Ljóðin reyndust betur en strákarnir Magnús Guðmundsson skrifar 30. apríl 2015 14:15 Ingunn Snædal ljóðskáld ætlar að breyta til og flytja til Dyflinnar ásamt dóttur sinni þegar líður að hausti. Visir/GVA „Mér finnst þetta vera óskaplega mikill heiður. Forlagið mitt bara sér um þetta allt saman og ég er bara glöð og reyni að standa mig,“ segir Ingunn Snædal ljóðskáld en í dag kemur út heildarsafn ljóða metsöluskáldsins af Jökuldal, frá 1995 til 2015, ásamt áður óbirtum ljóðum. Ingunn hefur sent frá sér fimm ljóðabækur á ferlinum sem hafa allar notið mikilla vinsælda og skáldið margverðlaunað fyrir ljóð sín. Ingunni finnst þó dálítið skrítin tilhugsun að nú skuli ljóðin hennar vera komin í eina svona stóra fallega bók. „Mér fannst þetta allt saman meinleysislegra og nettara þegar það voru að koma svona stakar ljóðabækur sem fara vel í vasa. En nú eru þau hjá Bjarti búin að gera þessa stóru og fallegu bók úr þessu öllu saman og ég reyni bara að standa mig fyrir þau og fara í viðtöl og útgáfuhóf. Ljóðabækurnar eru víst meira og minna uppseldar svo vonandi finnst einhverjum gott að geta fengið þetta svona í einum pakka.Meiri húmor í dag Ingunn segist vissulega sjá þessar fimm bækur á tuttugu árum sem ákveðinn þroskaferil og að reyndar hafi hún óttast að kjánahrollurinn ætti eftir að flæða upp fyrir axlir þegar hún kæmi aftur að elstu ljóðunum. „En það var nú í sjálfu sér alveg óþarfi. Það var óneitanlega mikil dramatík í gangi svona framan af ferlinum og mér finnst ég nú blessunarlega vera meiri húmoristi í dag. Oftar en ekki þá voru nú einhverjir strákar sem stóðu þarna á bak við ljóðin með tilheyrandi dramatík en svo þegar upp er staðið þá reyndust nú ljóðin betri en strákarnir. Ég held að ég hafi meiri húmor fyrir sjálfri mér í dag. Auðvitað lendir maður í alls konar áföllum á lífsleiðinni og þá hjálpar húmorinn og sem ljóðskáld þá fer maður í að skrifa sig frá því sem á manni dynur. Ást, skilnaður og sorg; allt þetta sammannlega er það sem fólk tengir við og þannig er þetta græðandi ferli, vonandi fyrir bæði mig og lesandann.“Ingunn á Skjöldólfsstöðum Síðustu sjö ár hefur Ingunn búið austur á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal þar sem hún hefur starfað sem kennari. En nú hefur Ingunn sagt upp kennslunni, ákveðið að breyta til og flytjast til Dyflinnar næsta haust. „Ég var orðin dálítið þreytt, svona eins og kennarar verða, og fannst því orðið tímabært að breyta til. Dóttir mín er orðin unglingur og mér fannst gott að hafa hana fyrir austan þessi æskuár en nú langar okkur að prófa eitthvað nýtt. Hún er írsk í föðurættina og mér finnst gott fyrir hana að fá að kynnast sínu föðurlandi. Málið er að ég hef alltaf haft einhvern brennandi áhuga á Írlandi sem enginn veit hvaðan er kominn. Ég var ekki nema um fimm ára gömul þegar ég tók upp á því að klippa út myndir af írskum kindum og líma á vegginn í herberginu mínu heima á Skjöldólfsstöðum. Mamma botnaði ekkert í þessu, efaðist um að ég vissi hvar Írland væri að finna. En það breytti engu um áhugann sem fylgdi mér áfram til fullorðinsáranna.Írsk í fyrra lífi Þegar ég var svo um tuttugu og fjögurra ára gömul þá fór ég loks til Írlands og í þeim tilgangi að læra írsku. Þetta forna keltneska tungumál sem var við það að deyja út með öllu. Þarna kemur saman alls konar skrítið og skemmtilegt fólk frá öllum heimshornum sem átti aðeins sameiginlega þessa einu ástríðu og það var dálítið sérstakt. En kennarinn okkar var á því að við sem værum þarna saman komin hefðum í raun öll verið Írar í fyrra lífi og því væri þetta fullkomlega eðlilegt. Þarna kynntist ég líka manninum mínum og það sem mér finnst svo heillandi við þetta samfélag er að þarna er fólk alltaf að segja sögur. Þannig er það líka heima á Jökuldal svo þessi sameiginlega taug liggur eflaust í gegnum þessa ástríðu. Við dóttir mín komum svo til með að flytja til Dyflinnar í ágúst og ég ætla að reyna að draga fram lífið á því að þýða, prófarkalesa og vonandi skrifa. Ég vona að minnsta kosti að hugurinn og sköpunarkrafturinn fái góða innspýtingu við það að koma í nýtt og skemmtilegt umhverfi.“ Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Mér finnst þetta vera óskaplega mikill heiður. Forlagið mitt bara sér um þetta allt saman og ég er bara glöð og reyni að standa mig,“ segir Ingunn Snædal ljóðskáld en í dag kemur út heildarsafn ljóða metsöluskáldsins af Jökuldal, frá 1995 til 2015, ásamt áður óbirtum ljóðum. Ingunn hefur sent frá sér fimm ljóðabækur á ferlinum sem hafa allar notið mikilla vinsælda og skáldið margverðlaunað fyrir ljóð sín. Ingunni finnst þó dálítið skrítin tilhugsun að nú skuli ljóðin hennar vera komin í eina svona stóra fallega bók. „Mér fannst þetta allt saman meinleysislegra og nettara þegar það voru að koma svona stakar ljóðabækur sem fara vel í vasa. En nú eru þau hjá Bjarti búin að gera þessa stóru og fallegu bók úr þessu öllu saman og ég reyni bara að standa mig fyrir þau og fara í viðtöl og útgáfuhóf. Ljóðabækurnar eru víst meira og minna uppseldar svo vonandi finnst einhverjum gott að geta fengið þetta svona í einum pakka.Meiri húmor í dag Ingunn segist vissulega sjá þessar fimm bækur á tuttugu árum sem ákveðinn þroskaferil og að reyndar hafi hún óttast að kjánahrollurinn ætti eftir að flæða upp fyrir axlir þegar hún kæmi aftur að elstu ljóðunum. „En það var nú í sjálfu sér alveg óþarfi. Það var óneitanlega mikil dramatík í gangi svona framan af ferlinum og mér finnst ég nú blessunarlega vera meiri húmoristi í dag. Oftar en ekki þá voru nú einhverjir strákar sem stóðu þarna á bak við ljóðin með tilheyrandi dramatík en svo þegar upp er staðið þá reyndust nú ljóðin betri en strákarnir. Ég held að ég hafi meiri húmor fyrir sjálfri mér í dag. Auðvitað lendir maður í alls konar áföllum á lífsleiðinni og þá hjálpar húmorinn og sem ljóðskáld þá fer maður í að skrifa sig frá því sem á manni dynur. Ást, skilnaður og sorg; allt þetta sammannlega er það sem fólk tengir við og þannig er þetta græðandi ferli, vonandi fyrir bæði mig og lesandann.“Ingunn á Skjöldólfsstöðum Síðustu sjö ár hefur Ingunn búið austur á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal þar sem hún hefur starfað sem kennari. En nú hefur Ingunn sagt upp kennslunni, ákveðið að breyta til og flytjast til Dyflinnar næsta haust. „Ég var orðin dálítið þreytt, svona eins og kennarar verða, og fannst því orðið tímabært að breyta til. Dóttir mín er orðin unglingur og mér fannst gott að hafa hana fyrir austan þessi æskuár en nú langar okkur að prófa eitthvað nýtt. Hún er írsk í föðurættina og mér finnst gott fyrir hana að fá að kynnast sínu föðurlandi. Málið er að ég hef alltaf haft einhvern brennandi áhuga á Írlandi sem enginn veit hvaðan er kominn. Ég var ekki nema um fimm ára gömul þegar ég tók upp á því að klippa út myndir af írskum kindum og líma á vegginn í herberginu mínu heima á Skjöldólfsstöðum. Mamma botnaði ekkert í þessu, efaðist um að ég vissi hvar Írland væri að finna. En það breytti engu um áhugann sem fylgdi mér áfram til fullorðinsáranna.Írsk í fyrra lífi Þegar ég var svo um tuttugu og fjögurra ára gömul þá fór ég loks til Írlands og í þeim tilgangi að læra írsku. Þetta forna keltneska tungumál sem var við það að deyja út með öllu. Þarna kemur saman alls konar skrítið og skemmtilegt fólk frá öllum heimshornum sem átti aðeins sameiginlega þessa einu ástríðu og það var dálítið sérstakt. En kennarinn okkar var á því að við sem værum þarna saman komin hefðum í raun öll verið Írar í fyrra lífi og því væri þetta fullkomlega eðlilegt. Þarna kynntist ég líka manninum mínum og það sem mér finnst svo heillandi við þetta samfélag er að þarna er fólk alltaf að segja sögur. Þannig er það líka heima á Jökuldal svo þessi sameiginlega taug liggur eflaust í gegnum þessa ástríðu. Við dóttir mín komum svo til með að flytja til Dyflinnar í ágúst og ég ætla að reyna að draga fram lífið á því að þýða, prófarkalesa og vonandi skrifa. Ég vona að minnsta kosti að hugurinn og sköpunarkrafturinn fái góða innspýtingu við það að koma í nýtt og skemmtilegt umhverfi.“
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira