Lífið

Plötuðu „nágrannakonuna“ til að skreppa yfir í næsta hús með klósettpappír

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nágrannakonan skellti upp úr í lokin og var öllum greinilega skemmt.
Nágrannakonan skellti upp úr í lokin og var öllum greinilega skemmt. Vísir/Getty
Strákunum í útvarpsþættinum FM95Blö tókst einstaklega vel upp í lið sínum Stigaganginum í dag þar sem nágrannakona var plötuð til að koma ungum manni til bjargar sem glímdi við vandamálið að sitja á posutlíninu án klósettpappírs.

Í þetta skiptið var það Steindi Jr. sem tók hrekkinn að sér og gekk hann fullkomlega upp. Ómar, ungi maðurinn, var búinn að biðja elskulega nágrannakonuna um að kíkja yfir með pappír og sagði að opið væri í húsinu hjá sér. Þegar konuna bar að garði voru grannarnir hins vegar eitt spurningamerki eðlilega.

Allt endaði með miklum hlátrasköllum eins og heyra má í klippunni hér að neðan.



Þáttinn í heild sinni má svo heyra hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×