Bláa lónið verður að fordæmi í Níkaragva Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Morten Nygart Telur Ísland vera Houston jarðvarmans.fréttablaðið/stefán Danski athafnamaðurinn Morten Nygart, sem rekur fyrirtækið Global 2020 ásamt Scarlett eiginkonu sinni, telur raunhæft að byggja upp ferðamannaaðstöðu í Níkaragva með Bláa lónið á Íslandi sem fyrirmynd. Scarlett er frá Níkaragva, en þau hjónin hafa verið ráðgjafar stjórnvalda í landinu á sviði endurnýjanlegrar orku. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í nóvember viljayfirlýsingu af hálfu Íslands um að efla samstarf við Níkaragva á sviði hagnýtingar endurnýtanlegra orkugjafa. Viljayfirlýsingin felur í sér að löndin tvö muni efla samvinnu sín á milli, m.a. hvað varðar þekkingu á sviði endurnýjanlegrar orku. Viljayfirlýsingin, sem er á milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og ráðuneytis orku- og námumála í Níkaragva, var undirrituð að viðstöddum Daniel Ortega, forseta landsins. Morten Nygart segir í samtali við Markaðinn að mikill árangur hafi náðst í Níkaragva á sviði endurnýjanlegrar raforku. Nú sé verið að huga að því hvar í heiminum þekking á sviði jarðvarma sé sem mest. „Og við segjum að Ísland sé eins og Houston jarðvarmans,“ segir Nygart. Hann segist strax hafa sett sig í samband við Hákon Gunnarsson, stofnanda Gekon, sem átti frumkvæði að klasasamstarfi innan jarðvarmageirans. „Við sáum hvernig orkan var notuð á margvíslegan hátt og við sáum margar hugmyndir um notkun hennar í annars stigs framleiðslu,“ segir Nygart. Hann tekur fram að þar eigi hann meðal annars við í fiskeldi, í Bláa lóninu og á fleiri vegu. „Það var mögnuð lífsreynsla að sjá þetta,“ segir hann. Nygart segist einnig hafa hitt fólk frá Íslenska sjávarklasanum og þar væri hugsunin sú sama. Að nýta náttúrugæði til þess að framleiða margvíslega hluti. Nygart segist vilja nýta þetta íslenska hugvit til að stofna auðlindagarð í Níkaragva sem yrði byggður eftir íslensku hugviti. Eftir að viljayfirlýsingin var undirrituð í nóvember sé hann núna hingað kominn til þess að komast að því hverjir hafi áhuga á að taka þátt í þessu verkefni. „Við getum ekki þrýst á alla. Við getum ekki skuldbundið alla en við verðum að sjá hvaða viðbrögð við fáum og upp að hvaða marki þessi fyrirtæki vilja taka þátt. Það er svolítil ráðgáta því það er misjafnt hvað fólk vill,“ segir Nygart. Hann segist gera sér grein fyrir að Íslendingar geti ekki farið í miklar fjárfestingar í þessum verkefnum. „Þeir hafa þekkingu og tíma og það er vilji til að taka þátt, ekki með peningum heldur öðrum hætti. Og það er það sem við viljum og vonumst eftir. En það þýðir auðvitað að við verðum að finna fjárfesta annars staðar,“ segir hann. Fjármagnsins verði síðan leitað annars staðar í Evrópu og sennilegast Bandaríkjunum líka. Nygart sér fyrir sér að Íslendingar vinni að þessum verkefnum í Níkaragva. „Helst bara Íslendingar því hugmyndin er að flytja íslenska þekkingu til Níkaragva. Augljóslega eru Íslendingar ekki eina fólkið með flottar hugmyndir en þeir hafa sýnt það að þeir geta gert hluti á þessu sviði sem engir aðrir hafa gert. Það eina sem verður ekki hluti af þessu verkefni er íslenska krónan,“ segir Nygart í kaldhæðni. Hann telur raunhæft að byggja upp Bláa lónið. „Já, algjörlega, það er væntanlega eitt af því sem mun byggjast upp fyrst,“ segir hann. Nygart segist hafa verið í sambandi við Albert Albertsson, hjá HS Orku, vegna lónsins. „Hann fór með okkur til Níkaragva og hann hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga,“ segir Nygart. Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Danski athafnamaðurinn Morten Nygart, sem rekur fyrirtækið Global 2020 ásamt Scarlett eiginkonu sinni, telur raunhæft að byggja upp ferðamannaaðstöðu í Níkaragva með Bláa lónið á Íslandi sem fyrirmynd. Scarlett er frá Níkaragva, en þau hjónin hafa verið ráðgjafar stjórnvalda í landinu á sviði endurnýjanlegrar orku. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í nóvember viljayfirlýsingu af hálfu Íslands um að efla samstarf við Níkaragva á sviði hagnýtingar endurnýtanlegra orkugjafa. Viljayfirlýsingin felur í sér að löndin tvö muni efla samvinnu sín á milli, m.a. hvað varðar þekkingu á sviði endurnýjanlegrar orku. Viljayfirlýsingin, sem er á milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og ráðuneytis orku- og námumála í Níkaragva, var undirrituð að viðstöddum Daniel Ortega, forseta landsins. Morten Nygart segir í samtali við Markaðinn að mikill árangur hafi náðst í Níkaragva á sviði endurnýjanlegrar raforku. Nú sé verið að huga að því hvar í heiminum þekking á sviði jarðvarma sé sem mest. „Og við segjum að Ísland sé eins og Houston jarðvarmans,“ segir Nygart. Hann segist strax hafa sett sig í samband við Hákon Gunnarsson, stofnanda Gekon, sem átti frumkvæði að klasasamstarfi innan jarðvarmageirans. „Við sáum hvernig orkan var notuð á margvíslegan hátt og við sáum margar hugmyndir um notkun hennar í annars stigs framleiðslu,“ segir Nygart. Hann tekur fram að þar eigi hann meðal annars við í fiskeldi, í Bláa lóninu og á fleiri vegu. „Það var mögnuð lífsreynsla að sjá þetta,“ segir hann. Nygart segist einnig hafa hitt fólk frá Íslenska sjávarklasanum og þar væri hugsunin sú sama. Að nýta náttúrugæði til þess að framleiða margvíslega hluti. Nygart segist vilja nýta þetta íslenska hugvit til að stofna auðlindagarð í Níkaragva sem yrði byggður eftir íslensku hugviti. Eftir að viljayfirlýsingin var undirrituð í nóvember sé hann núna hingað kominn til þess að komast að því hverjir hafi áhuga á að taka þátt í þessu verkefni. „Við getum ekki þrýst á alla. Við getum ekki skuldbundið alla en við verðum að sjá hvaða viðbrögð við fáum og upp að hvaða marki þessi fyrirtæki vilja taka þátt. Það er svolítil ráðgáta því það er misjafnt hvað fólk vill,“ segir Nygart. Hann segist gera sér grein fyrir að Íslendingar geti ekki farið í miklar fjárfestingar í þessum verkefnum. „Þeir hafa þekkingu og tíma og það er vilji til að taka þátt, ekki með peningum heldur öðrum hætti. Og það er það sem við viljum og vonumst eftir. En það þýðir auðvitað að við verðum að finna fjárfesta annars staðar,“ segir hann. Fjármagnsins verði síðan leitað annars staðar í Evrópu og sennilegast Bandaríkjunum líka. Nygart sér fyrir sér að Íslendingar vinni að þessum verkefnum í Níkaragva. „Helst bara Íslendingar því hugmyndin er að flytja íslenska þekkingu til Níkaragva. Augljóslega eru Íslendingar ekki eina fólkið með flottar hugmyndir en þeir hafa sýnt það að þeir geta gert hluti á þessu sviði sem engir aðrir hafa gert. Það eina sem verður ekki hluti af þessu verkefni er íslenska krónan,“ segir Nygart í kaldhæðni. Hann telur raunhæft að byggja upp Bláa lónið. „Já, algjörlega, það er væntanlega eitt af því sem mun byggjast upp fyrst,“ segir hann. Nygart segist hafa verið í sambandi við Albert Albertsson, hjá HS Orku, vegna lónsins. „Hann fór með okkur til Níkaragva og hann hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga,“ segir Nygart.
Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira