Erlent

París segir stubbunum stríð á hendur

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Árlega safna 4.900 starfsmenn borgarinnar saman 350 tonnum af sígarettustubbum
Árlega safna 4.900 starfsmenn borgarinnar saman 350 tonnum af sígarettustubbum Vísir/Getty Images
Frá og með deginum í dag mun það kosta reykingamenn í París tæpar tíu þúsund krónur að henda sígarettustubbum á götur borgarinnar.

Sektirnar eru lagðar á í von um að halda götunum hreinum, en árlega safna 4.900 starfsmenn borgarinnar saman 350 tonnum af sígarettustubbum á götum borgarinnar, sem spanna 2.900 kílómetra af gangstígum og 1.600 kílómetra af vegum, samkvæmt yfirlýsingu Parísarborgar.

Stubbavandinn jókst mikið árið 2006 þegar reykingar voru bannaðar á almenningsstöðum, eins og börum og veitingahúsum, og reykingafólk færði sig út á göturnar með sígarettuna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×