Erlent

160 kíló af kókaíni gerð upptæk: Hinn grunaði flúði á hlaupum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ökumaðurinn var stöðvaður í bænum Clifton í Pennsylvaníufylki.
Ökumaðurinn var stöðvaður í bænum Clifton í Pennsylvaníufylki.
Fíkniefnadeild lögreglu í New Jersey lagði hald á um 160 kíló af kókaíni í bíl og síðar geymsluhúsnæði í bænum Cilfton í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum á föstudag.

Lögregla stöðvaði ökumanninn á föstudaginn en sá flúði á hlaupum.

Í bílnum fundust um 105 kíló af kókaíni. Númeraleit leiddi lögreglu í bílageymslu í fylkinu þar sem 45 kíló til viðbótar fundust. Ekki liggur fyrir hver ökumaðurinn var og stendur rannsókn lögreglu yfir.

Virði fíkniefnanna er talið nema um 20 milljónum dollara eða sem svarar til um 2,7 milljarða íslenskra króna. AP greinir frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×