Jólatónleikar Hymnodiu í Akureyrarkirkju Magnús Guðmundsson skrifar 21. desember 2015 10:45 Hymnodia. Jólatónleikar Hymnodiu frá Akureyri fara fram í Akureyrarkirkju annað kvöld, þriðjudaginn 22. desember, en þeir hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir eru á milli laga. Tónleikarnir mynda því rúmlega klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. Eins og venjulega fær Hymnodia góðan gest á tónleikana. Að þessu sinni er það tenórinn Jón Þorsteinsson sem syngur með kórnum. Söngferill Jóns er stórglæsilegur, en hann hefur staðið á óperusviði og í tónleikasölum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Við Ríkisóperuna í Amsterdam söng hann yfir 50 hlutverk. Jón starfar sem söngkennari við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Í nóvember sl. kom út geisladiskur þar sem Jón og Eyþór Ingi, stjórnandi Hymnodiu, fluttu saman jóla- og áramótasálma. Hymnodia vill stuðla að nýsköpun en um leið virða venjur í efnisvali. Á tónleikunum verða tvö ný lög frumflutt, Börn Jarðar eftir þá Michael Jón Clarke og Hannes Sigurðsson og Jólaljóð eftir þau Gísla Jóhann Grétarsson og Steinunni P. Hafstað. Auk þess verða fluttir gamlir góðir jólasálmar, lög eftir Sigurð Flosason, ensk jólatónlist, verk eftir Hafliða Hallgrímsson og að sjálfsögðu flytur kórinn tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi mun leika á gamalt fótstigið orgel og önnur hljóðfæri.Miðaverð er 2000 kr. og er forsala hafin í Eymundsson, Hafnarstræti. Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Jólatónleikar Hymnodiu frá Akureyri fara fram í Akureyrarkirkju annað kvöld, þriðjudaginn 22. desember, en þeir hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir eru á milli laga. Tónleikarnir mynda því rúmlega klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. Eins og venjulega fær Hymnodia góðan gest á tónleikana. Að þessu sinni er það tenórinn Jón Þorsteinsson sem syngur með kórnum. Söngferill Jóns er stórglæsilegur, en hann hefur staðið á óperusviði og í tónleikasölum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Við Ríkisóperuna í Amsterdam söng hann yfir 50 hlutverk. Jón starfar sem söngkennari við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Í nóvember sl. kom út geisladiskur þar sem Jón og Eyþór Ingi, stjórnandi Hymnodiu, fluttu saman jóla- og áramótasálma. Hymnodia vill stuðla að nýsköpun en um leið virða venjur í efnisvali. Á tónleikunum verða tvö ný lög frumflutt, Börn Jarðar eftir þá Michael Jón Clarke og Hannes Sigurðsson og Jólaljóð eftir þau Gísla Jóhann Grétarsson og Steinunni P. Hafstað. Auk þess verða fluttir gamlir góðir jólasálmar, lög eftir Sigurð Flosason, ensk jólatónlist, verk eftir Hafliða Hallgrímsson og að sjálfsögðu flytur kórinn tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi mun leika á gamalt fótstigið orgel og önnur hljóðfæri.Miðaverð er 2000 kr. og er forsala hafin í Eymundsson, Hafnarstræti.
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira