Yfirheyrslu yfir Ingólfi lokið sem átti svör við fæstum spurningum saksóknara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2015 11:59 Ingólfur Helgason, annar frá hægri, í héraðsdómi fyrr í vikunni. vísir/gva „Nei,” „Ég veit það ekki,” „Ég man það ekki,” „Þú verður að spyrja þá,” og „Þú verður að spyrja Magnús.” Svona hefur Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, svarað flestum spurningum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ingólfur er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings í markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara gegn þeim. Í gær lauk skýrslutöku yfir Ingólfi vegan fyrsta kafla ákærunnar sem snýr að miklum kaupum bankans á hlutabréfum í sjálfum sér. Í dag var því komið að öðrum og þriðja hlut ákærunnar sem snúa að hlutabréfakaupum þriggja eignarhaldsfélaga í Kaupþingi en bankinn sjálfur seldi félögunum bréfin og fjármagnaði þau að fullu, að því er kemur fram í ákæru. Kaupin talin byggð á blekkingu og sýndarmennsku Félögin þrjú, Holt Investment, Mata og Desulo Trading, keyptu yfir 40 milljón hluti í Kaupþingi frá febrúar til september 2008. Saksóknari vill meina að kaup félaganna hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku og hafi verið líklegt til þess að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþingi ranglega og misvísandi til kynna. Ingólfur er ákærður fyrir hlutdeild sína í sölu bréfanna og hlutdeild í lánveitingum bankans til félaganna sem keyptu bréfin. Í morgun hefur hann gengist við því að hafa komið að einhverju leyti að viðskiptum félaganna með bréf í Kaupþingi. Forstjórinn fyrrverandi man hins vegar lítið nákvæmlega hvaða viðskiptum hann kom að, hver hafði frumkvæði að hvaða viðskiptum og hver ákvað magn og verð þeirra. Hann hefur hins vegar ítrekað neitað því að hafa haft einhverja aðkomu að lánveitingunum til félaganna. Hefur Ingólfur sagt að heimildir hans til lánveitinga hafi verið afar takmarkaðar. Að sama skapi hefur hann ítrekað neitað því að hafa vitað eitthvað um það að bankinn sjálfur hafi fjármagnað hlutabréfakaup félaganna þriggja. Hreiðar Már hafði yfirsýn og „eflaust“ Sigurður Vegna þessa segist Ingólfur ekki hafa haft yfirsýn yfir kaup og sölu Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér og lánveitingar vegna slíkra bréfa. Björn spurði hverjir gætu hafa haft þá yfirsýn. „Einhverjir fyrir ofan mig,” svaraði Ingólfur. Saksóknari spurði þá hverjir. „Forstjórinn [Hreiðar Már Sigurðsson], lánanefnd, stjórn...” Hann var þá spurður hvort að stjórnarformaðurinn, Sigurður Einarsson, hefði haft slíka yfirsýn. Svaraði Ingólfur því að hann hefði eflaust haft slíka yfirsýn. Skýrslutöku yfir Ingólfi lauk rétt fyrir hádegi, hálfum degi á undan áætlun. Dómþingi var því slitið en aðalmeðferðin heldur áfram á mánudagsmorgun. Þá kemur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fyrir dóminn en hann afplánar nú fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: "Við skulum mynda verðið eins og fyrri daginn” Saksóknari bar fjölmörg ummæli Ingólfs Helgasonar frá ákærutímabilinu undir hann í dag. 29. apríl 2015 18:30 Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Nei,” „Ég veit það ekki,” „Ég man það ekki,” „Þú verður að spyrja þá,” og „Þú verður að spyrja Magnús.” Svona hefur Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, svarað flestum spurningum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ingólfur er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings í markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara gegn þeim. Í gær lauk skýrslutöku yfir Ingólfi vegan fyrsta kafla ákærunnar sem snýr að miklum kaupum bankans á hlutabréfum í sjálfum sér. Í dag var því komið að öðrum og þriðja hlut ákærunnar sem snúa að hlutabréfakaupum þriggja eignarhaldsfélaga í Kaupþingi en bankinn sjálfur seldi félögunum bréfin og fjármagnaði þau að fullu, að því er kemur fram í ákæru. Kaupin talin byggð á blekkingu og sýndarmennsku Félögin þrjú, Holt Investment, Mata og Desulo Trading, keyptu yfir 40 milljón hluti í Kaupþingi frá febrúar til september 2008. Saksóknari vill meina að kaup félaganna hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku og hafi verið líklegt til þess að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþingi ranglega og misvísandi til kynna. Ingólfur er ákærður fyrir hlutdeild sína í sölu bréfanna og hlutdeild í lánveitingum bankans til félaganna sem keyptu bréfin. Í morgun hefur hann gengist við því að hafa komið að einhverju leyti að viðskiptum félaganna með bréf í Kaupþingi. Forstjórinn fyrrverandi man hins vegar lítið nákvæmlega hvaða viðskiptum hann kom að, hver hafði frumkvæði að hvaða viðskiptum og hver ákvað magn og verð þeirra. Hann hefur hins vegar ítrekað neitað því að hafa haft einhverja aðkomu að lánveitingunum til félaganna. Hefur Ingólfur sagt að heimildir hans til lánveitinga hafi verið afar takmarkaðar. Að sama skapi hefur hann ítrekað neitað því að hafa vitað eitthvað um það að bankinn sjálfur hafi fjármagnað hlutabréfakaup félaganna þriggja. Hreiðar Már hafði yfirsýn og „eflaust“ Sigurður Vegna þessa segist Ingólfur ekki hafa haft yfirsýn yfir kaup og sölu Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér og lánveitingar vegna slíkra bréfa. Björn spurði hverjir gætu hafa haft þá yfirsýn. „Einhverjir fyrir ofan mig,” svaraði Ingólfur. Saksóknari spurði þá hverjir. „Forstjórinn [Hreiðar Már Sigurðsson], lánanefnd, stjórn...” Hann var þá spurður hvort að stjórnarformaðurinn, Sigurður Einarsson, hefði haft slíka yfirsýn. Svaraði Ingólfur því að hann hefði eflaust haft slíka yfirsýn. Skýrslutöku yfir Ingólfi lauk rétt fyrir hádegi, hálfum degi á undan áætlun. Dómþingi var því slitið en aðalmeðferðin heldur áfram á mánudagsmorgun. Þá kemur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fyrir dóminn en hann afplánar nú fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: "Við skulum mynda verðið eins og fyrri daginn” Saksóknari bar fjölmörg ummæli Ingólfs Helgasonar frá ákærutímabilinu undir hann í dag. 29. apríl 2015 18:30 Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: "Við skulum mynda verðið eins og fyrri daginn” Saksóknari bar fjölmörg ummæli Ingólfs Helgasonar frá ákærutímabilinu undir hann í dag. 29. apríl 2015 18:30
Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23
Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23
Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03