Ekki vænlegt til árangurs að taka teikniblokkina með ofan í laugina Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. október 2015 10:00 Hér má sjá Rán með nokkrar af teikningunum sem verða til sýnis. Vísir/Stefán Í dag opnar teiknarinn Rán Flygenring sýningu í Spark design space þar sem hún sýnir afrakstur liðins sumars, um 150 teikningar sem hún vann á ferð um landið. Viðfangsefni margra teikninganna er sund- og baðmenning á Íslandi. „Þetta eru skissur og smásögur héðan og þaðan. Svona stemningsmyndir með fókus á bað- og sundmenningu,“ segir Rán. Við tilefnið verður einnig sýnd stutt heimildarmynd eftir kvikmyndagerðarmanninn Sebastian Ziegler um tilurð verkefnisins. „Verkefnið svona sprettur upp úr því að ég fer mikið í sund,“ segir hún og hlær. „Sundið er svo íslenskt og mikið af efni sem er hægt að vinna með. Hvernig maður á að gera þetta allt saman. Þetta er hreyfing, það þarf að þrífa sig og svo er sundlaugin líka einhvers konar staður til að hittast og spjalla.“ Teikningarnar vann Rán flestar á bakka sund- og náttúrulauga enda ekki sérlega vænlegt til árangurs að hætta sér ofan í með teikniblokkina. „Það er svona eins og þegar maður missir brauðsneið þá dettur hún alltaf á hliðina þar sem áleggið er. Þegar maður fer ofan í með teiknibók þá endar það bara á einn veg,“ segir hún og hlær.Sýningin verður opnuð í Spark design space á Klapparstíg í dag klukkan 17.00. Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í dag opnar teiknarinn Rán Flygenring sýningu í Spark design space þar sem hún sýnir afrakstur liðins sumars, um 150 teikningar sem hún vann á ferð um landið. Viðfangsefni margra teikninganna er sund- og baðmenning á Íslandi. „Þetta eru skissur og smásögur héðan og þaðan. Svona stemningsmyndir með fókus á bað- og sundmenningu,“ segir Rán. Við tilefnið verður einnig sýnd stutt heimildarmynd eftir kvikmyndagerðarmanninn Sebastian Ziegler um tilurð verkefnisins. „Verkefnið svona sprettur upp úr því að ég fer mikið í sund,“ segir hún og hlær. „Sundið er svo íslenskt og mikið af efni sem er hægt að vinna með. Hvernig maður á að gera þetta allt saman. Þetta er hreyfing, það þarf að þrífa sig og svo er sundlaugin líka einhvers konar staður til að hittast og spjalla.“ Teikningarnar vann Rán flestar á bakka sund- og náttúrulauga enda ekki sérlega vænlegt til árangurs að hætta sér ofan í með teikniblokkina. „Það er svona eins og þegar maður missir brauðsneið þá dettur hún alltaf á hliðina þar sem áleggið er. Þegar maður fer ofan í með teiknibók þá endar það bara á einn veg,“ segir hún og hlær.Sýningin verður opnuð í Spark design space á Klapparstíg í dag klukkan 17.00.
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira