Valur fór langleiðina með að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla með 3-2 sigri á Þórsurum í dag. Leikið var í Egilshöll.
Patrick Pedersen og Andri Adolphsson skoruðu fyrir Val á annari og sjöundu mínútu, en Kristinn Freyr Sigurðsson fékk rautt spjald hjá Val eftir 21. mínútu.
Kristinn Þór Rósbergsson minnkaði muninn fyrir Þór í 2-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Haukur Ásberg Hilmarsson, ungur og spennandi leikmaður, jók muninn í 3-1 strax eftir hlé.
Jóhann Helgi Hannesson minnkaði muninn í 3-2, en þannig urðu lokatölur. Eftir sigurinn eru Valsmenn með fjórtán stig eftir sex leiki, stigi á eftir ÍA sem er í efsta sætinu. Þór er á botninum með þrjú stig eftir sex leiki.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolta.net.
Markaleikur í sigri Vals á Þór
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn
