Lífið

Ísland í dag: Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður í eldhúsinu heima hjá sér

Edda Sif Pálsdóttir skrifar
Í vetur kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. Feður hans, íslenskt par til margra ára og hjón, hafði lengi langað í barn og bæði verið fóstur- og stuðningsforeldrar.

Þeir kynntust í gegnum netið frjálslyndri konu, fjögurra barna fráskilinni móður sem á samkynhneigðan föður og vildi gefa af sér. Eftir að hafa hist og kynnst vel leist þeim öllum vel á ráðahaginn og þeir héldu út til hennar þar sem þau reyndu að verða ófrísk.

Það heppnaðist en fósturlát varð eftir fimm vikur. Ákveðið var að reyna aftur og aftur tókst ætlunarverkið. Níu mánuðum seinna fæddi hún barnið í eldhúsinu heima hjá þeim hér í Reykjavík.

Ísland í dag hitti feðgana þegar sá stutti var nokkurra daga gamall og fékk að heyra alla söguna en síðan hafa málin flækst. Fjallað verður um málið í þætti kvöldsins klukkan 18:55.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×