Erlent

Munu flytja fjögur þúsund ríkisstörf frá Kaupmannahöfn

Atli Ísleifsson skrifar
Lars Løkke Rasmussen og Venstre talaði í kosningabaráttunni fyrir flutningi ríkisstofnana út á land.
Lars Løkke Rasmussen og Venstre talaði í kosningabaráttunni fyrir flutningi ríkisstofnana út á land. Vísir/AFP
Danska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún muni verja um 400 milljónum danskra króna, um 7,6 milljarða íslenskra króna, til að flytja ríkisstofnanir og alls um 3.900 ríkisstörf frá Kaupmannahöfn til annarra staða í landinu.

Lars Løkke Rasmussen greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. „Þetta verður mesti starfsflutningur í Danmörku í sögunni, þar sem við munum flytja rúmlega tíunda hvert stöðugildi á vegum ríkisins frá höfuðborginni og til fjögurra annarra svæða í landinu,“ sagði forsætisráðherrann.

Í frétt á vef danska ríkisútvarpsins kemur fram að Rasmussen segi að flutningur starfanna muni taka um tvö ár.

Fjármálaráðherrann Claus Hjort Frederiksen segist vonast til að þeir sem sinna störfunum nú munu sjálfir flytja á þá staði sem til stendur að flytja stofnanirnar og þar með störfin. Mikilvægt sé að ekki glata þeirri þekkingu sem starfsfólk býr yfir.

Áætlanir ríkisstjórnarinnar hafa sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá fulltrúum stéttarfélaga.

Ríkisstjórnin vinnur nú að því að kortleggja hvaða stofnanir skulu fluttar frá Kaupmannahöfn. Í kosningabaráttunni í vor benti utanríkisráðherrann Kristian Jensen á að Landmælingar Danmerkur gætu til að mynda verið fluttar frá höfuðborgarinnar til Álaborgar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×