Menning

X-Mart í Gallery Gallera

Magnús Guðmundsson skrifar
X-Mart, jólamarkaður listamanna.
X-Mart, jólamarkaður listamanna.
Nokkrir listamenn hafa tekið sig saman og opnað vinnustofu, gallerý og búð á Laugavegi 33, efri hæð, sem kallast Gallery Gallera. Hugleikur Dagsson, Örn Tönsberg, Óli Gumm og Bobby Breiðholt sýna þar verk og starfa þar með einum eða öðrum hætti.

Gallerýið stefnir á að gefa ungum listamönnum tækifæri til þess að sýna verk sín með reglulegu millibili og er fyrsti viðburðurinn því tengdur X-Mart eða jólamarkaður í tilefni jólanna.

Listamennirnir sem eru með verk á markaðnum eru: Sölvi Dúnn, Viktor Weisshappel, Thordis Erla Zoega, Helgi Einarsson, Óli Gumm, Örn Tönsberg, Hugleikur Dagsson, Kristín Morthens og Bobby Breiðholt.

Listamennirnir Óli Gumm og Örn Tönsberg sáu um undirbúning og þeir hvetja fólk til þess að koma, skoða spennandi listaverk og jafnvel fjárfesta í spennandi jólagjöf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.