Íslandslíkan verður á við tvo fótboltavelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. nóvember 2015 11:45 Ketill Már Björnsson við fyrstu prufu líkansins, sem er eftirmynd hluta Akrafjalls. Fréttablaðið/Vilhelm Ef áætlanir Ketils Más Björnssonar ganga eftir verður byggt risavaxið þrívíddarlíkan af Íslandi sem þekja mun gólfflöt á við tvo fótboltavelli. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur falið bæjarstjóra sínum að hefja viðræður um staðsetningu þrívíddarlíkansins þar í bænum og hvernig leggja megi verkefninu lið. „Líkanið er úr frauðefni og er fræst út í tölvustýrðum fræsara eftir gögnum frá Landmælingum Íslands. Síðan er prentuð ljósmynd ofan á með þrívíddarprentara; litmynd af Íslandi í sumarlitunum prentuð ofan á landslagið,“ útskýrir Ketill sem átti hugmyndina að gerð og uppsetningu líkansins. Áformað er að því verði komið fyrir í um 15 þúsund fermetra húsi í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Íslandslíkanið á bæði að vera fræðandi og hafa afþreyingargildi. Aðgangseyrir verður miðaður við 15 evrur eða 2.300 krónur. Byggja á allt að 15 þúsund fermetra hús yfir líkanið. „Hægt verður að ganga um allt landið. Það verða svona fimmtán skref að labba inn Hvalfjörðinn,“ nefnir Ketill sem dæmi. „Þegar fólk kemur inn fær það leiðsögn í eyrað. Það getur valið sér tungumál og áhugasvið eftir því hvort það vill fræðast um sögu, jarðfræði, landafræði, dýralíf, gróðurfar eða annað. Það verða litlar flögur undir líkaninu sem nema hvar fólk er.“ Að sögn Ketils verður Íslandslíkanið það langstærsta sinnar tegundar í heiminum. Stærsta sambærilega líkanið hingað til sé eftirmynd af fylkinu British Columbia í Kanada sem sett hafi verið yfir 25 metra sundlaug. Það sé í skalanum 1:100.000, sem er 25 sinnum minna en Íslandslíkanið, sem verður í skalanum 1:4.000. Þannig að hver metri í líkaninu jafngildi fjórum kílómetrum í raunveruleikanum. Líkanið verður 130 sinnum 92 metrar sem jafngildir tveimur fótboltavöllum. Ketill segir að hann eigi upphaflegu hugmyndina en síðan hafi hann átt samstarf meðal annars við Landmælingar, Batteríið Arkitekta, PricewaterhouseCoopers, Nýsköpunarmiðstöðina og Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Promens og landsliðsmann í handbolta. Samningar við Iceland Travel Fund um fjármögnun séu á lokastigi. Stofnkostnaður sé um 2,5 milljarðar króna. „Það er sjóður í eigu lífeyrissjóða og Icelandair. Þeir eru að fjárfesta í öllum þessum stóru ferðaþjónustutengdu verkefnum,“ segir hann. Sem fyrr segir eru bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ jákvæð gagnvart uppsetningu Íslandslíkansins í bænum. „Með tilkomu aukins ferðamannastraums til Íslands hafa ferðaþjónustuaðilar kallað eftir fleiri valkostum í afþreyingu fyrir ferðamenn,“ segir í erindi PricewaterhouseCoopers til Mosfellsbæjar. „Áformað er að stærstur hluti framleiðslu líkansins fari fram á Íslandi en framkvæmdatími er áformaður um tvö og hálft ár. Sennilegur fjöldi ársstarfa við verkefnið, tímabundin og framtíðarstörf, er um fjörutíu,“ segir PwC. Unnið hafi verið að fjármögnun undanfarna mánuði. Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Ef áætlanir Ketils Más Björnssonar ganga eftir verður byggt risavaxið þrívíddarlíkan af Íslandi sem þekja mun gólfflöt á við tvo fótboltavelli. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur falið bæjarstjóra sínum að hefja viðræður um staðsetningu þrívíddarlíkansins þar í bænum og hvernig leggja megi verkefninu lið. „Líkanið er úr frauðefni og er fræst út í tölvustýrðum fræsara eftir gögnum frá Landmælingum Íslands. Síðan er prentuð ljósmynd ofan á með þrívíddarprentara; litmynd af Íslandi í sumarlitunum prentuð ofan á landslagið,“ útskýrir Ketill sem átti hugmyndina að gerð og uppsetningu líkansins. Áformað er að því verði komið fyrir í um 15 þúsund fermetra húsi í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Íslandslíkanið á bæði að vera fræðandi og hafa afþreyingargildi. Aðgangseyrir verður miðaður við 15 evrur eða 2.300 krónur. Byggja á allt að 15 þúsund fermetra hús yfir líkanið. „Hægt verður að ganga um allt landið. Það verða svona fimmtán skref að labba inn Hvalfjörðinn,“ nefnir Ketill sem dæmi. „Þegar fólk kemur inn fær það leiðsögn í eyrað. Það getur valið sér tungumál og áhugasvið eftir því hvort það vill fræðast um sögu, jarðfræði, landafræði, dýralíf, gróðurfar eða annað. Það verða litlar flögur undir líkaninu sem nema hvar fólk er.“ Að sögn Ketils verður Íslandslíkanið það langstærsta sinnar tegundar í heiminum. Stærsta sambærilega líkanið hingað til sé eftirmynd af fylkinu British Columbia í Kanada sem sett hafi verið yfir 25 metra sundlaug. Það sé í skalanum 1:100.000, sem er 25 sinnum minna en Íslandslíkanið, sem verður í skalanum 1:4.000. Þannig að hver metri í líkaninu jafngildi fjórum kílómetrum í raunveruleikanum. Líkanið verður 130 sinnum 92 metrar sem jafngildir tveimur fótboltavöllum. Ketill segir að hann eigi upphaflegu hugmyndina en síðan hafi hann átt samstarf meðal annars við Landmælingar, Batteríið Arkitekta, PricewaterhouseCoopers, Nýsköpunarmiðstöðina og Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Promens og landsliðsmann í handbolta. Samningar við Iceland Travel Fund um fjármögnun séu á lokastigi. Stofnkostnaður sé um 2,5 milljarðar króna. „Það er sjóður í eigu lífeyrissjóða og Icelandair. Þeir eru að fjárfesta í öllum þessum stóru ferðaþjónustutengdu verkefnum,“ segir hann. Sem fyrr segir eru bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ jákvæð gagnvart uppsetningu Íslandslíkansins í bænum. „Með tilkomu aukins ferðamannastraums til Íslands hafa ferðaþjónustuaðilar kallað eftir fleiri valkostum í afþreyingu fyrir ferðamenn,“ segir í erindi PricewaterhouseCoopers til Mosfellsbæjar. „Áformað er að stærstur hluti framleiðslu líkansins fari fram á Íslandi en framkvæmdatími er áformaður um tvö og hálft ár. Sennilegur fjöldi ársstarfa við verkefnið, tímabundin og framtíðarstörf, er um fjörutíu,“ segir PwC. Unnið hafi verið að fjármögnun undanfarna mánuði.
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira