Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2015 09:08 Sverrir Ólafsson og Ólafur Þór Hauksson. Vísir „Er Hæstiréttur virkilega að segja að mínar upplýsingar um ósannsögli sérstaks saksóknara gefi ekki tilefni til að hafa neikvæð áhrif á það traust sem ég ber til hans? Ummæli sérstaks saksóknara eru með tilliti til orðavals ef til vill hógvær, en það er ekkert hógvært við það að segja ósatt um jafn mikilvæga hluti og hér er um að ræða. Í mínum vinnureglum er slíkt hátterni óviðunandi og má undir engum kringumstæðum líðast og alveg sérstaklega ekki í réttarkerfinu. Það er mitt mat að Hæstiréttur hefði átt að setja meiri vinnu í það að reyna að komast að hinu sanna í málinu,“ segir Sverrir Ólafsson, prófessor í fjármálaverkrfæði og meðdómari í Aurum-málinu svokallaða, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Tilefni skrifa Sverris er niðurstaða Hæstaréttar á dögunum þar sem sýknudómurinn í Aurum-málinu var ómerktur vegna ummæla sem Sverrir hafði í frammi um Ólaf Hauksson, sérstakan saksóknara, í viðtali við RÚV eftir að dómur féll í héraðsdómi. Þóttu ummælin gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Sverrir var annar tveggja dómara sem vildu sýkna í Aurum-málinu en sá þriðji vildi sakfella. Sverrir, sem er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem oft er kenndur við Samskip og situr nú inni vegna Al-Thani málsins, sagði í samtali við fréttastofu RÚV um embætti sérstaks saksóknara og Ólaf Hauksson að „trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum“.Velti upp fjölskyldutengslum við dómsformann Sverrir rifjar upp aðkomu sína að málinu þegar leitað var til Háskólans í Reykjavík eftir mögulegum meðdómara. Etir nokkra umhugsun hafi Sverrir verið klár í slaginn. Hann fullyrðir að hann hafi aldrei hitt neinn ákærðu og hafi umfangsmikla þekkingu á svipuðum málum. Hann hafi strax gert Guðjóni St. Marteinssyni dómsformanni grein fyrir tengslunum. Guðjón hafi þegar vitað af þeim, ekki séð neitt athugavert við þau, og fullvissaði Sverri um að hann hefði tilkynnt bæði verjendum og sérstökum saksóknara um nöfn meðdómara. Eftir að dómur féll lýsti sérstakur saksóknari eins og kunnugt er því yfir að hann hefði ekki vitað af tengslum Sverris við Ólaf. „Hann hafði því rekið Aurum-málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, setið fyrir framan mig, sem settan sérfróðan meðdómsmann, í marga daga og ekki haft nokkra hugmynd um það hver ég var,“ segir Sverrir í greininni. „Hann hafði sem sagt ekki hirt um að kynna sér hver settur meðdómsmaður var í jafn umfangsmiklu máli. Mér er sagt að þegar sérfróður meðdómsmaður er skipaður þá sé það fyrsta verk allra málsaðila að afla sér upplýsinga um meðdómsmanninn, með hugsanlegt vanhæfi í huga.“Staðhæfing sérstaks hafði slæm áhrif á Sverri Sverrir segir hins vegar sannleikann í málinu annan samkvæmt sínum upplýsingum. Hann hafi spurt Guðjón dómsformann við upphaf málsins hvort sérstökum væri ekki ljóst um tengsl sín við Ólaf. „Sagði hann svo vera og bætti við að þeir hefðu rætt bróðurtengsl okkar Ólafs svo og ráðgjafastörf mín fyrir slitastjórn Glitnis, áður en rekstur málsins hófst. Hefði niðurstaðan af samtalinu verið sú að þeir urðu sammála um að engin ástæða væri til að gera athugasemdir við hæfi mitt til að sitja í dómnum. Og sú varð reyndin.“ Því kemur það Sverri spánskt fyrir sjónir að saksóknari fullyrti eftir að sýknudómur var uppkveðinn að hann hefði ekki vitað af tengslunum. Það hafi haft slæm áhrif á sig. „Staðhæfing sérstaks saksóknara, um að hann vissi ekkert um bræðratengsl okkar Ólafs, hafði því eðlilega mjög slæm áhrif á mig. Eftir að ég frétti af útspili sérstaks saksóknara í fjölmiðlum þá hringir fréttamaður frá RÚV í mig. Við spjöllum saman og í því viðtali læt ég neikvæð ummæli falla um framkomu sérstaks saksóknara, í tengslum við aðför hans að Guðjóni og mér,“ skrifar Sverrir. Búið sé að margspila og rita ummælin í fjölmiðlum. „Eftir á að hyggja þá hefði ég átt að orða athugasemdir mínar öðruvísi. En, ummælin voru viðbrögð við ómaklegri árás og lýsa fyrst og fremst skoðun minni á þessu sérstaka hátterni sérstaks saksóknara, sem hér um ræðir.“Óskiljanlegt að engin yfirheyrsla hafi farið fram Sverrir setur stórt spurningamerki við það hvers vegna þeir Guðjón hafi ekki verið yfirheyrðir til að komast að sannleikanum í málinu. Um mikilvægt mál sé að ræða, ásökun virts dómara á hendur sérstökum saksóknara um að hann væri að segja ósatt. Verjendur í málinu kröfðust þess að bæði Guðjón og Sverrir yrðu teknir til skýrslutöku en Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að svo yrði ekki. „Afstaða bæði Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands í málinu er mér á allan hátt óskiljanleg. Ef það er óleyfilegt, eða jafnvel ólöglegt, að yfirheyra dómara í tengslum við það mál sem þeir hafa dæmt í, þá hefur það, í þessu tilfelli, leitt til þess að ómögulegt reyndist að komast að sannleika málsins. Á sama tíma liggur einn æðsti maður ákæruvaldsins undir ásökun eins virtasta dómara landsins um að hafa sagt ósatt og á þann hátt haft áhrif á framhald mikilvægs dómsmáls.“ Að mati Sverris virðist sem Hæstiréttur hafi ekki áhuga á að komast að hinu sanna í málinu. Það sé mjög alvarlegt. „Athugasemdir dómsformanns virðast einfaldlega virtar að vettugi og sérstökum saksóknara gert kleift að ógilda dómsniðurstöðu í mikilvægu máli þrátt fyrir áburð um ósannsögli. Maður getur einungis leyft sér að vona að þetta tilfelli sé ekki dæmigert fyrir vinnubrögð og afstöðu Hæstaréttar til sannleikans.“Ummælin verði að miðast við ósannsögli sérstaks Sverrir rifjar upp dóminn í Hæstarétti frá 22. apríl. „Ummæli saksóknarans voru á hinn bóginn eins og atvikum var háttað hófsöm og gáfu ekki tilefni til þess gildisdóms meðdómsmannsins á trúverðugleika embættis þess fyrrnefnda“ segir í dómnum. Segir Sverrir að ummæli hans verði að metast í ljósi þeirra upplýsingar sem hann hafði um að sérstakur væri að segja ósatt. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00 Sérstakur segir niðurstöðu Hæstaréttar hafa verið fyrirsjáanlega Hæstiréttur féllst í gær á að ómerkja héraðsdóm í Aurum-málinu svokallaða vegna ættartengsla og ummæla meðdómanda í málinu í fjölmiðlum. 23. apríl 2015 00:01 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Er Hæstiréttur virkilega að segja að mínar upplýsingar um ósannsögli sérstaks saksóknara gefi ekki tilefni til að hafa neikvæð áhrif á það traust sem ég ber til hans? Ummæli sérstaks saksóknara eru með tilliti til orðavals ef til vill hógvær, en það er ekkert hógvært við það að segja ósatt um jafn mikilvæga hluti og hér er um að ræða. Í mínum vinnureglum er slíkt hátterni óviðunandi og má undir engum kringumstæðum líðast og alveg sérstaklega ekki í réttarkerfinu. Það er mitt mat að Hæstiréttur hefði átt að setja meiri vinnu í það að reyna að komast að hinu sanna í málinu,“ segir Sverrir Ólafsson, prófessor í fjármálaverkrfæði og meðdómari í Aurum-málinu svokallaða, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Tilefni skrifa Sverris er niðurstaða Hæstaréttar á dögunum þar sem sýknudómurinn í Aurum-málinu var ómerktur vegna ummæla sem Sverrir hafði í frammi um Ólaf Hauksson, sérstakan saksóknara, í viðtali við RÚV eftir að dómur féll í héraðsdómi. Þóttu ummælin gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Sverrir var annar tveggja dómara sem vildu sýkna í Aurum-málinu en sá þriðji vildi sakfella. Sverrir, sem er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem oft er kenndur við Samskip og situr nú inni vegna Al-Thani málsins, sagði í samtali við fréttastofu RÚV um embætti sérstaks saksóknara og Ólaf Hauksson að „trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum“.Velti upp fjölskyldutengslum við dómsformann Sverrir rifjar upp aðkomu sína að málinu þegar leitað var til Háskólans í Reykjavík eftir mögulegum meðdómara. Etir nokkra umhugsun hafi Sverrir verið klár í slaginn. Hann fullyrðir að hann hafi aldrei hitt neinn ákærðu og hafi umfangsmikla þekkingu á svipuðum málum. Hann hafi strax gert Guðjóni St. Marteinssyni dómsformanni grein fyrir tengslunum. Guðjón hafi þegar vitað af þeim, ekki séð neitt athugavert við þau, og fullvissaði Sverri um að hann hefði tilkynnt bæði verjendum og sérstökum saksóknara um nöfn meðdómara. Eftir að dómur féll lýsti sérstakur saksóknari eins og kunnugt er því yfir að hann hefði ekki vitað af tengslum Sverris við Ólaf. „Hann hafði því rekið Aurum-málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, setið fyrir framan mig, sem settan sérfróðan meðdómsmann, í marga daga og ekki haft nokkra hugmynd um það hver ég var,“ segir Sverrir í greininni. „Hann hafði sem sagt ekki hirt um að kynna sér hver settur meðdómsmaður var í jafn umfangsmiklu máli. Mér er sagt að þegar sérfróður meðdómsmaður er skipaður þá sé það fyrsta verk allra málsaðila að afla sér upplýsinga um meðdómsmanninn, með hugsanlegt vanhæfi í huga.“Staðhæfing sérstaks hafði slæm áhrif á Sverri Sverrir segir hins vegar sannleikann í málinu annan samkvæmt sínum upplýsingum. Hann hafi spurt Guðjón dómsformann við upphaf málsins hvort sérstökum væri ekki ljóst um tengsl sín við Ólaf. „Sagði hann svo vera og bætti við að þeir hefðu rætt bróðurtengsl okkar Ólafs svo og ráðgjafastörf mín fyrir slitastjórn Glitnis, áður en rekstur málsins hófst. Hefði niðurstaðan af samtalinu verið sú að þeir urðu sammála um að engin ástæða væri til að gera athugasemdir við hæfi mitt til að sitja í dómnum. Og sú varð reyndin.“ Því kemur það Sverri spánskt fyrir sjónir að saksóknari fullyrti eftir að sýknudómur var uppkveðinn að hann hefði ekki vitað af tengslunum. Það hafi haft slæm áhrif á sig. „Staðhæfing sérstaks saksóknara, um að hann vissi ekkert um bræðratengsl okkar Ólafs, hafði því eðlilega mjög slæm áhrif á mig. Eftir að ég frétti af útspili sérstaks saksóknara í fjölmiðlum þá hringir fréttamaður frá RÚV í mig. Við spjöllum saman og í því viðtali læt ég neikvæð ummæli falla um framkomu sérstaks saksóknara, í tengslum við aðför hans að Guðjóni og mér,“ skrifar Sverrir. Búið sé að margspila og rita ummælin í fjölmiðlum. „Eftir á að hyggja þá hefði ég átt að orða athugasemdir mínar öðruvísi. En, ummælin voru viðbrögð við ómaklegri árás og lýsa fyrst og fremst skoðun minni á þessu sérstaka hátterni sérstaks saksóknara, sem hér um ræðir.“Óskiljanlegt að engin yfirheyrsla hafi farið fram Sverrir setur stórt spurningamerki við það hvers vegna þeir Guðjón hafi ekki verið yfirheyrðir til að komast að sannleikanum í málinu. Um mikilvægt mál sé að ræða, ásökun virts dómara á hendur sérstökum saksóknara um að hann væri að segja ósatt. Verjendur í málinu kröfðust þess að bæði Guðjón og Sverrir yrðu teknir til skýrslutöku en Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að svo yrði ekki. „Afstaða bæði Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands í málinu er mér á allan hátt óskiljanleg. Ef það er óleyfilegt, eða jafnvel ólöglegt, að yfirheyra dómara í tengslum við það mál sem þeir hafa dæmt í, þá hefur það, í þessu tilfelli, leitt til þess að ómögulegt reyndist að komast að sannleika málsins. Á sama tíma liggur einn æðsti maður ákæruvaldsins undir ásökun eins virtasta dómara landsins um að hafa sagt ósatt og á þann hátt haft áhrif á framhald mikilvægs dómsmáls.“ Að mati Sverris virðist sem Hæstiréttur hafi ekki áhuga á að komast að hinu sanna í málinu. Það sé mjög alvarlegt. „Athugasemdir dómsformanns virðast einfaldlega virtar að vettugi og sérstökum saksóknara gert kleift að ógilda dómsniðurstöðu í mikilvægu máli þrátt fyrir áburð um ósannsögli. Maður getur einungis leyft sér að vona að þetta tilfelli sé ekki dæmigert fyrir vinnubrögð og afstöðu Hæstaréttar til sannleikans.“Ummælin verði að miðast við ósannsögli sérstaks Sverrir rifjar upp dóminn í Hæstarétti frá 22. apríl. „Ummæli saksóknarans voru á hinn bóginn eins og atvikum var háttað hófsöm og gáfu ekki tilefni til þess gildisdóms meðdómsmannsins á trúverðugleika embættis þess fyrrnefnda“ segir í dómnum. Segir Sverrir að ummæli hans verði að metast í ljósi þeirra upplýsingar sem hann hafði um að sérstakur væri að segja ósatt.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00 Sérstakur segir niðurstöðu Hæstaréttar hafa verið fyrirsjáanlega Hæstiréttur féllst í gær á að ómerkja héraðsdóm í Aurum-málinu svokallaða vegna ættartengsla og ummæla meðdómanda í málinu í fjölmiðlum. 23. apríl 2015 00:01 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00
Sérstakur segir niðurstöðu Hæstaréttar hafa verið fyrirsjáanlega Hæstiréttur féllst í gær á að ómerkja héraðsdóm í Aurum-málinu svokallaða vegna ættartengsla og ummæla meðdómanda í málinu í fjölmiðlum. 23. apríl 2015 00:01
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15