Viðskipti innlent

Enn biðröð eftir kleinuhringjum á sjötta degi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessir ungu drengir voru ánægðir eftir dvölina í röðinni.
Þessir ungu drengir voru ánægðir eftir dvölina í röðinni. Vísir/GVA
Kleinuhringjarisinn Dunkin’ Donuts opnaði sitt fyrsta útibú á Laugaveginum miðvikudaginn 5. ágúst. Á sjötta degi var enn röð þegar ljósmyndari Vísis leit við á þriðja tímanum eftir hádegi í dag.

Óhætt er að segja að vinsældir staðarins fyrstu vikuna hafi verið með ólíkindum. Fjölmargir gistu fyrir utan staðinn aðfaranótt miðvikudagsins þegar hann var opnaður til að tryggja sér ársbirgðir af kleinuhringjum. Fimmtíu fyrstu fengu gjafabréf upp á sex kleinuhringi á viku í eitt ár.

Fróðlegt verður að sjá hve lengi borgarbúar og erlendir ferðamenn mega eiga von á röð hjá kleinuhringjarisanum á Laugaveginum. Stefnt er að því að opna alls sextán Dunkin' Donuts á Íslandi á næstu tveimur árum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×