Fótbolti

Hataði að leika Blatter í hræðilegu FIFA-kvikmyndinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tim Roth sem Sepp Blatter í umræddri kvikmynd.
Tim Roth sem Sepp Blatter í umræddri kvikmynd.
Eins og einhverjir muna eftir kom kvikmynd út á síðasta ári að nafni Passions. Í henni er farið yfir sögu FIFA og þrír síðustu forsetar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru í aðalhlutverkum.

Tim Roth, sem lék Sepp Blatter í myndinni, segist hafa hatað að hafa leikið Svisslendinginn umdeilda í myndinni og að hann hafi aðeins tekið að sér hlutverkið peninganna vegna.

„Kvikmyndin er hræðileg. Ég hataði að gera hana,“ sagði Roth sem sat fyrir svörum á Reddit-síðunni í gær.

Sjá einnig: Tekjur af FIFA-kvikmyndinni taldar í tugþúsundum

„Ég á tvö börn í háskóla og þurfti að taka ákvörðun. Hún reyndist líklega ekki rétt en þegar maður tekur ákvörðun þarf maður að fylgja henni eftir.“

„Það er ekki auðvelt að gera eitthvað sem manni er illa við að gera en ég er glaður að ég gerði þetta fyrir fjölskyldu mína.“

„Hvað FIFA varðar þá hélt í fyrstu ég að myndin myndi fjalla miklu meira um spillingu þessa manns [Blatter],“ sagði hann enn fremur.

Myndin þénaði aðeins fáeinar þúsundir króna í bandarískum kvikmyndahúsum áður en að henni var kippt úr dreifingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×