Karlalandsliðið í fótbolta hefur spilað sinn síðasta heimaleik fyrir Evrópumótið í fótbolta, en enginn af undirbúningsleikjunum fyrir EM fer fram á Laugardalsvelli. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í Kastljósi RÚV í kvöld.
Strákarnir eru nú þegar búnir að spila tvo vináttuleiki; gegn Póllandi og Slóvakíu, á útivelli og næstu þrír leikir verða einnig erlendis eins og vitað var.
Ísland mætir Finnlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Abu Dhabi 13. og 16. janúar og svo bandaríska landsliðinu í Los Angeles 31. janúar.
Það eru allt óopinberir leikdagar en fyrsta opinbera leikdaginn í mars verður einnig spilað erlendis þar sem ekki er hægt að spila hér heima.
Klara sagði að til stóð að spila einn vináttuleik í júní á Laugardalsvellinum en allt stefnir í að svo verði ekki. Verið er að leita að mótherjum í næstu leiki.
„Við erum að vinna í þeim málum og vonumst til að landa því á næstu dögum. Því miður sjáum við ekki fram á að spila hér heima vegna verkefna leikmanna erlendis,“ sagði Klara í Kastljósi.
„Það var okkar plan að spila hér heima og gefa íslenskum áhugamönnum tækifæri á að sjá leikmennina okkar á heimavelli en það stefnir í að svo verði ekki,“ sagði Klara.
KSÍ vonast til að fá leik við eina EM-þjóð í júní en liðið má aðeins spila einn leik við lið sem er að fara á Evrópumótið áður en það hefst.
Íslendingar fá ekki að sjá strákana sína á heimavelli fyrir EM
Tómas þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
