Reykjanesbær hækkaði útsvarið á milli ára úr hámarksútsvari sem er 14,52% í 15,05%vísir/gva
Fasteignaskattar í Reykjanesbæ hækka um 67% milli ára. Reykjanesbær hækkaði einnig útsvarið úr hámarksútsvari sem er 14,52% í 15,05%. Það var gert vegna slæmrar fjárhagstöðu bæjarfélagsins. Þetta kemur fram í könnun Verðlagseftirlits ASÍ sem kannaði álagningu fasteignagjalda og útsvars fyrir árið 2015 hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins.
Þá hækkuð öll gjöld í Reykjavík vegna töluverðar hækkunnar á fasteignamati. Fasteignaskattur í Reykjavík hækkar um allt að 12,8%.
Fasteignamat lækkaði hinsvegar í Ísafjarðarbæ, sem leiddi til lækkunar á fasteignaskatti, lóðaleigu, vatnsgjaldi og holræsagjaldi.
Talsverð hækkun á fasteignasköttum varð í Árborg eða um 9% og Fjarðarbyggð um 7%. Garðabær lækkaði sína fasteignaskatta um 8%, Seltjarnarnes um 5% og Kópavogur um 2%.
Fasteignaverð hækkar mest í Reykjanesbæ en hækkar einnig nokkuð í Reykjavík og Árborg.mynd/así