Jólasöngvar, rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur Magnús Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2015 10:16 Langholtskirkjukórinn æfir stíft um þessar mundir fyrir hina árlegu Jólasöngva. Áratuga löng hefð er fyrir Jólasöngvum í Langholtskirkju og eiga fjölmargir sér þá hefð að leggja leið sína í kirkjuna rétt fyrir jól þar sem kórar kirkjunnar syngja inn anda hátíðanna. Um áratugaskeið hefur einstaklega öflugt tónlistarstarf innan Langholtskirkju verið leitt af Jóni Stefánssyni organista og kórstjóra en Jón glímir um þessar mundir við alvarleg veikindi. Árni Harðarson, skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs, hefur tekið að sér að hlaupa í skarðið þessi jólin. Árni segir að allir þeir kórar sem Jón hafi verið að vinna með svo frábært starf á liðnum árum komi saman á þessum tónleikum, auk einsöngvara og hljóðfæraleikara svo þetta er heilmikið verk. „En það er alltaf mikil gleði og hátíðleiki yfir þessum tónleikum ár hvert. Einsöngvararnir sem verða með okkur að þessu sinni eru þau Benedikt Kristjánsson, Andri Björn Róbertsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir og að auki þá er Kolbrún Völkudóttir einsöngvari á táknmáli og ég held að við séum með einu jólatónleikana sem bjóða upp á slíka viðbót. Allir textar eru þýddir yfir á táknmál og þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði í nokkur ár og mælst ákaflega vel fyrir, enda bætir þetta nýrri vídd við upplifunina.“ Árni Harðarson stjórnar Jólasöngvum Langholtskirkju í ár. Visir/Stefán Árni segir að hann sé í raun rétt að byrja að koma að þessu verkefni núna en auðvitað hafi kórarnir verið að vinna mikið að undanförnu. „Ég kem á þessum síðustu metrum til þess að samhæfa, klára að æfa prógrammið og stýra svo öllu saman. Þetta er mikið og flott starf sem er unnið þarna í kirkjunni og Jón hefur verið lífið og sálin í því. Hugur okkar allra er hjá Jóni um þessar mundir og ég er glaður að geta tekið þetta að mér fyrir hann. Jón er einn af okkar allra bestu kórstjórum og búinn að byggja upp tónlistarstarfið innan Langholtskirkju í yfir fimmtíu ár. Dagskráin er alltaf hefðbundin á þessum tónleikum, þar sem ákveðinn kjarni af dagskránni er á hverju ári, en svo kemur alltaf eitthvað nýtt í bland. Við erum með bæði íslensk og útlensk jólalög og dagskráin verður mjög fjölbreytt og hátíðleg.“ Mikill jólaandi ríkir á tónleikunum og geta fjölmargir gesta vart hugsað sér upphaf jólahátíðarinnar án þess að mæta á Jólasöngva svo það er um að gera fyrir fólk að fara að huga að því að tryggja sér miða. Í ár verða tónleikarnir þrennir, dagana 18.-20. desember. Þetta verða þrítugustu og áttundu Jólasöngvarnir við kertaljós og að vanda er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur í hléi. Menning Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Áratuga löng hefð er fyrir Jólasöngvum í Langholtskirkju og eiga fjölmargir sér þá hefð að leggja leið sína í kirkjuna rétt fyrir jól þar sem kórar kirkjunnar syngja inn anda hátíðanna. Um áratugaskeið hefur einstaklega öflugt tónlistarstarf innan Langholtskirkju verið leitt af Jóni Stefánssyni organista og kórstjóra en Jón glímir um þessar mundir við alvarleg veikindi. Árni Harðarson, skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs, hefur tekið að sér að hlaupa í skarðið þessi jólin. Árni segir að allir þeir kórar sem Jón hafi verið að vinna með svo frábært starf á liðnum árum komi saman á þessum tónleikum, auk einsöngvara og hljóðfæraleikara svo þetta er heilmikið verk. „En það er alltaf mikil gleði og hátíðleiki yfir þessum tónleikum ár hvert. Einsöngvararnir sem verða með okkur að þessu sinni eru þau Benedikt Kristjánsson, Andri Björn Róbertsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir og að auki þá er Kolbrún Völkudóttir einsöngvari á táknmáli og ég held að við séum með einu jólatónleikana sem bjóða upp á slíka viðbót. Allir textar eru þýddir yfir á táknmál og þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði í nokkur ár og mælst ákaflega vel fyrir, enda bætir þetta nýrri vídd við upplifunina.“ Árni Harðarson stjórnar Jólasöngvum Langholtskirkju í ár. Visir/Stefán Árni segir að hann sé í raun rétt að byrja að koma að þessu verkefni núna en auðvitað hafi kórarnir verið að vinna mikið að undanförnu. „Ég kem á þessum síðustu metrum til þess að samhæfa, klára að æfa prógrammið og stýra svo öllu saman. Þetta er mikið og flott starf sem er unnið þarna í kirkjunni og Jón hefur verið lífið og sálin í því. Hugur okkar allra er hjá Jóni um þessar mundir og ég er glaður að geta tekið þetta að mér fyrir hann. Jón er einn af okkar allra bestu kórstjórum og búinn að byggja upp tónlistarstarfið innan Langholtskirkju í yfir fimmtíu ár. Dagskráin er alltaf hefðbundin á þessum tónleikum, þar sem ákveðinn kjarni af dagskránni er á hverju ári, en svo kemur alltaf eitthvað nýtt í bland. Við erum með bæði íslensk og útlensk jólalög og dagskráin verður mjög fjölbreytt og hátíðleg.“ Mikill jólaandi ríkir á tónleikunum og geta fjölmargir gesta vart hugsað sér upphaf jólahátíðarinnar án þess að mæta á Jólasöngva svo það er um að gera fyrir fólk að fara að huga að því að tryggja sér miða. Í ár verða tónleikarnir þrennir, dagana 18.-20. desember. Þetta verða þrítugustu og áttundu Jólasöngvarnir við kertaljós og að vanda er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur í hléi.
Menning Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira