Vinnuvikan stytt hjá tveimur opinberum stofnunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2015 13:56 vísir/vilhelm Reykjavíkurborg fór í dag af stað með tilraunaverkefni um styttri vinnu viku án launaskerðinga. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts auk starfsmanna Barnaverndar munu vinna í 35 klukkustundir á viku í stað 40 stunda og mun tiraunin standa yfir í eitt ár. Alls munu 65 starfsmenn taka þátt í verkefninu en þessir vinnustaðir urðu fyrir valinu því þar er oftar en ekki unnið undir miklu álagi. Skipaður var starfshópur til að útfæra verkefnið og valdi hann sömuleiðis heppilega vinnustaði til tilraunarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í þjónustumiðstöðinni mun hver vinnudagur styttast um eina klukkustund en hjá Barnavernd lýkur hefðbundinni vinnuviku á hádegi síðasta virka vinnudag hverrar vinnuviku. Starfsmaður á bakvakt mun þá taka við brýnum verkefnum. Skoðað verður hvaða áhrif styttri vinnuvika hefur á starfsfólk, heilsu þeirra, vellíðan, starfsanda og þjónustu að teknu tilliti til þess að það komi ekki niður á framleiðni, gæðum og hagkvæmni. Með viðhorfskönnunum verður andleg og líkamleg líðan starfsmanna mæld, álag í starfi, starfsánægja, væntingar og samræmi milli vinnu og einkalífs. Þá verður fylgst með málaskrá, fjölda símtala, yfirvinnu starfsmanna, starfsmannaveltu, fjölda vinnustunda, fjarvistum og kostnaði sem felst í því að lengja bakvaktir hjá Barnavernd. Opinberir starfsmenn á Íslandi vinna lengri vinnuviku en víðast hvar í öðrum Evrópusambandsríkjum. Rannsóknir sýna að langur vinnutími dregur bæði úr framleiðni og starfsánægju. Tengdar fréttir Stytting vinnuviku í Reykjavík Nú um mánaðamótin hefst afar spennandi tilraunaverkefni í Reykjavík um styttingu vinnudags án launaskerðingar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar; 2. mars 2015 09:41 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Reykjavíkurborg fór í dag af stað með tilraunaverkefni um styttri vinnu viku án launaskerðinga. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts auk starfsmanna Barnaverndar munu vinna í 35 klukkustundir á viku í stað 40 stunda og mun tiraunin standa yfir í eitt ár. Alls munu 65 starfsmenn taka þátt í verkefninu en þessir vinnustaðir urðu fyrir valinu því þar er oftar en ekki unnið undir miklu álagi. Skipaður var starfshópur til að útfæra verkefnið og valdi hann sömuleiðis heppilega vinnustaði til tilraunarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í þjónustumiðstöðinni mun hver vinnudagur styttast um eina klukkustund en hjá Barnavernd lýkur hefðbundinni vinnuviku á hádegi síðasta virka vinnudag hverrar vinnuviku. Starfsmaður á bakvakt mun þá taka við brýnum verkefnum. Skoðað verður hvaða áhrif styttri vinnuvika hefur á starfsfólk, heilsu þeirra, vellíðan, starfsanda og þjónustu að teknu tilliti til þess að það komi ekki niður á framleiðni, gæðum og hagkvæmni. Með viðhorfskönnunum verður andleg og líkamleg líðan starfsmanna mæld, álag í starfi, starfsánægja, væntingar og samræmi milli vinnu og einkalífs. Þá verður fylgst með málaskrá, fjölda símtala, yfirvinnu starfsmanna, starfsmannaveltu, fjölda vinnustunda, fjarvistum og kostnaði sem felst í því að lengja bakvaktir hjá Barnavernd. Opinberir starfsmenn á Íslandi vinna lengri vinnuviku en víðast hvar í öðrum Evrópusambandsríkjum. Rannsóknir sýna að langur vinnutími dregur bæði úr framleiðni og starfsánægju.
Tengdar fréttir Stytting vinnuviku í Reykjavík Nú um mánaðamótin hefst afar spennandi tilraunaverkefni í Reykjavík um styttingu vinnudags án launaskerðingar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar; 2. mars 2015 09:41 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Stytting vinnuviku í Reykjavík Nú um mánaðamótin hefst afar spennandi tilraunaverkefni í Reykjavík um styttingu vinnudags án launaskerðingar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar; 2. mars 2015 09:41