Tískan í NBA greind af Sindra Snæ: „Hvað skal gera við Tim Duncan?“ Jóhann Óli Eiðsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 30. apríl 2015 15:45 Sindri Snær leit á klæðnað NBA-leikmanna. Úrlistakeppni NBA deildarinnar er nú í fullum gangi. Sextán lið standa eftir og keppast um að bera sigur úr bítum. Augu áhorfenda eru ekki aðeins á leikmönnum meðan þeir eru inn á vellinum heldur vekur klæðaburður þeirra á leið á völlinn oft mikla athygli. Við á Lífinu fengum Sindra Snæ Jensson, knattspyrnumarkvörð, tískumógúl og eiganda fataverslunarinnar Húrra til að greina klæðnað margra af helstu stjörnum deildarinnar.Chris Paul og James Hardenmyndir/nba„Chris Paul, leikstjórnandi LA Clippers, fylgist vel með tískunni og er mjög svalur. Hann tekur oft áhættur en það borgar sig yfirleitt. Fyrir vikið er hann mikil tískufyrirmynd.“ Hinn fullskeggjaði skotbakvörður Houston Rockets, James Harden, fær einnig góða einkunn hjá Sindra. „Maðurinn er einn allra mesti töffarinn í deildinni og þó víðar væri leitað. Gæjinn er langt á undan öðrum í leiknum og klæðist fötum sem enginn annar í deildinni myndi íhuga. Þegar menn eru svona framsæknir þá eiga þeir það til að skjóta múrsteinum líka í klæðaburði og það kemur alveg fyrir hjá Harden.“Kyrie Irving og LeBron Jamesmyndir/nbaLeBron James er líklega besti körfuboltamaður heims. Fyrir tímabilið sneri hann aftur heim til Cleveland Cavaliers. „Kóngurinn hefur tekið hröðum breytingum þegar kemur að tískunni. Hann er snillingur í að blanda saman hátísku og götutísku og er augljóslega með góðan stílista. Gengur meira að segja í skandinavískri hönnun sem ekki margir heimsþekktir íþróttamenn gera. Algjör töffari og einn sá best klæddi í deildinni.“ Sindri lætur eitt fimm stafa orð nægja til að lýsa liðsfélaga LeBron, leikstjórnandanum Kyrie Irving. „Svægi.“ Svo mörg voru þau orð.Anthony Davis, Marc Gasol, Pau Gasol og Pero Antic.myndir/nbaAnthony Davis er án vafa efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann er 22 ára og leikur með New Orleans Pelicans. „Brúnar er afslappaður og stíllinn er einfaldur. Hann sannar hið fornkveðna að „less is more“.“ „Pau Gasol, leikmaður Chicago Bulls, spilar þetta öruggt. Hann er klæddur eins og hann sé á leið í atvinnuviðtal. Það hefði aðeins mátt líta á sniðið á jakkafötunum.“ Bróðir Pau, Marc Gasol, leikur með Mephis Grizzlies, og fær falleinkunn hjá Sindra. „Efnið sem þarf að taka af buxunum myndi duga í nýjar buxur á meðalmann. Skórnir, bindið og skyrtan eru líka út úr kortinu. Alger falleinkunn á Spánverjann.“ Makedóníumaðurinn Pero Antic getur bæði leist stöðu kraftframherja og miðherja hjá Atlanta Hawks. „Þessi klæðnaður gerir ekki neitt fyrir hann. Honum finnst hann sjálfur þó sennilega geggjaður og það er fyrir öllu.“Marco Belinelli, Draymond Green, Tim Duncan og Tyson Chandler.myndir/nbaDraymond Green er liðsfélagi Steph Curry og Klay Thompson hjá Golden State Warriors. „Litasamsetningin er fín og sniðið fellur vel að honum. Fær átta af tíu mögulegum. En hvar á ég að byrja með aumingja Tim Duncan?“ Sindri segir að klæðnaður kraftframherja San Antonio Spurs sé stórslys fyrir nafn af hans stærðargráðu. Réttast væri að hann tæki yngri leikmenn sér til fyrirmyndar og réði sér stílista. „En sumum er ekki viðbjargandi. Tíska og klæðaburður er ekki fyrir alla og lítið hægt að velta sér upp úr þessu.“ Tyson Chandler, miðherji Dallas Mavericks, klæðist mjög elegant jakkafötum sem greinilega eru sérsaumuð. „Að girða bolinn ofan í og sleppa beltinu er frábært touch. Það þarf kjark í þetta „look“ en hann „púllar það“ af krafti,“ segir Sindri.Joe Johnson og Mike Conley Jr.myndir/nbaJoe Johnson er skotbakvörður hjá Brooklyn Nets á meðan Mike Conley Jr. stýrir leik Memphis liðsins. Þeir fá misjafna einkunn hjá eiganda Húrra. „Joe Johnson er mjög svalur. Götutíska í bland við „preppy“ virkar mjög vel á honum. Maðurinn er vægast sagt mjög svalur. Mike Conley hins vegar veit upp á hár hvað er í tísku en nær ekki að túlka það nógu vel. Ég gef honum plús fyrir að reyna en meira fær hann ekki.“Al Horford, Amar'e Stoudamire, DeAndre Jordan og Kent Bazemore.myndir/nbaAmar‘e Stoudamire er kominn til Dallas eftir að New York Knicks létu hann fara frá sér. „Hann er mjög kasjúal og töff. Þetta eru engin verðlaunaföt en hann bjargar sér fyrir horn með Chuck Taylor skónum.“ „Menn verða að vita hvar strikið er en fyrir suma af þessum gaurum er það fyrir löngu orðið ósýnilegt,“ segir Sindri um fataval DeAndre Jordan hjá LA Clippers. „Þarna fór hann aðeins yfir strikið en ég sé hvað hann er að reyna.“Bradley Beal, Blake Griffin, Dwight Howard og Damien Lillardmyndir/nbaBradley Beal fer öruggu leiðina og flækir málin lítið. Skotbakvörður galdramannanna frá Washington stenst prófið en er þó ekki langt frá fallinu. Blake Griffin hefur margoft setið fyrir hjá GQ og er afar glæsilegur. „Hann hefur lært helling á módelstörfunum. Jakkafötin falla vel að honum og vasaklúturinn fullkomnar lúkkið.“ Dwight Howard átti hræðilega tíma hjá LA Lakers en er nú kominn til Houston. Fatasmekkurinn virðist hafa orðið eftir í borg englanna hafi hann einhverntíman verið til. „Það er einfaldlega allt rangt við þetta. Skórnir eru of támjóir og litirnir passa illa saman. Hann lítur út eins og einhver sem er að fara að gifta sig á Hawaii.“ „Þessi grænu jakkaföt hjá Lillard öskra á völd. Hann gæti auðveldlega verið boxari á leið á blaðamannafund skömmu fyrir bardagann. Litasamsetningin er líka fullkominn,“ segir Sindri um leikstjórnanda Portland Trailblazers.Steph Curry og Klay Thompsonmyndir/nba„Stephen Curry er yfirleitt mjög svalur í klæðaburði. Tekur áhættur sem borga sig oftast, skorar stig fyrir að þora. Getur líka verið klassískur og er greinilega með góðan stílista. Þarnar er líka geggjaður rúskinns bomber jakki sem hann klæðist á einni myndinni. Sama er ekki hægt að segja um Klay Thompson, liðsfélaga hans. Hann er gjörsamlega í ruglinu.“ Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Úrlistakeppni NBA deildarinnar er nú í fullum gangi. Sextán lið standa eftir og keppast um að bera sigur úr bítum. Augu áhorfenda eru ekki aðeins á leikmönnum meðan þeir eru inn á vellinum heldur vekur klæðaburður þeirra á leið á völlinn oft mikla athygli. Við á Lífinu fengum Sindra Snæ Jensson, knattspyrnumarkvörð, tískumógúl og eiganda fataverslunarinnar Húrra til að greina klæðnað margra af helstu stjörnum deildarinnar.Chris Paul og James Hardenmyndir/nba„Chris Paul, leikstjórnandi LA Clippers, fylgist vel með tískunni og er mjög svalur. Hann tekur oft áhættur en það borgar sig yfirleitt. Fyrir vikið er hann mikil tískufyrirmynd.“ Hinn fullskeggjaði skotbakvörður Houston Rockets, James Harden, fær einnig góða einkunn hjá Sindra. „Maðurinn er einn allra mesti töffarinn í deildinni og þó víðar væri leitað. Gæjinn er langt á undan öðrum í leiknum og klæðist fötum sem enginn annar í deildinni myndi íhuga. Þegar menn eru svona framsæknir þá eiga þeir það til að skjóta múrsteinum líka í klæðaburði og það kemur alveg fyrir hjá Harden.“Kyrie Irving og LeBron Jamesmyndir/nbaLeBron James er líklega besti körfuboltamaður heims. Fyrir tímabilið sneri hann aftur heim til Cleveland Cavaliers. „Kóngurinn hefur tekið hröðum breytingum þegar kemur að tískunni. Hann er snillingur í að blanda saman hátísku og götutísku og er augljóslega með góðan stílista. Gengur meira að segja í skandinavískri hönnun sem ekki margir heimsþekktir íþróttamenn gera. Algjör töffari og einn sá best klæddi í deildinni.“ Sindri lætur eitt fimm stafa orð nægja til að lýsa liðsfélaga LeBron, leikstjórnandanum Kyrie Irving. „Svægi.“ Svo mörg voru þau orð.Anthony Davis, Marc Gasol, Pau Gasol og Pero Antic.myndir/nbaAnthony Davis er án vafa efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann er 22 ára og leikur með New Orleans Pelicans. „Brúnar er afslappaður og stíllinn er einfaldur. Hann sannar hið fornkveðna að „less is more“.