Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á Reykhólum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 10:21 Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi. Vísir Maðurinn sem handtekinn var af lögreglu við Vellina í Hafnarfirði í nótt heitir Benedikt Bragason og á að baki langan brotaferil. Hann var handtekinn á heimili móður sinnar, vopnaður golfkylfu og hníf, um eittleytið í nótt. Hann var síðast dæmdur til fangelsisvistar vegna brots gegn valdstjórninni í mars síðastliðnum. Hann hafði í nóvember 2013 ítrekað hótað þremur lögreglumönnum lífláti eftir að hafa verið handtekinn auk þess sem hann hótaði einum þeirra líkamsmeiðingum með því að segja: „Ég skal brjóta á þér andlitið.“ Með broti sínu rauf Benedikt reynslulausn en hann átti eftir tæplega átta mánuði af refsingu eftir fíkniefnalagabrot. Vegna þessa dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hann til tíu mánaða fangelsisvistar.Sjá einnig: Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Auk þessa nýjasta dóms hefur Benedikt, sem fæddur er árið 1970, þrettán sinnum áður fengið á sig dóm frá árinu 1998. Þar á meðal fyrir brot á fíkniefnalögum, umferðarlögum og gegn valdstjórninni. Benedikt var handtekinn um eittleytið í nótt eftir að lögreglu barst tilkynning klukkan tíu um hávaða úr íbúð hans. Þegar lögreglu bar að garði brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í ljós hefur komið að hann var í raun vopnaður golfkylfu og hnífi. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar. Í dóminum frá því í mars kemur fram að Benedikt eigi við áfengisvanda að stríða.Sjá einnig: Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra „Þá lagði ákærði fram læknisvottorð þar sem fram kom að ákærði ætti við áfengissjúkdóm að stríða og í tengslum við þann sjúkdóm brygðist hann stundum við áreiti með ofsareiði, sem væri ekki í eðli hans. Sé hann nú að reyna að ná stjórn á sjúkdómi sínum með stuðningi AA-samtakanna og sé nú fyrst sjálfur orðinn meðvitaður um þann sjúkdóm. Einnig var lagt fram vottorð frá trúnaðarmanni ákærða þar sem fram kemur að ákærði sé nú í 12 spora kerfi AA-samtakanna og hafi sýnt mikinn dugnað í þeirri vinnu að halda sjúkdóminum niðri,“ segir í dóminum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Benedikt í annarlegu ástandi í gærkvöldi. Skaut úr haglabyssu á Reykhólum Benedikt var vistaður á geðdeild eftir að hafa verið handtekinn á Reykhólum í lok júlí árið 2004. Þá hafði hann skotið að minnsta kosti tíu skotum úr haglabyssu að nokkrum íbúðarhúsum, bíl og plastbát á Reykhólum. Hann var auk haglabyssunnar vopnaður riffli. „Maðurinn var ekki í andlegu jafnvægi þegar atburðurinn átti sér stað,“ segir í frétt Vísis frá því í ágúst árið 2004. Talsverða athygli vakti þegar atburðurinn átti sér stað að um tíu tíma tók fyrir lögreglu að koma á staðinn eftir að tilkynning barst um skothríðina. Í aðgerðum lögreglu í kjölfarið fundust um 170 kannabisplöntur á dvalarstað Benedikts í Reykjavík.Sjá einnig: Prestssonur gekk berserksgangFlutti inn sterkt kókaín, blandaði og seldi Benedikt var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa í lok árs 2007 flutt inn til landsins allt að 700 grömm af kókaíni „með miklum efnastyrkleika,“ að því er segir í dómi frá árinu 2008. Efnin voru ætluð til sölu og náði Benedikt að selja efni fyrir allt að 800 þúsund krónur áður en hann var handtekinn í janúar árið 2008. Hafði hann þá drýgt kókaínið með blöndun og selt og afhent allt að 300 grömm af efninu til ótiltekins fjölda fíkniefnakaupenda. Við húsleit í janúar fundust 580 grömm af kókaíni. Þá fannst í íbúð hans rafmagnsvopn og var hann því dæmdur vegna vopnalagabrota. Árið 2010 var Benedikt dæmdur í skilorðsbundna refsingu til fimm ára í Austurríki vegna tilraunar til mótspyrnu gegn valdstjórninni. Þá var hann árið 2011 dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn ýmsum ákvæðum umferðarlaga. Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23 Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var af lögreglu við Vellina í Hafnarfirði í nótt heitir Benedikt Bragason og á að baki langan brotaferil. Hann var handtekinn á heimili móður sinnar, vopnaður golfkylfu og hníf, um eittleytið í nótt. Hann var síðast dæmdur til fangelsisvistar vegna brots gegn valdstjórninni í mars síðastliðnum. Hann hafði í nóvember 2013 ítrekað hótað þremur lögreglumönnum lífláti eftir að hafa verið handtekinn auk þess sem hann hótaði einum þeirra líkamsmeiðingum með því að segja: „Ég skal brjóta á þér andlitið.“ Með broti sínu rauf Benedikt reynslulausn en hann átti eftir tæplega átta mánuði af refsingu eftir fíkniefnalagabrot. Vegna þessa dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hann til tíu mánaða fangelsisvistar.Sjá einnig: Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Auk þessa nýjasta dóms hefur Benedikt, sem fæddur er árið 1970, þrettán sinnum áður fengið á sig dóm frá árinu 1998. Þar á meðal fyrir brot á fíkniefnalögum, umferðarlögum og gegn valdstjórninni. Benedikt var handtekinn um eittleytið í nótt eftir að lögreglu barst tilkynning klukkan tíu um hávaða úr íbúð hans. Þegar lögreglu bar að garði brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í ljós hefur komið að hann var í raun vopnaður golfkylfu og hnífi. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar. Í dóminum frá því í mars kemur fram að Benedikt eigi við áfengisvanda að stríða.Sjá einnig: Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra „Þá lagði ákærði fram læknisvottorð þar sem fram kom að ákærði ætti við áfengissjúkdóm að stríða og í tengslum við þann sjúkdóm brygðist hann stundum við áreiti með ofsareiði, sem væri ekki í eðli hans. Sé hann nú að reyna að ná stjórn á sjúkdómi sínum með stuðningi AA-samtakanna og sé nú fyrst sjálfur orðinn meðvitaður um þann sjúkdóm. Einnig var lagt fram vottorð frá trúnaðarmanni ákærða þar sem fram kemur að ákærði sé nú í 12 spora kerfi AA-samtakanna og hafi sýnt mikinn dugnað í þeirri vinnu að halda sjúkdóminum niðri,“ segir í dóminum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Benedikt í annarlegu ástandi í gærkvöldi. Skaut úr haglabyssu á Reykhólum Benedikt var vistaður á geðdeild eftir að hafa verið handtekinn á Reykhólum í lok júlí árið 2004. Þá hafði hann skotið að minnsta kosti tíu skotum úr haglabyssu að nokkrum íbúðarhúsum, bíl og plastbát á Reykhólum. Hann var auk haglabyssunnar vopnaður riffli. „Maðurinn var ekki í andlegu jafnvægi þegar atburðurinn átti sér stað,“ segir í frétt Vísis frá því í ágúst árið 2004. Talsverða athygli vakti þegar atburðurinn átti sér stað að um tíu tíma tók fyrir lögreglu að koma á staðinn eftir að tilkynning barst um skothríðina. Í aðgerðum lögreglu í kjölfarið fundust um 170 kannabisplöntur á dvalarstað Benedikts í Reykjavík.Sjá einnig: Prestssonur gekk berserksgangFlutti inn sterkt kókaín, blandaði og seldi Benedikt var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa í lok árs 2007 flutt inn til landsins allt að 700 grömm af kókaíni „með miklum efnastyrkleika,“ að því er segir í dómi frá árinu 2008. Efnin voru ætluð til sölu og náði Benedikt að selja efni fyrir allt að 800 þúsund krónur áður en hann var handtekinn í janúar árið 2008. Hafði hann þá drýgt kókaínið með blöndun og selt og afhent allt að 300 grömm af efninu til ótiltekins fjölda fíkniefnakaupenda. Við húsleit í janúar fundust 580 grömm af kókaíni. Þá fannst í íbúð hans rafmagnsvopn og var hann því dæmdur vegna vopnalagabrota. Árið 2010 var Benedikt dæmdur í skilorðsbundna refsingu til fimm ára í Austurríki vegna tilraunar til mótspyrnu gegn valdstjórninni. Þá var hann árið 2011 dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn ýmsum ákvæðum umferðarlaga.
Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23 Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23
Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08