Fótbolti

Juventus með þriggja stiga forystu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Pogba fagnar marki sínu
Pogba fagnar marki sínu vísir/getty
Juventus náði þriggja stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Napoli 3-1 á útivelli.

Napoli er eina liðið sem hefur lagt Juventus að velli í deildinni en Juventus var ákveðið í að láta það ekki endurtaka sig.

Paul Pogba kom Juventus yfir á 29. mínútu með glæsilegu skoti frá vítateigslínunni. Juventus var 1-0 yfir í hálfleik.

Miguel Angel Britos jafnaði metin á 64. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar kom Jose Martin Caceres Juventus yfir á ný eftir sendingu frá Andrea Pirlo.

Arturo Vidal gerði endanlega út um leikinn á fimmtu mínútu uppbótartíma.

Juventus er á toppi deildarinnar með 43 stig, með þremur stigum meira en Roma. Napoli er í 4. sæti með 30 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×