Vinnuvikan stytt hjá tveimur opinberum stofnunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2015 13:56 vísir/vilhelm Reykjavíkurborg fór í dag af stað með tilraunaverkefni um styttri vinnu viku án launaskerðinga. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts auk starfsmanna Barnaverndar munu vinna í 35 klukkustundir á viku í stað 40 stunda og mun tiraunin standa yfir í eitt ár. Alls munu 65 starfsmenn taka þátt í verkefninu en þessir vinnustaðir urðu fyrir valinu því þar er oftar en ekki unnið undir miklu álagi. Skipaður var starfshópur til að útfæra verkefnið og valdi hann sömuleiðis heppilega vinnustaði til tilraunarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í þjónustumiðstöðinni mun hver vinnudagur styttast um eina klukkustund en hjá Barnavernd lýkur hefðbundinni vinnuviku á hádegi síðasta virka vinnudag hverrar vinnuviku. Starfsmaður á bakvakt mun þá taka við brýnum verkefnum. Skoðað verður hvaða áhrif styttri vinnuvika hefur á starfsfólk, heilsu þeirra, vellíðan, starfsanda og þjónustu að teknu tilliti til þess að það komi ekki niður á framleiðni, gæðum og hagkvæmni. Með viðhorfskönnunum verður andleg og líkamleg líðan starfsmanna mæld, álag í starfi, starfsánægja, væntingar og samræmi milli vinnu og einkalífs. Þá verður fylgst með málaskrá, fjölda símtala, yfirvinnu starfsmanna, starfsmannaveltu, fjölda vinnustunda, fjarvistum og kostnaði sem felst í því að lengja bakvaktir hjá Barnavernd. Opinberir starfsmenn á Íslandi vinna lengri vinnuviku en víðast hvar í öðrum Evrópusambandsríkjum. Rannsóknir sýna að langur vinnutími dregur bæði úr framleiðni og starfsánægju. Tengdar fréttir Stytting vinnuviku í Reykjavík Nú um mánaðamótin hefst afar spennandi tilraunaverkefni í Reykjavík um styttingu vinnudags án launaskerðingar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar; 2. mars 2015 09:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Reykjavíkurborg fór í dag af stað með tilraunaverkefni um styttri vinnu viku án launaskerðinga. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts auk starfsmanna Barnaverndar munu vinna í 35 klukkustundir á viku í stað 40 stunda og mun tiraunin standa yfir í eitt ár. Alls munu 65 starfsmenn taka þátt í verkefninu en þessir vinnustaðir urðu fyrir valinu því þar er oftar en ekki unnið undir miklu álagi. Skipaður var starfshópur til að útfæra verkefnið og valdi hann sömuleiðis heppilega vinnustaði til tilraunarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í þjónustumiðstöðinni mun hver vinnudagur styttast um eina klukkustund en hjá Barnavernd lýkur hefðbundinni vinnuviku á hádegi síðasta virka vinnudag hverrar vinnuviku. Starfsmaður á bakvakt mun þá taka við brýnum verkefnum. Skoðað verður hvaða áhrif styttri vinnuvika hefur á starfsfólk, heilsu þeirra, vellíðan, starfsanda og þjónustu að teknu tilliti til þess að það komi ekki niður á framleiðni, gæðum og hagkvæmni. Með viðhorfskönnunum verður andleg og líkamleg líðan starfsmanna mæld, álag í starfi, starfsánægja, væntingar og samræmi milli vinnu og einkalífs. Þá verður fylgst með málaskrá, fjölda símtala, yfirvinnu starfsmanna, starfsmannaveltu, fjölda vinnustunda, fjarvistum og kostnaði sem felst í því að lengja bakvaktir hjá Barnavernd. Opinberir starfsmenn á Íslandi vinna lengri vinnuviku en víðast hvar í öðrum Evrópusambandsríkjum. Rannsóknir sýna að langur vinnutími dregur bæði úr framleiðni og starfsánægju.
Tengdar fréttir Stytting vinnuviku í Reykjavík Nú um mánaðamótin hefst afar spennandi tilraunaverkefni í Reykjavík um styttingu vinnudags án launaskerðingar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar; 2. mars 2015 09:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Stytting vinnuviku í Reykjavík Nú um mánaðamótin hefst afar spennandi tilraunaverkefni í Reykjavík um styttingu vinnudags án launaskerðingar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar; 2. mars 2015 09:41