“ „Pau Gasol, leikmaður Chicago Bulls, spilar þetta öruggt. Hann er klæddur eins og hann sé á leið í atvinnuviðtal. Það hefði aðeins mátt líta á sniðið á jakkafötunum.“ Bróðir Pau, Marc Gasol, leikur með Mephis Grizzlies, og fær falleinkunn hjá Sindra. „Efnið sem þarf að taka af buxunum myndi duga í nýjar buxur á meðalmann. Skórnir, bindið og skyrtan eru líka út úr kortinu. Alger falleinkunn á Spánverjann.“ Makedóníumaðurinn Pero Antic getur bæði leist stöðu kraftframherja og miðherja hjá Atlanta Hawks. „Þessi klæðnaður gerir ekki neitt fyrir hann. Honum finnst hann sjálfur þó sennilega geggjaður og það er fyrir öllu.“Marco Belinelli, Draymond Green, Tim Duncan og Tyson Chandler.myndir/nbaDraymond Green er liðsfélagi Steph Curry og Klay Thompson hjá Golden State Warriors. „Litasamsetningin er fín og sniðið fellur vel að honum. Fær átta af tíu mögulegum. En hvar á ég að byrja með aumingja Tim Duncan?“ Sindri segir að klæðnaður kraftframherja San Antonio Spurs sé stórslys fyrir nafn af hans stærðargráðu. Réttast væri að hann tæki yngri leikmenn sér til fyrirmyndar og réði sér stílista. „En sumum er ekki viðbjargandi. Tíska og klæðaburður er ekki fyrir alla og lítið hægt að velta sér upp úr þessu.“ Tyson Chandler, miðherji Dallas Mavericks, klæðist mjög elegant jakkafötum sem greinilega eru sérsaumuð. „Að girða bolinn ofan í og sleppa beltinu er frábært touch. Það þarf kjark í þetta „look“ en hann „púllar það“ af krafti,“ segir Sindri.Joe Johnson og Mike Conley Jr.myndir/nbaJoe Johnson er skotbakvörður hjá Brooklyn Nets á meðan Mike Conley Jr. stýrir leik Memphis liðsins. Þeir fá misjafna einkunn hjá eiganda Húrra. „Joe Johnson er mjög svalur. Götutíska í bland við „preppy“ virkar mjög vel á honum. Maðurinn er vægast sagt mjög svalur. Mike Conley hins vegar veit upp á hár hvað er í tísku en nær ekki að túlka það nógu vel. Ég gef honum plús fyrir að reyna en meira fær hann ekki.“Al Horford, Amar'e Stoudamire, DeAndre Jordan og Kent Bazemore.myndir/nbaAmar‘e Stoudamire er kominn til Dallas eftir að New York Knicks létu hann fara frá sér. „Hann er mjög kasjúal og töff. Þetta eru engin verðlaunaföt en hann bjargar sér fyrir horn með Chuck Taylor skónum.“ „Menn verða að vita hvar strikið er en fyrir suma af þessum gaurum er það fyrir löngu orðið ósýnilegt,“ segir Sindri um fataval DeAndre Jordan hjá LA Clippers. „Þarna fór hann aðeins yfir strikið en ég sé hvað hann er að reyna.“Bradley Beal, Blake Griffin, Dwight Howard og Damien Lillardmyndir/nbaBradley Beal fer öruggu leiðina og flækir málin lítið. Skotbakvörður galdramannanna frá Washington stenst prófið en er þó ekki langt frá fallinu. Blake Griffin hefur margoft setið fyrir hjá GQ og er afar glæsilegur. „Hann hefur lært helling á módelstörfunum. Jakkafötin falla vel að honum og vasaklúturinn fullkomnar lúkkið.“ Dwight Howard átti hræðilega tíma hjá LA Lakers en er nú kominn til Houston. Fatasmekkurinn virðist hafa orðið eftir í borg englanna hafi hann einhverntíman verið til. „Það er einfaldlega allt rangt við þetta. Skórnir eru of támjóir og litirnir passa illa saman. Hann lítur út eins og einhver sem er að fara að gifta sig á Hawaii.“ „Þessi grænu jakkaföt hjá Lillard öskra á völd. Hann gæti auðveldlega verið boxari á leið á blaðamannafund skömmu fyrir bardagann. Litasamsetningin er líka fullkominn,“ segir Sindri um leikstjórnanda Portland Trailblazers.Steph Curry og Klay Thompsonmyndir/nba„Stephen Curry er yfirleitt mjög svalur í klæðaburði. Tekur áhættur sem borga sig oftast, skorar stig fyrir að þora. Getur líka verið klassískur og er greinilega með góðan stílista. Þarnar er líka geggjaður rúskinns bomber jakki sem hann klæðist á einni myndinni. Sama er ekki hægt að segja um Klay Thompson, liðsfélaga hans. Hann er gjörsamlega í ruglinu.“
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira