Fjórir lögregluþjónar særðir í Colorado Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2015 22:00 Lögreglan er með mikin viðbúnað. Öll embætti og alríkisstofnanir á svæðinu hafa sent fólk á vettvang. Vísir/Getty Þrír lögreglumenn særðust auk almennra borgara þegar árásarmaður hóf skothríð við læknastofu þar sem framkvæmdar eru fóstureyðingar í Colorado Springs í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn hefur nú verið króaður af þar inni, en hann er sagður vera vopnaður sjálfvirkum árásarriffli. Ekki er vitað hve margir borgarar eru særðir, en lögreglan hefur bjargað gíslum út um glugga á heilsugæslustöðinni. Lengi var ekki vitað hvort að árásarmennirnir væru fleiri en einn og ríkti mikil óvissa á svæðinu. Lögreglan er með gífurlegan viðbúnað við heilsugæsluna. Hægt er að hlusta á talstöðvarsamskipti lögreglu á vettvangi hér. Fyrr í kvöld mátti heyra lögreglumennina segja að maðurinn væri hvítur, þrekinn og með skegg. Hann var sagður vopnaður AK-47, eða sambærilegum árásarriffli. Á korti hér að neðan má sjá að árásin átti sér stað á afviknu svæði í Colorado Springs og einungis eru þrjár byggingar á svæðinu. Auk heilsugæslunnar er þar verslunarmiðstöð þar sem mörgum hefur verið skipað að halda kyrru fyrir. Einn lögreglumaður til viðbótar er nú særður eftir að lögreglan skiptist aftur á skotum við manninn eftir að hann var króaður af. Mikil leit var gerð að honum eftir upprunalegu árásina. Umsátursástand ríkir nú á svæðinu. Uppfært: Maðurinn hefur nú verið handsamaður. Lögreglan kannar hvort að munir sem hann tók með sér inn í heilsugæslustöðina séu sprengjur. Tweets by @CSPDPIO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Þrír lögreglumenn særðust auk almennra borgara þegar árásarmaður hóf skothríð við læknastofu þar sem framkvæmdar eru fóstureyðingar í Colorado Springs í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn hefur nú verið króaður af þar inni, en hann er sagður vera vopnaður sjálfvirkum árásarriffli. Ekki er vitað hve margir borgarar eru særðir, en lögreglan hefur bjargað gíslum út um glugga á heilsugæslustöðinni. Lengi var ekki vitað hvort að árásarmennirnir væru fleiri en einn og ríkti mikil óvissa á svæðinu. Lögreglan er með gífurlegan viðbúnað við heilsugæsluna. Hægt er að hlusta á talstöðvarsamskipti lögreglu á vettvangi hér. Fyrr í kvöld mátti heyra lögreglumennina segja að maðurinn væri hvítur, þrekinn og með skegg. Hann var sagður vopnaður AK-47, eða sambærilegum árásarriffli. Á korti hér að neðan má sjá að árásin átti sér stað á afviknu svæði í Colorado Springs og einungis eru þrjár byggingar á svæðinu. Auk heilsugæslunnar er þar verslunarmiðstöð þar sem mörgum hefur verið skipað að halda kyrru fyrir. Einn lögreglumaður til viðbótar er nú særður eftir að lögreglan skiptist aftur á skotum við manninn eftir að hann var króaður af. Mikil leit var gerð að honum eftir upprunalegu árásina. Umsátursástand ríkir nú á svæðinu. Uppfært: Maðurinn hefur nú verið handsamaður. Lögreglan kannar hvort að munir sem hann tók með sér inn í heilsugæslustöðina séu sprengjur. Tweets by @CSPDPIO
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira