Körfubolti

Tölfræði er drasl

Charles Barkley.
Charles Barkley. vísir/getty
Framkvæmdastjóri Houston Rockets, Daryl Morey, skaut á Charles Barkley á Twitter og fékk í kjölfarið að heyra það frá Barkley.

Körfuboltasérfræðingurinn Barkley sagði að Morey væri ekki starfi sínu vaxinn og sagði hann ekkert vita um körfubolta.

„Ég hef alltaf sagt að tölfræði sé drasl. Ég hef aldrei sagt að Houston eigi möguleika á titlinum því þeir eiga engan möguleika. Hvað varðar Morey þá myndi ég ekki einu sinni þekkja hann ef hann labbaði inn í herbergið," sagði Barkley reiður.

Barkley færði rök fyrir máli sínu á þann hátt að segja að Houston væri með lélegt varnarlið þó svo tölfræðin segi annað.

„Þó svo tölfræðin sé góð þýðir ekki að vörnin sé góð. Houston er ekki gott varnarlið. Þeir voru að fá á sig 118 stig. Góð varnarlið fá ekki á sig 118 stig."

Barkley segir að lið verði að koma inn með gæði en ekki tölur til þess að verða alvöru lið.

„Þeir segja sama kjaftæðið í hafnaboltanum. Svo setja þeir létt lið saman sem vinnur aldrei neitt. Liðin eru samkeppnishæf upp að vissu marki og vinna svo ekkert. Það sama er upp á teningnum í NBA.

„Rockets var lélegt lið í langan tíma. Þá ákvað liðið að greiða James Harden mikinn pening og fyrir vikið varð liðið betra. Svo keyptu þeir Dwight Howard og urðu enn betri.

„NBA-deildin snýst um hæfileika. Allir þessir yfirmenn sem tala um tölfræði eiga eitt sameiginlegt - þeir hafa aldrei spilað leikinn, fengu engar stelpur í framhaldsskóla og vilja vera með."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×