Fótbolti

Leikmaður Stjörnunnar ein af tíu bestu íþróttamönnum ársins í Níkaragva

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ana Victoria Cate.
Ana Victoria Cate. Vísir/Andri Marinó
Ana Victoria Cate, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í Pepsi-deildinni, er búin að skrifa söguna í heimalandi sínu Níkaragva sem er land í Mið-Ameríku milli Kosta Ríka og Hondúras.

Ana Victoria varð á meðal tíu efstu í kjöri íþróttafréttamanna í Níkaragva á íþróttamanni ársins í landinu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Ana Victoria er fyrsta knattspyrnukonan í sögu kjörsins í Níkaragva sem kemst inn á topp tíu listann.

Hin 24 ára gamla Ana Victoria Cate var fastamaður í Stjörnuliðinu á síðasta tímabili en hún kom þá til Garðabæjarliðsins frá FH þar sem hún spilaði sumarið 2014.

Ana Victoria varð bikarmeistari með Stjörnunni sem varð í 2. sæti á Íslandsmótinu á eftir Breiðabliki. Ana spilaði alls 16 leiki í Pepsi-deildinni og skoraði í þeim 4 mörk.

Stjarnan komst einnig í 32 liða úrslit Meistaradeildarinnar og varð Ana Victoria fyrsta konan frá Níkaragva til að spila í Meistaradeildinni.

„Ég er eiginlega í sjokki og trúi þessu varla ennþá. Þetta er gríðarlegur heiður," sagði Ana Victoria Cate í viðtali við Andra Yrkil Valsson í Morgunblaðinu.

„Þegar ég sem knattspyrnukona er farin að spila þar (í Meistaradeildinni) sér fólk hins vegar hvað þetta er stórt og að verða bikarmeistari er svo auðvitað alltaf mikill áfangi hvar sem þú kemur," sagði Ana Victoria Cate í umræddu viðtali.

Ana Victoria Cate stóð sig einnig vel með landsliði Níkaragva á árinu og skoraði ein mark landsliðsins í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó.

#PremiosACDN ¡LO HEMOS LOGRADO! 󾔗Ana Cate entra en el "TOP 10" de los Mejores Atletas del 2015 según la ACDN (Asociaci...

Posted by Nica Futb Femenino on 17. desember 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×