Ekki nokkur spurning um nýjan spítala við Hringbraut Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2015 07:00 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á ársfundinum í gær. Vísir/Valli „Ef einhver skyldi velkjast í vafa um hvar nýbyggingar Landspítala munu rísa get ég upplýst um það hér að í mínum huga er það ekki nokkur spurning, það verður við Hringbraut,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á ársfundi Landspítalans í gær. Alþingi samþykkti í maí 2014 með öllum greiddum atkvæðum þingsályktun sem kvað á um að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða mætti undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefði verið tryggð. Raunar var tillagan önnur en sú sem á endanum var samþykkt. Í upphaflegu útgáfunni var ætlað að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða mætti undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut og hefja byggingu hans að því loknu. Umræðan um byggingu nýs Landspítala á þessum stað hefur staðið í langan tíma og of langt mál er að rekja þá sögu alla. Sem dæmi má nefna þingsályktunartillögu frá árinu 2004 um undirbúning nýbyggingarinnar. Síðan eru liðin meira en tíu ár en til að setja tillöguna í sögulegt samhengi var í henni einnig lagt til að yrði Landssíminn seldur ætti að nýta hluta söluverðmætisins til þessa verkefnis. Þrjár staðarvalsnefndir hafa fjallað um málið, árin 2002, 2004 og 2008, og allar komist að þeirri niðurstöðu að Hringbraut ætti að verða fyrir valinu. Þá hefur Alþingi tvívegis samþykkt lög um nýjan spítala við Hringbraut, árin 2010 og 2013.Teikning af nýjum Landspítala við Hringbraut.Á miðvikudag í síðustu viku spurði Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra um nýbyggingu Landspítala við Hringbraut. Vakti hann athygli á því að í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu þrjú árin væri gert ráð fyrir að lokið yrði við byggingu sjúkrahótels og hönnun á meðferðarkjarna á árinu 2017 við Hringbraut. „Samstaða náðist um þetta mál á Alþingi með þingsályktun um nýjan Landspítala við Hringbraut í Reykjavík á síðastliðnu vori,“ sagði Guðbjartur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svaraði því til að ekki væri rétt að nýr Landspítali hefði verið samþykktur, heldur aðeins viðhald og bráðabirgðaaðgerðir á húsnæði og uppbygging eftir þörfum. Þannig virðist ein helsta andstaðan við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut vera forsætisráðherrann sjálfur. Sigmundur hefur talað til dæmis fyrir byggingu spítala á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Á Facebook-síðu sinni í apríl sagði hann að um staðsetninguna væru skiptar skoðanir og því hefði þingsályktuninni frá 2014 verið breytt. „Lausnamiðað fólk hlýtur að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi miðað við núverandi aðstæður til að meta hver sé skynsamlegasta, hagkvæmasta og fljótlegasta leiðin til að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús,“ skrifaði Sigmundur. Þrír síðustu heilbrigðisráðherrar Framsóknarflokksins, þau Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson og Ingibjörg Pálmadóttir, voru allir sammála um að byggja ætti nýtt sjúkrahús við Hringbraut. Fylgismenn uppbyggingar nýja spítalans við Hringbraut gætu til dæmis bent forsætisráðherra á að Guðjón Samúelsson heitinn arkitekt teiknaði ekki aðeins bygginguna sem Landspítalinn er í í dag við Hringbrautina heldur einnig mun stærri spítala. Ef til vill myndi það liðka fyrir samþykki hans á framkvæmdunum. Alþingi Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira
„Ef einhver skyldi velkjast í vafa um hvar nýbyggingar Landspítala munu rísa get ég upplýst um það hér að í mínum huga er það ekki nokkur spurning, það verður við Hringbraut,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á ársfundi Landspítalans í gær. Alþingi samþykkti í maí 2014 með öllum greiddum atkvæðum þingsályktun sem kvað á um að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða mætti undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefði verið tryggð. Raunar var tillagan önnur en sú sem á endanum var samþykkt. Í upphaflegu útgáfunni var ætlað að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða mætti undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut og hefja byggingu hans að því loknu. Umræðan um byggingu nýs Landspítala á þessum stað hefur staðið í langan tíma og of langt mál er að rekja þá sögu alla. Sem dæmi má nefna þingsályktunartillögu frá árinu 2004 um undirbúning nýbyggingarinnar. Síðan eru liðin meira en tíu ár en til að setja tillöguna í sögulegt samhengi var í henni einnig lagt til að yrði Landssíminn seldur ætti að nýta hluta söluverðmætisins til þessa verkefnis. Þrjár staðarvalsnefndir hafa fjallað um málið, árin 2002, 2004 og 2008, og allar komist að þeirri niðurstöðu að Hringbraut ætti að verða fyrir valinu. Þá hefur Alþingi tvívegis samþykkt lög um nýjan spítala við Hringbraut, árin 2010 og 2013.Teikning af nýjum Landspítala við Hringbraut.Á miðvikudag í síðustu viku spurði Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra um nýbyggingu Landspítala við Hringbraut. Vakti hann athygli á því að í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu þrjú árin væri gert ráð fyrir að lokið yrði við byggingu sjúkrahótels og hönnun á meðferðarkjarna á árinu 2017 við Hringbraut. „Samstaða náðist um þetta mál á Alþingi með þingsályktun um nýjan Landspítala við Hringbraut í Reykjavík á síðastliðnu vori,“ sagði Guðbjartur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svaraði því til að ekki væri rétt að nýr Landspítali hefði verið samþykktur, heldur aðeins viðhald og bráðabirgðaaðgerðir á húsnæði og uppbygging eftir þörfum. Þannig virðist ein helsta andstaðan við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut vera forsætisráðherrann sjálfur. Sigmundur hefur talað til dæmis fyrir byggingu spítala á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Á Facebook-síðu sinni í apríl sagði hann að um staðsetninguna væru skiptar skoðanir og því hefði þingsályktuninni frá 2014 verið breytt. „Lausnamiðað fólk hlýtur að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi miðað við núverandi aðstæður til að meta hver sé skynsamlegasta, hagkvæmasta og fljótlegasta leiðin til að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús,“ skrifaði Sigmundur. Þrír síðustu heilbrigðisráðherrar Framsóknarflokksins, þau Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson og Ingibjörg Pálmadóttir, voru allir sammála um að byggja ætti nýtt sjúkrahús við Hringbraut. Fylgismenn uppbyggingar nýja spítalans við Hringbraut gætu til dæmis bent forsætisráðherra á að Guðjón Samúelsson heitinn arkitekt teiknaði ekki aðeins bygginguna sem Landspítalinn er í í dag við Hringbrautina heldur einnig mun stærri spítala. Ef til vill myndi það liðka fyrir samþykki hans á framkvæmdunum.
Alþingi Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira