Erlent

Brutu gegn börnum og kúguðu foreldranna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölskyldur í Pakistan hafa látið reiði sína í ljós undanfarna daga vegna málsins.
Fjölskyldur í Pakistan hafa látið reiði sína í ljós undanfarna daga vegna málsins. Vísir/AP
Lögregluyfirvöld í Pakistan hafa handtekið 12 manns sem sakaðir eru um að hafa tekið þátt í umfangsmiklum kynferðisbrotum gegn að minnsta kosti 280 börnum. Talið er að mennirnir hafi tekið tekið upp á myndbönd er börnin voru kynferðislega misnotkuð og nýtt myndböndin til þess að kúga fé út úr foreldrum þeirra.

Málið hefur vakið hörð viðbrögð í Pakistan, báðar deildir pakistanska þingsins samþykktu einróma ályktun þar sem brotin voru fordæmd og hefur Nawas Sharif, forsætisráðherra Pakistan, lofað miskunnarlausum aðgerðum gegn gerendunum. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar í Punjab-héraði en brotin voru að mestu framin í þorpinu Hussain Khanwala.



Lögreglan taldi ásakanirnar vera tilhæfulausar í fyrstu.


Lögmaður þolenda hefur ásakað lögregluyfirvöld um að hafa dregið lappirnar í rannsókn málsins en sum myndböndin eru frá árinu 2007. Einnig telur lögmaðurinn að lögreglan sé að vernda gerendur.

„Lögreglan er að vernda glæpamennina, hún styður þá og hefur veitt þeim tækifæri á að flýja frá þorpinu.“

Í síðustu viku rannskaði lögreglan málið að beiðni héraðsyfirvalda. Niðurstaðan var sú að ásakanir væru tilhæfulausar en þrýstingur frá yfirvöldum, fjölmiðlum og mannréttindahópum gerði það að verkum að málið var rannsakað frekar.

Saba Sadiq, yfirmaður Barnaverndayfirvalda í Punjab-héraði sagði að þetta væri stærsta kynferðisbrotamál gegn börnum í sögu Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×