kaupmaðurinn er ekki að fá mikið. Af hverju eru ekki fleiri kjötbúðir eða kjötborð? Það er samkeppni í öllu og það skilar sér til neytenda.“ Pétur segir kröfur frá viðskiptavinum um aukið vöruúrval. „Það er hægt að kaupa kjöt erlendis og koma með heim. Það er í lagi en ekki að kaupa það hér á landi. Gefum fólki val,“ segir Pétur.Sjá einnig: Embættismenn draga lappirnar í sveppunum Pétur telur tolllagningu á landbúnaðarafurðum allt of mikla sem skili sér í hærra afurðaverði. Kjöt og ostar beri til að mynda allt of háa verndartolla að mati Péturs. „Það eru jafnvel verndartollar á vörum sem eru ekki til hérna,“ segir hann.Pétur segir af og frá að kaupmenn hagnist verulega á innfluttum matvælum enda séu þeir hátt tolllagðir.vísir/stefánPétur bendir einnig á að kjötvinnslur taki talsverðan hluta af verði á innfluttu kjöti fyrir utan þá tolla sem lagðir eru á matvæli. „En þetta er fámennt land og vinnslurnar eru litlar. Svo eru kröfur rosalega miklar um t.d. heilbrigði svo það er mikill kostnaður hjá vinnslunum,“ segir Pétur. Innflutningur á búvörum hefur aukist á síðustu árum því að skortur hafi verið á afurðum að sögn Péturs. „Vegna allra þessara ferðamanna hefur innflutningur aukist af því það vantar vörur. En ég hef ekki séð það hækka verð. Þetta hefur frekar valdið því að verð lækki, líka á innlendum landbúnaðarafurðum,“ segir kaupmaðurinn.Spyr hver greiði fyrir sölu lambakjöts erlendis Pétur bætir við að bændur þurfi líka á kaupmönnum að halda til að selja vöruna sína og nefnir sem dæmi sölu á íslensku lambakjöti erlendis. „Það er búið að reyna að flytja út lambakjöt með ærnum tilkostnaði en gengur samt ekki að selja það nógu vel. Hvaðan koma peningarnir sem fara í kynningar erlendis og niðurgreiðslur á kjöt til útlanda? Það væri gaman að fá að vita það. Er það í verðinu sem við erum að borga í dag?“, segir Pétur en leggur áherslu á að bændur og kaupmenn þurfi að vinna saman. „Við þurfum öll að vinna saman. Við ætlum ekki fara í stríð við bændur en fólk vill val,“ segir hann.
Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira